Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, janúar 31, 2005

Allt er í heiminum hverfult krakkar mínir.

Mest pirrandi í heimi: Þegar ég er að taka morgunsturtuna og vatnið tekur uppá því að breyta um hitastig án þess að ég geri neitt. Eins góð og morgunsturta getur verið þá er þetta barasta óhemju pirrandi. Mér finnst samt líka pirrandi þegar afgreiðslustelpur eru ekki komnar með brjóst (vegna þess að þær eru svo ungar, mér er sama um brjóstin þannig séð), eins og t.d. útá vídjóleigu áðan þegar stelpan kunni ekki að skrifa Roberte Niro. Dísus kræst sko.

Besti matur í heimi: Úff, maturinn í afmælinu hjá Tinnu tvítugu í gær var brjálaður. Ostapasta með sósu er líka að koma sterkt inn.

Flottasta kona í heimi: Keira Knightley. Það verður bið á því að það breytist eitthvað.

Ljótast í heimi: Krissi á leiðinni heim í nótt. Fengum far með Túra og við erum að tala um að Krissi lá svona hálfur útum gluggann og var að reyna að æla (með tilheyrandi hljóðum) en það eina sem honum tókst var að slefa og hrækja á sjálfan sig og rúðuna. Runner up er þynnkuskitan hjá mér í dag þannig að þið sjáið að Krissi var helvíti ljótur.

Besta blogg í heimi: Bloggið hjá Jóni Kristjáni er búið að vera frekar feitt síðasta mánuðinn. Hann er í öðru sæti á eftir mér. Bæti hér með hlekk á hann í hina margrómuðu keðju bestu bloggara landsins hér til hliðar. Setti líka link á Diljá nokkra. Ég veit að þetta er damn sexy nafn en hún er samt ekkert það heit (samt ekkert ice cold). Töff stelpa samt.

Lélegasta þýðing í heimi: Gaurinn sem þýddi Lilya 4 ever sem var sýnd í sjónvarpinu í kvöld er náttúrulega í ruglinu. Hvað eru orð eins og "idjót" að gera í íslenskri þýðingu? Mér fannst hann bara út í gegnum þessa mergjuðu mynd vera að gera fáránlega lélega hluti. Árni Bergmann, ef þú ert að googla, þessi þýðing var ekki smooth.


Annars átti ég ágætis helgi og fattaði að maður þarf að fara að hitta sumt fólk oftar.

föstudagur, janúar 28, 2005

Djöfull var ég reiður í gær. Ég verð sjaldan reiður og eiginlega þarf frekar mikið (eða íþróttir, ég get orðið ansi skapheitur í þeim stundum) til að ég skipti skapi. Í gær var ég samt djöfulli reiður.

Þannig er mál með vexti að ég labbaði niðrí kjallaraherbergið mitt í gær (bý í blokk fyi, eða yti (= ykkur til upplýsingar)) í góðu glensi, tilbúinn að eyða eins og klukkutíma í nýju playstation-tölvunni minni eftir erfiðan vinnudag. Eeeen það vildi nú ekki betur til en svo að það var bara búið að brjótast inn í herbergið mitt! Jájá, einhverjir helvítis aumingjar (næstum jafn miklir aumingjar og áðurnefnt kórpakk) höfðu bara ákveðið að ræna mig mínum kærustu djásnum (andvirði 60.000 króna a.m.k.) án þess að skilja eftir skilaboð um hvar ég gæti náð í þau eða neitt.
Þeir tóku svona þetta sem var auðveldast að halda á sýndist mér. Leiðinlegast fannst mér að þeir tóku úrið sem ég fékk í stúdentsgjöf frá afa og ömmu (og afi er mjög stoltur af þessari gjöf (enda var ég hæstánægður með hana) og spyr mig alltaf hvað klukkan sé þegar ég hitti hann, spurning hvernig hann tekur þessu). Einnig tóku þeir (eða ég veit ekki, gætu þess vegna hafa verið einhverjar beyglur líka) báða tölvuleikina mína en völdu svo bara nokkrar ákveðnar dvd-myndir í staðinn fyrir að taka allan bunkann og þeir mega eiga það að þeir völdu ágætlega, slepptu t.d. Charlies Angels en tóku Snatch...
Bókaáhuginn er örugglega ekkert að drepa þetta lið, allavega skildu þau eftir allar heimsbókmenntirnar mínar, þar á meðal nokkur Laxnessverk. Hins vegar tóku þau sitt hvað fleira og já, ég get ekki sagt annað en ég hafi verið mjög reiður í gær.

