Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

sunnudagur, mars 27, 2005Rauðu löndin eru löndin sem ég hef komið til. Mér finnst ég ekki hafa gert alveg nógu víðreist. Hef ekki einu sinni farið út fyrir Evrópu. Ég væri til í að fara til Ástralíu og læra verkfræði og á brimbretti. Ætli það sé eitthvað brjálað dýrt dæmi og ómögulegt? Ég gæti gert díl við RÚV og Moggann um að gera fréttir frá þessari heimsálfu sem svo fáir Íslendingar kunna nokkur deili á. Maður fengi samt örugglega ekkert geðveikan pening fyrir það. Kannski er Intersport-búð þarna sem ég get unnið í. Veit einhver hvar ég get fengið upplýsingar um skólamál og annað í Ástralíu? Úúúú, djöfull væri þetta sniðugt. Það hefur lengi verið draumur hjá mér að fara til Ástralíu. Ég veit ekki hverju það er að þakka. Ég horfi aldrei á Nágranna og mig langar ekkert sérstaklega að sjá kengúrur eða einhverja óperuhöll. Skrítið.

p.s. ef þið viljið búa ykkur til svona kort þá getiði gert það hér.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Stofnfundur herramanna (ekki hermanna) klúbbsins The GENTS (borið fram "ðí djents" eða eitthvað svoleiðis...) var á þriðjudaginn. Þar var étið mjög gott lambalæri og eitthvað sjitt með. Settar voru nokkrar reglur en það þarf nú að fara eitthvað betur yfir þær. Í fljótu bragði man ég eftir þessum reglum:
  • Á fundum GENTS skulu allir vera fullir, sama hvaða dagur vikunnar er... líka Krissi.
  • Fundir skulu haldnir í það minnsta einu sinni í mánuði.
  • Innan GENTS eru engin leyndarmál.
  • 7 piltar eru í GENTS og þeim verður ekki fjölgað að svo stöddu.
  • Kellingar munu að sjálfsögðu aldrei fá inngang. Ekki einu sinni Klara.
  • No fucking merlot.
Já, annars vorum við bara í tjillinu að drekka bjór og spila Pro Evolution (það er svona fótboltaleikur í playstation) og svo var reyndar tekið í smá Trivial undir lokin. Allt voða rólegt enda sannir herramenn á ferð. Reyndar æstist ég smá eftir Pro Evolution-mótið þar sem ég tapaði í úrslitaleik á móti Ragnari tvíbura. Í Trivialinu getur þess vegna verið að ég hafi verið með óþarflega mikinn kjaft við andstæðinga mína og biðst ég afsökunar á því (leiðrétting: ég biðst ekki afsökunar á neinu, þið lögðuð íbúðina í rúst cocksuckers).
En já, það var gaman að þessu og enn skemmtilegra verður að sjá hvort þetta heldur eitthvað áfram því þessi hópur er frægur fyrir að tala um að gera eitthvað en gera ekki neitt.


Eníveis, þessi bloggpása entist að sjálfsögðu ekki lengi enda er ávallt eitthvað sem mér liggur á hjarta. Ég er sem sagt einn heima þessa dagana og verð einn heima á sjálfan páskadag þannig að það mætti halda að ég væri frekar einmana þessa dagana. Svo er ekki. Mér tókst nefnilega, sem betur fer, með klækjum og brellibrögðum að ná mér í saklausa stelpuhnátu sem heitir Dagný. Hún er frábær! Svo er nú líka ekki hægt að segja að maður sé einn þegar maður er kominn með nýja playstation tölvu og Pro Evolution að leika sér í!! Þvílíkur stemmer! Ef einhver vill taka leik þá er bara að koma við hjá kallinum, ég er í þessu allan daginn.

Tók smá djamm á þetta á miðvikudaginn. Ég var að vísu ekkert voðalega nett þétt létt gjeggjaður á vinstri kjentinum, því þriðjudagskvöldið (maturinn með strákunum muniði...) sat ennþá svoldið í mér. En já, ég fór í ammæli hjá 2 vinkonum úr MH og það var ágætis fjör. Hitti slatta af félögum úr sveitinni, sem er vel, og svo var líka fleira lið þarna sem maður þekkti (og maður fékk að heyra síðbúnar ástarjátningar, sem var frekar fyndið...).
En eins og alltaf þegar maður fer á djammið með Arthúri (e.þ.s. Túri) að þá endaði kvöldið á því að hann lenti í veseni og var tekinn illa af dyravörðunum. Verð nú samt að segja að þótt Túri sé nú ekki manna spakastur á djamminu þá átti hann ekki skilið þessar barsmíðar sem ég varð vitni að. Greyið kallinn. Svo honum var kastað út og haldið í jörðinni þangað til löggimenn komu og sóttu hann, og þeir sóttu Magga "mis" líka en hann gerðist einmitt svo kræfur að biðja dyraverðina um að sleppa Túra og var þess vegna keyrður í götuna líka.
Frekar tæpir þessir dyraverðir stundum... Eftir þetta var ég svo ekkert voðalega æstur í djamm og fór fljótlega heim í kot.

Ég gerði fátt nytsamlegt í gær og... aaaa, fokk, þetta er orðin algjör svona "í dag gerði ég þetta, í gær gerði ég hitt, og svo hitti ég jóa og hahaha, það var geðveikt fyndið, en æjjj, þið hefðuð þurft að vera þar..."-færsla. Skítt með það. Ég gerði sem sagt fátt nytsamlegt í gær. Í dag fór ég hins vegar í fyrsta skipti á rúmlega átján ára ævi minni í Bláa lónið. Þetta er frekar smooth staður. Það sem er ekki smooth hins vegar er að skola á sér andlitið í vatninu. Það fer ekki vel í augun. Svo var hlandlykt af sturtuvatninu. Það var frekar ógeðslegt. En já, svo fékk ég far heim með einhverjum scooter-gaur sem fannst voða gaman að hækka svo mikið í græjunum að þeir félagar Hamar, Steðji og Ístað voru rétt svo að höndla álagið (náði einhver þessari setningu?).


Og þar hafiði það.

p.s. ég var að hlusta á House in the country með Blur og ég fékk svona einhvers konar sæluhroll. Mér finnst endilega eins og eitthvað yndislegt hafi gerst fyrir nokkrum árum og þetta lag tengist því beint. Hvað það er hef ég hins vegar ekki hugmynd um. Einhverjar uppástungur? Djöfull er þetta skrítið.

laugardagur, mars 19, 2005

Ég ætla að taka mér smá frí frá blogginu núna. Ég kem aftur.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Þó síðasta færsla hafi verið gríðarlega góð og vel skrifuð þá geri ég mér grein fyrir því að vikufrí milli færsla er ekki að gera sig. En maður er nú búinn að hafa sitt hvað fyrir stafni þessa daga get ég sagt ykkur.

Um helgina fór ég í langþráða skíðaferð MH, sem kostaði slatta af undirbúning (aðallega af minni hálfu þótt ég hafi leyft restinni af íþróttaráðinu að sjá um einhver skítverk), og heppnaðist hún helvíti vel. Að vísu einkenndist hún ekki af dauðadrykkju eins og ég hafði fyrirfram gert ráð fyrir, en margt skemmtilegt gerðist í staðinn...

Gistingin sem ég plöggaði upp á mitt einsdæmi var svo fáránlega smooth að ég verð ekki eldri (jú, ég verð nú örugglega eldri... samt smooth). Við erum að tala um það að við gistum í stúkunni við aðalíþróttavöllinn á Akureyri. Nei, við gistum nú ekki í stúkusætunum ef þið voruð farin að halda það, heldur gistum við í búningsklefunum sem eru undir stúkunni. Þessi staður er við hliðina á towninu á Akureyri þannig að maður þurfti ekkert að vera að vesenast neitt til að komast í bæinn, bara sötrað í stúkunni og svo röllað niðrí bæ (að vísu í milljón gráðu frosti en maður hafði það af). Eini gallinn á þessu pleisi var að það var ekki hægt að fá neitt privacy fyrir utan eina ógeðslega kompu sem var ekki mannhæðar há. En sú kompa var eign Hróa og Klöru alla ferðina og maður sá þau ekki aftur fyrr en á sunnudeginum. Þá var btw komin einhver sú svakalegasta fýlustybba í herbergið sem ég hef á ævi minni fundið, og það kæmi mér ekki á óvart að það sé ennþá mengunarský yfir Akureyri útaf þessu.