Þess vegna ákvað ég að fara og fá mér smá bjór á bjórkvöldi hjá effbjé. Það var nú reyndar ekkert sérstakt enda er stemmningin á bjórkvöldum yfirleitt þannig að það er skemmtilegra ef maður þekkir marga. Ég fékk hins vegar að sjá að það er engin lygi að það er öllu meira af gellum allavega í fb heldur en í mh (þótt þær finnist nú heldur betur þar líka). En ekki einu sinni bjór og gellur gátu kætt mig við og ég var ennþá hálffúll(ur) þegar ég lagðist í rúmið mitt í nótt. Gaman samt að segja frá því að mig dreymdi að við færum nokkrir félagar í skíðaferð til Boston (hinnar miklu skíðaborgar...) en svo allt í einu rötuðum við ekki neitt í Boston og fórum óvart inná landareign sem við máttum ekki vera á. Það var nú ekki gaman.

Og já, smá svona tilkynning í lokin... Ég er hættur í Sportinu og segi ykkur frá nýrri vinnu þegar ég er kominn með smá reynslu á hana. Bí kúl og stey inn skúl, aular.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Svaaakalega lítið að gera í dag í vinnunni. Þó gerðist nú sumt spennandi.
Ég var bara í rólegheitum að bora í nefið eða eitthvað þegar það mætti bara sjúúúúk gella í skódeildina til mín. Við erum að tala um bobbinga sem náðu langleiðina til Húsavíkur, en samt þéttan rass. Hormónarnir kipptust alveg við og tóku bara Queen á þetta og kyrjuðu; "I want it all, I want it all... and I want it now". Allavega hún fór að spurja um einhverja skó og svona og var bara að máta. Ég reyndi að sitja á mér en ég bara réð ekki við saurugar hugsanir um hvað ég, hún og vatnsrúm gætum mixað saman. Svo passaði skórinn ekki alveg þannig að hún spurði hvort ég ætti stærri. Ég var náttúrulega djúpt sokkinn í mínar saurugu hugsanir og missti útúr mér; "hva? hehh, skiptir stærðin einhverju máli?". Neinei, það sagði ég reyndar ekki en það munaði litlu.

Svo kvaddi hún og fór og endaði þetta með því að mínum saurugu hugsunum var skolað niður í klósettið (ekki þó á þann ógeðfellda hátt sem hægt er að ímynda sér, ef þið skiljið hvað ég á við...) ef við notum myndlíkingu. Næsti kúnni var nefnilega sá ógetnaðarlegasti sem ég hef nokkurn tímann séð. Hann er ástæðan fyrir því að ég mun ekki geta sofnað... nokkurn tímann. Þetta var feitur næpuhvítur gamall kall með brjóst og leðurkaskeiti. Það hefði nú kannski verið í lagi ef hann hefði ekki talað svona ógeðslega perralega og verið að spurja mig hvort ég æfði ekki íþróttir af því að væri svo hraustlegur (já, gleymdu þessu maður... róa að vera bara barnaperri frá helvíti). Ok, ok, þetta allt hefði kannski hreinlega verið bara allt gott og blessað EF(!) gaurinn hefði ekki verið í moðerfokking netabol. Uuuuuðakk. Við erum að tala um að spikið svona fyllti út í götin á bolnum. Mér líður bara illa á sálinni eftir þetta.

Ooooog svo fór ég á fyrstu fótboltaæfinguna með ÍR aftur frá því í sumar. Það er skemst frá því að segja að ég var bestur fyrir utan slatti marga aðra. Hafið það gott!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Ég ætla nú ekki að furða mig lengi á því að það skuli ekki vera komið komment á síðustu færslu. Ég býst við að hún sé dulítið spes.