Ég gæti sagt ykkur frá sundferð þar sem Krissi þurftir að klæðast þröngri Speedo og Ragnar skeit mestu þynnkuskitu sögunnar, ostapylsum með kartöflukryddi og frönskum, rosalegustu danskeppni sem ég hef séð, Atla Antons að taka In the ghetto með Elvis Presley í karókí á Oddvitanum, rosalegasta "Ég hef aldrei"-leik sem ég hef orðið vitni að og bara margt margt fleira! En ég get það ekki því það var svo viðbjóðslega kalt á Akureyri að ég er orðinn drulluveikur. Og þetta er versti tími sem ég get ímyndað mér til að vera veikur. En svona er þetta nú bara. Lifið heil.

miðvikudagur, mars 09, 2005

Mesta MILF Íslandsins í dag!

Já, ég er svona búinn að vera að velta þessu fyrir mér. Hver er heitasta mamman (eða konan á mömmualdrinum) á landinu eins og staðan er í dag? Það eru svona nokkur nöfn sem koma strax uppí hugann þegar maður byrjar að velta þessu fyrir sér, en ég hef ákveðið að búa til topp 5 lista af þeim sem ég man eftir. Þessi listi er gerður með þeim fyrirvara að ég gæti náttúrulega verið að gleyma einhverju glæsikvendi.

Nr.1 Sigga Beinteins
Tvímælalaust ein sú flottasta. Verst að hún er lesbísk. Hvernig hún heldur sér svona er eitthvað sem að fleiri tjeddlingar mættu kynna sér.

Nr. 2 Dorrit Moussaief
Forsetafrúin er nú ekki ónýt heldur. Rosaleg tuttla sem maður er stoltur af að skuli representa Ísland úti í hinum stóra heimi.

Nr. 3 Ragga Gísla
Hún hefur náttúrulega ekki breyst frá því hún lék í Með allt á hreinu forðum daga. Mér skilst enda að hún hafi verið að yngja upp í fyrra og ekki náð í ómerkari mann en sjálfan Birki Kristins, takk fyrir og góðan daginn.

Nr. 4 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Já, ekki er hún Jóhanna bara helvíti snoppufríð og með laglegt bros heldur er hún líka með óvenju góðan smekk fyrir fötum og það er nú eitt af því sem hjálpar MILFum að verða MILF (skiljiði?). Klassapía þarna á ferð.


Nr. 5 Elín Hirst
Hún er líka fréttakona á RÚV og manni er nú bara skítsama um þessi afnotagjöld (eða hvað það á nú að fara að kalla þetta) á meðan svona gellur eru að lesa fréttirnar. Það er líka eitthvað við hana sem karakter (svona miðað við það sem ég sé í sjónvarpinu) sem ég er að fíla mjög vel.


Og þar hafiði það. Ég þykist vita að þetta sé mál sem allir hafa áhuga á og sterkar skoðanir. Endilega kommentið á þetta og segið mér hverjar þið mynduð setja á topp 5. Athugið samt að ég setti mér það sem reglu að kellurnar væru að minnsta kosti komnar á fimmtugsaldurinn. Það þýðir þess vegna ekkert að setja t.d. gelluna í Íslandi í dag á svona lista þótt að hún sé mamma.

p.s. Bloggleysið undanfarna daga orsakast af heimildavinnu varðandi þennan lista.

edit: ég tók út myndirnar því þær eru svo lengi að uploadast... sorrí pals.

sunnudagur, mars 06, 2005

Djöfull er ég eitthvað ósáttur núna. Þetta átti að vera svo fáránlega gúdd helgi að ég bjóst allt eins við því að muna eftir henni til dauðadags. Hins vegar var þetta bara frekar lítið spes helgi og mig langar virkilega að fara að gera eitthvað sniðugt á næstunni til að bæta upp fyrir síðustu helgar sem hafa upp til hópa verið leiðinlegar (frá djammlegu sjónarhorni séð þ.e.a.s.). Og viti menn, það er einmitt akkúrat eitthvað sniðugt að fara að gerast næstu helgi þegar hin alræmda skíðaferð emmhá verður farin til Akureyris. Mig langaði líka alveg ótrúlega mikið að fara útá land þegar ég lagðist til hvílu í nótt í kjallarakompunni minni í hinu ógeðslega holti sem kennt er við breidd (eða eitthvað).