Nú fara í hönd miklir gleðitímar hjá mér því í gær keypti ég playstation2 tölvu og fótboltaleik sem er mér mjög kær. Er enda iðjuleysið og aumingjaskapurinn hjá mér búinn að vera í algleymingi í dag, í tilefni af því að ég fékk frí í vinnunni (ég var líka að vinna frá 10-22 í gær). Svo verður nú gaman í kvöld þegar nokkrir hressir fírar hittast og horfa á Ísland-Slóveníu sem er nú ansi krúsjal leikur kæru lesendur.

Annars var ég að heyra af frekar ömurlegu máli sem er í gangi í gamla skólanum mínum. Málið er að rúmum 400.000 kjelli hefur verið stolið smám saman úr hinni fornfrægu sjoppu Mararþaraborg. Einhverjir ósvífnir kórfélagar (ég veit ekki hvort þeir eru 1 eða 100) hafa verið að fá sér fríar núðlur og kaffi sem að kann að hljóma sakleysislegt en er það í raun alls ekki þegar menn eru farnir að kjamsa á núðlum fyrir 400.000. Fyrir 400.000 hefði t.d. íþróttaráð getað haldið 2 frí fótboltamót með frítt inná bjórkvöld og gefið 2000 krónur í afslátt af skíðaferðinni. Eða bara keypt geðveikt mikið af bjór. (Hér er ég sem sagt að tala um að nemendafélagið tæki yfir rekstur sjoppunnar). En í staðinn hafa einhverjir slefandi aumingjar sem nenna ekki að smyrja sér nesti bara stolið þessum pening.
Maður hefði svo haldið að það væri búið að hengja nokkra kórfélaga á matgarði en svo er að heyra að það sé eiginlega bara mjög vægur hiti í mönnum. Æjji, mér finnst þetta bara mjög ömurlegt mál og ákvað að koma þessu frá mér þó svo að þið lesesndur hafið kannski takmarkaðan áhuga.

Svo vil ég bara segja að ef þið eruð ekki búin að sjá MH-leikritið Martröð á jólanótt sem sýnt er í Loftkastalanum (dökkhærða gellan í Nylon vinnur þar!!), að þá eru bara 2 sýningar eftir. Þetta er alveg kostuleg sýning þar sem allt getur gerst og mæli ég með að frænkur mínar og frændur sem lesa þetta blogg svo ótæpilega drífi sig að kaupa miða og skelli sér.

Svo heyrumst við bara ástarpungarnir mínir.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Góóóóðar sögur!

Jájá, þið þurfið nú ekki að vera að hafa áhyggjur af því að þetta blogg sé búið og hætt. Ef ég væri að hætta væri síðasta færslan alveg örugglega miklu meira spennandi heldur en nokkur af síðustu færslum mínum (sem eru sem sagt ekki síðustu færslurnar mínar, ef þið skiljið hvað ég er að fara (en ég er einmitt að fara í bíó)). Svo ekki hafa áhyggjur.

Í gær var bara kjúklingur í matinn og franskar með. Við erum svo að tala um að það var bara kók drukkið með og læti! Eeeen, ekki það að þetta sé ekki fuck ass spennandi að þá verð ég að segja ykkur að franskarnar voru alveg fáránlega vondar. Það var ekki að sökum að spurja að ég lamdi hnefanum í borðið og öskraði mjög karlmannlega að þetta væru ömurlega franskar og spurði hverju þetta eiginlega sætti. Pabbi greyið sagðist hafa gert allt eins og ég sagði honum og haft þær í nákvæmlega 35 mínútur. Ég get því eiginlega kennt sjálfum mér um þetta því hann spurði mig hvað þetta ætti að vera lengi og ég hef greinilega ekki sagt alveg nógu skýrt að þetta ætti að vera 3 til 5 mínútur. Hehemm, góð saga maður... góð saga!

Annars erum við að tala um að ég var bara eikkað heví tjillaður á því í apóteki um daginn. Vatt mér upp að afgreiðsluborðinu og bað um oðnæmislyf. Og hvað haldiði? Var ekki bara Tinna Marína að afgreiða. Ahh, góðir tímar maður...

Það var svo hérna um daginn að ég var að hringja í Loftkastalann til að kaupa leikhúsmiða. Það er nú bara ekkert flóknara en það að sjálf Steinunn í Nylon var í símanum (og ég var sem sagt að tala við hana). Ég hitti hana svo um kvöldið þegar ég fór í leikhúsið og það var nú bara nóg til að ég get dáið hamingjusamur (samt ekki... maður vill alltaf meira... ef ég myndi hitta Emilíu þá gæti ég dáið hamingjusamur). Gaman að þessu sko!

Annars er ég bara búinn að vera bleksvartur niðrí bæ (þið þekkið mig) eða að vinna þessa dagana. Ég lofa að skrifa eitthvað sem hefur einhvern snert af því að vera fyndið eða gáfulegt einhvern tímann á árinu. Málið er að ég hef verið að ráðfæra mig við sérfræðinga og menn eru almennt á því að ég þurfi að fara að þróa nýjan og trendí stíl. Fólk er orðið þreytt á því að lesa alltaf sömu brandarana um sama fólkið og sömu vinnuna.

Ein pæling samt að lokum. Hafiði velt því fyrir ykkur að orðið "alltaf" er í raun tvö orð, þ.e.a.s. "allt" og "af". Hvort þetta er tilviljun eða eitthvað meira og merkilegra skal ég ekki segja en ég er að hugsa um að bera þetta undir Dan Brown og reyna að komast til botns í málinu.

laugardagur, janúar 15, 2005

Jájájá, djaaaaammdagur í dag eins og í gær. Því miður er ég VEIKUR þannig að það eina sem ég get hlakkað til er, uuu, Gísli Marteinn og spaugstofan.

Annars lánaði frændi minn mér nokkra mynddiska í gær og það gekk nú betur en síðast, þegar hann lánaði mér spólur. Þá var ég að "passa" afa minn og hann lánaði okkur slatta af spólum til að horfa á. Inn á milli leyndust þó þegar betur var að gáð vera þónokkrar fullorðinsspólur sem afa leist mjög vel á en mér geðjaðist ekki að horfa á (allavega ekki með honum). Það var svo mjög fyndið að hlusta á útskýringar frænda míns um að þetta væru einhverjar spólur sem hann hefði nú bara fengið lánaðar hjá vini sínum þegar þeir voru í framhaldsskóla og svo gleymt að skila þeim. Jájá, maður gat nú alveg sett sig í spor hans.
Eeeen ekkert klám var nú í pokanum að þessu sinni og skellti ég því American Psycho í tækið og fannst hún alveg geðveik (haha, ég bjó til þessa færslu bara fyrir þennan brandara).

Mér fannst svoldið súrt að geta ekki farið og séð Morfís-keppnina í gær milli mh og fb. Hún ku hafa verið alveg helvíti góð. Einnig ku bjórkvöldið á eftir hafa verið helvíti skemmtilegt. Maður er bara aldrei veikur á réttum tíma, það er staðreynd.

Og United vann Liverpool í leik sem hélt manni bara spenntum fram á síðustu mínútu. Frammistaða Liverpool var aðdáunarverð miðað við hvað þeir eru oft lélegir. Rooney var kúl og Keane hefði nú alveg mátt setja hann sentímetra neðar.

Fleira var það ekki. Njótið kvöldsins helvítis faggarnir ykkar.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Urrgh, msn-ið mitt er bara bjeeelað. Kann einhver að laga? Ég fæ bara meldingu um að ég eigi að reyna aftur seinna. Ég er búinn að reyna allt (fyrir utan náttúrulega það sem að virkar...), t.d. að uninstalla og installa aftur og svona, já, fullt af hlutum. Ég sendi meirað segja bréf til msn-gauranna og fékk svar um að þeir settu þetta vandamál í ALGJÖRAN forgang, en ég veit nú ekki hversu mikið maður á að trúa því... allavega eru þeir ekki ennþá búnir að finna lausn.

Annars er ég ennþá drulluveikur. Gaman að því. Alltaf gaman að sleppa vinnu og tapa þannig 15þúsund kjelli, sérstaklega þegar maður lepur dauðann úr skel hérna á kantinum.
Líka gaman hvað það eru margir að óska manni bata í kommentakerfinu... þetta hressir mann við...
Hey, það þyrfti eiginlega að vera svona spes tákn fyrir það sem maður segir í kaldhæðni á netinu. Hún skilar sér svo illa. Það gæti verið bara eitthvað svona eins og gæsalappir...

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ojjj, djöfull líður mér ömurlega. Mér hefur ekki liðið svona illa síðan ég var vel ölvaður (note to self: vel ölvaður rímar við helölvaður) á einhverju balli og kyssti stelpu sem var með svona væmið sleikibrjóstsykurs-bragð á vörunum á sér. Við skulum bara segja að það var ekki langur koss. Ég vildi að stelpur notuðu tyrkis pepper gloss á varirnar. Það er sjúkt gott.

En nóg um það, mér líður sem sagt mjög illa og þurfti að hringja mig inn veikan í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að vinna hjá intresport. Ég veit ekki alveg af hverju en mér fannst ég þurfa að sýna betur að ég væri veikur í símtalinu þannig að ég kreisti upp smá hósta og saug uppí nefið. Það var örugglega svoldið kjánalegt. Svo reyndi ég bara að sofa eins og ég gat og þess á milli hef ég verið að lesa Da Vinci code sem er alveg fínasta bók (ég held ég sé samt búinn að fatta hana, "The holy grail" er örugglega anagramm fyrir það sem það er í alvörunni, ef þið skiljið...).

Ég hringdi líka í kb-banka í dag til að vesenast með hlutabréfin mín (jájá, maður er allur í þessu braski, Dow Jones og Nasdaq og félagar...). Það hringdi tvisvar en svo svaraði rödd sem hljómaði alveg eins og símsvari (og maður er nú vanur að fá alltaf fyrst samband við símsvara hjá svona stofnunum). Og röddin sagði:
"Skiptiborð góðan dag".
Ég hikaði smá og sagði svo (í alvörunni!): "uhm, uu, er, er ég að tala við alvöru manneskju?"
Og konan (ekki símsvarinn) var örugglega smá hissa og sagði bara "tjahh". Eftir þetta varð samtalið minna skemmtilegt.

En, uuu, hvað er að frétta af ykkur? Ég hef allavega eeeekkert að gera. Ef einhver vill lána mér playstation-tölvuna sína þá væri það næs.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Ég skipa þér að lesa þennan texta!

Nú sé ég í fyrsta skipti verulega eftir því að hafa útskrifast. Það er nefnilega sjúkur áfangi í skólanum á þessari önn sem fjallar um írska menningu og fær allur hópurinn að fara saman til Írlands (e.þ.s. Guinnes-landið). Eins og þetta sé ekki nóg þá eru nokkrir af bestu vinum mínum að fara saman í þetta og tvær af allra heitustu gellunum í skólanum að mínu mati. Ef ég gæti á einhvern hátt komist aftur í skólann í þennan áfanga þá myndi ég gera það. Mér finnst drullufúlt að hafa ekki farið í neina svona skólaferð og ekki heldur útskriftarferð af því að skólinn er með áfangakerfi.
Eeeen ég meina, maður lítur bara á björtu hliðarnar: ég er að vinna eins og geðsjúklingur á stöðugt skemmtilegri útsölu og er búinn að ná mér í flensu. Frábært. Líkaminn höndlaði greinilega ekki álagið sem fylgdi því að fara á tvær fótboltaæfingar sama kvöldið. Hægri stóra táin höndlaði það ekki heldur og er orðin svipuð og hún var á Costó hérna um árið (sælla minninga?). Vinnan í dag var því enginn dans á rósum þar sem maður skakklappaðist um hálfdasaður og illa úthvíldur.

Ég þakka þeim sem hlíddu (stig fyrir þann sem fannst þetta fyndið!).

laugardagur, janúar 08, 2005

Æjj, ég fór á nýju stuðmannamyndina í gær og það var nú ekki gaman... Myndin var að vísu eftir væntingum en því miður þýðir það að hún var frekar slöpp á því. Reyndar hjálpaði ekki að dúddarnir í Smárabíó kveiktu ljósin í salnum og voru ekkert að fatta að slökkva þau einhvern tímann eftir hlé. Mér fannst samt eitt atriðið allsvakalega fyndið en það var þegar Eggert Þorleifs heimsótti Röggu Gísla (þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég er að tala um).

Annars var maður bara að selja eins og mongólíti (sem er góður í að selja) í vinnunni í dag. Gellurnar á kassanum máttu hafa sig allar við að afgreiða fólkið sem ég sendi til þeirra. Það er samt nett lýjandi að vera að vinna svona mikið því maður nennir ekki að gera neitt þegar maður kemur heim. Ég hugsa að maður þurfi bara að drekka meira kók til að fá meiri orku. Annars var mér að detta í hug að fara í læknisfræði. Ég held að það sé bara ísí að vera læknir. Venjulega er þetta bara væl í fólki sem ekkert er hægt að gera í. Þá getur maður bara gefið því lyfseðil uppá c-vítamín eða eitthvað sem gerir þeim ekkert.

Til að þessi færsla virki minna efnisrýr vil ég svo koma með eina pælingu. Hvernig væri að fólk færi að segja E.Þ.S. ("einnig þekktur sem") í staðinn fyrir A.K.A. (also known as) sem er að sjálfsögðu útlenska. Þá gæti ég kynnt mig svona: "Doktor Sindri, e.þ.s. herkúles"... sem rímar.

föstudagur, janúar 07, 2005

Það getur komið sér vel að vera með tvískiptan persónuleika. Áðan tók ég t.d. viðtal við sjálfan mig.

Hæbbs.

Blésah.

Nú hef ég ekki bloggað lengi doktor. Hvar hef ég alið manninn?

Jahh, maður er náttla búinn að vera í ýmsu. Nei, reyndar ekki. Ég er bara búinn að vera að vinna á útsölu í gömlu góðu búðinni minni. Vinna frá 9-7 við að aðstoða hagsýnar kellingar hvaðanæva að. Ég sver það, þetta er eins og að horfa á Fólk með Sirrý að vera að afgreiða flestar af þessum kellingum. Reyndar er þetta eiginlega eins og ef ég væri Sirrý og væri að taka viðtal við konurnar sem ég er að afgreiða. Ég þarf nefnilega að virka áhugasamur um hin leiðinlegustu og mest óspennandi mál, rétt eins og Sirrý.

Já, haha, þetta var nú ekki eins fyndið og ég hafði búist við af mér. En nú er það orðið á götunni að ég sé hugsanlega að taka fram takkaskóna aftur, knattspyrnuáhugamönnum um allan heim til mikillar ánægju. Er eitthvað hæft í þessum sögusögnum?

Tjahh, já og nei. Jújú, ég mun væntanlega fara að kíkja á æfingar hjá einum af heitustu klúbbunum í Reykjavík og einnig mun ég leika hágæðaknattspyrnu með góðum hópi stráka einu sinni í viku. Það verður svo bara að koma í ljós hvað maður tekur þetta alvarlega.

Ég veit að ég kann illa við að tala um þessi mál en ég verð samt að spurja fyrir hönd kvenþjóðarinnar, hvernig standa kvennamálin hjá þér núna?

Já, gaman að ég skuli spurja. Eins og stendur er ég nefnilega ekki í neinu alvarlegu en þó eru hugsanlegir möguleikar í stöðunni sem vega þarf og meta eftir bestu sannfæringu. Ég er ennþá að bíða svars við bréfi sem ég sendi Keiru Knightley og ég vil helst ekki vera að skuldbinda mig fyrr en ég fæ það.

Nú veit ég að ég er orðinn þreyttur og svona, enda klukkan orðin 1 og vinna hjá mér klukkan 9 í fyrramálið. Er eitthvað sem ég vil segja að lokum?

Nei, bara, þúst, góða nótt og svona.

----Pláss fyrir brandara ef mér dettur einhver í hug áður en ég sofna----

sunnudagur, janúar 02, 2005

2004 hjá mér (studdist við bloggið).

Árið byrjaði eins og búast mátti við. Skólinn byrjaði bara straight 4. janúar eða eitthvað og ég bara stóð mig illa í að læra. Í janúar bar það hæst að ég varð sá eini sem var ekki orðinn 18 í vinahópnum í skólanum. Ég lét það þó ekki aftra mér í að vera duglegur að mæta á bjórkvöld (eitthvað sem breyttist svo á síðustu önn þegar ég var orðinn 18... skrítið).

Í febrúar fórum við Krissi og fleiri eyðufélagar að stunda hamborgarastaði borgarinnar eins og okkur væri borgað fyrir það. Við fórum meiraðsegja á hamborgarastað í grafarvogi en ég held að niðurstaðan hafi verið að besti borgarinn væri á Stælnum þó að Eikaborgarar hafi komið sterkir inn. Svo var farið í árlega sumarbústaðaferð sem verður helst minnst fyrir að við skyldum komast heilu og höldnu norður í land því færð og veður var með versta móti (og bílstjórarnir nýfermdir). Svo lét ég næstum reka mig úr skólanum því ég fór í svo mikla fýlu við konrektor útaf árshátíðarveseni...

Mars, apríl maí: kláraði bara skólann og bar hæst að við félagarnir unnum kosningarnar í íþróttaráð sannfærandi. Svo tók ég þátt í ræðukeppni og gerði mig að fíbbli, það var mjög gefandi. Prófin voru mössuð og mér rétt tókst að slefa stærðfræðina með fimmu. Það var vel gert miðað við kennareinkunn uppá 3,6.

Sumarið var svo tími vinnu í Intersprot. Það var bara allt í lagi og eiginlega meira tjill heldur en oftast áður. Við bjuggum meiraðsegja til svona tjillbæli inná lager hjá okkur þar sem við skiptumst á að tjilla. Svo þurfti bara að vera vakandi fyrir því ef að verslunarstjórinn kæmi or sum. Ég lifði hins vegar alltaf á því að vera að fara til Costa del sol með góðu fólki í ágúst. Það reyndist svo vera hin bestasta ferð og eitthvað sem maður á eftir að muna lengi.

Þessi síðasta önn mín í skólanum er svo búin að vera svoldið sérstök. Ég hef til dæmis aldrei verið nálægt því að vera með svona lélega mætingu. Svo var maður aðeins að vesenast í vinnu fyrir íþróttaráð og kellingum. Prófin gengu svo fínt og ég fékk hvíta húfu á kollinn 21. des. Svo komu jólin og svo komu áramótin. Gaman að þessu ekki satt?


Æjj, vá, ég get ekkert gert svona yfirlit. Ég gleymi öllu. Ég var til dæmis að fatta að ég æfði fótbolta á fullu í sumar. Ég kynntist líka fólki sem finnst kannski að það ætti að vera nefnt hérna. Það verður bara að hafa þetta. Vonandi verður 2005 betra og skemmtilegra en ég veit allavega að það verður öðruvísara.
Hæhæ, kúkurinn í lauginni hér. Ég er hættur að drekka tímabundið. Héðan í frá ætla ég að drekka ótímabundið. Haha (sko, stundum þakka ég guði fyrir að bloggið hafi verið fundið upp þannig að sem flestir geti notið hins hárbeitta húmors míns). Annars er það að frétta að gærkvöldið saug eftir klukkan 2 en var fínt fram að því.
Á morgun mæti ég til vinnu á sama gamla vinnustaðnum og verð eitthvað þar í janúar. Svo er ég alvarlega að spá í að tékka bara á póstinum (hvernig er samt með laun þar?). Líka Bakarameistaranum, örugglega fullt af gellum að vinna þar og svona...

Mig langar rosalega að gera eitthvað svona kúl yfirlit yfir árið hjá mér og það sem mér finnst standa uppúr í heimsmálum ársins en ég nenni því ekki núna. Takk fyrir árið sem nú er lokið og sjáumst, heyrumst eða bara, uuu, lesumst á því næsta.