Þetta góða veður fær mann nefnilega til að hugsa um sumarið. Ég held það sé ekkert skemmtilegra í heiminum annað en að fara í góðu sumarveðri í góðum félagsskap og með góðan bjór út á einhvern góðan stað útá landi. Slá þar upp tjöldum, taka smá fótbolta og setjast svo við varðeldinn í lopapeysunni sinni með kaldan bjór og geta lagt annan arminn yfir axlir fallegrar stúlku á meðan minætursólin varpar rauðleitum lit á himininn. En það verður nú bið á þessu. Ég á samt bjór og tjald og fótbolta og lopapeysu og nokkra félaga, þannig að allt sem vantar er eiginlega eldspýtur og dót til að kveikja í, kærasta og slatti hlýrra veður.

Jájá, svona geta nú færslurnar orðið þegar maður skrifar bara það sem manni dettur í hug í stað þess að reyna að koma einhverri reglu á hugsanirnar og skrifa þær skipulega niður. To sum up að þá var þetta léleg helgi og ég hlakka til sumarsins.

Annars er ég að fara á verslóleikritið Welcome to the jungle í kvöld og væntingarnar eru alveg óhemju litlar. En maður tékkar þetta, þekki einhver kvikindi þarna og svona.

Svo er það bara bolti á morgun og ég efast um að Bergur muni mæta miðað við hótanirnar mínar í gær. Ég man samt ekki af hverju ég var að hóta tæklingum, en ég geng ekki á bak orða minna.

Reyniði svo að hjálpa foreldrum ykkar við húsverkin í staðinn fyrir að vera alltaf að lesa blogg krakkar mínir. Sjáumst

föstudagur, mars 04, 2005

Internetið maður. Haldiði að auglýsing mín í ævisögunni minni hafi ekki bara borið árangur. Eins og þið væntanlega munið þá auglýsti ég eftir vini mínum sem ég þekkti þegar ég var svona 1 - 4 ára eða eitthvað, og bjó á Blönduósi. Allavega þá hefur einhver dularfull Dísa kommentað á ævisöguna mína og látið mig fá URLið á bloggið hjá kallinum. Ég verð nú bara að segja að þetta er alveg stórskemmtilegt blogg hjá honum og greinilegt að við höfum fetað svipaðar slóðir því mér skilst af skrifum hans að hann sé í þeim merka áfanga stæ603 í MA.

Fyrst þetta virkar svona vel þá væri gaman að vita hvort Guðmundur Örn (að mér skilst handboltakappi núna hjá KA) og Logi og þessir gaurar sem voru með mér á Þelamörk séu líka að blogga. Það væri nú gaman að fara að sjá þá gaura og vita hvort úr þeim hafa orðið úrhrök eða eðlamenni.
Nú er ég ekki búinn að blogga síðan á miðvikudaginn og þið eruð kannski farin að hugsa; "hey, af hverju ertu ekki búinn að blogga síðan á miðvikudaginn". Ég skal segja ykkur af hverju ég er ekki búinn að blogga síðan á miðvikudaginn. Ég er ekki búinn að blogga síðan á miðvikudaginn af því að það er búið að vera svoldið að gera þannig að maður hefur ekkert haft tíma til að vera í tölvunni.

Miðvikudagskvöldið fór í að hvetja gettubetur-lið míns gamla skóla í harðri keppni við BHS en því miður tapaðist sú keppni. Þið tókuð kannski eftir að emmhá-liðið stóð sig mjög vel og það getur náttúrulega hafa verið tilviljun en eins og ég segi að þá var ég mjög öflugur í stuðningnum þannig að ég eigna mér vissan þátt í þessu.

Í gær, fimmtudag, tókst mér bærilega að halda augunum opnum í vinnunni og telst það til tíðinda. Ég held það hafi verið útaf því að ég fór snemma að sofa á miðvikudeginum, en læknar segja mér að rannsóknir sýni fram á samband milli þess að fara snemma að sofa og að vera ekki þreyttur í vinnunni (en maður veit nú aldrei með allar þessar rannsóknir).
Aaaallavega að þá fór ég svo um kvöldið á söngvakeppni mh og verð ég að segja að þetta var frekar góð skemmtun. Bæði voru kynnarnir fáránlega fyndnir (þeir voru bara heví tjillaðir og tókst að láta eins og þeir væru bara að spinna brandarana á staðnum (og kannski voru þeir bara að því, hver veit?)) og svo voru söngatriðin flestöll mjög góð. Mér fannst sérstaklega gott þegar einhverjar 3 stelpur tóku Krummi svaf í klettagjá við eitthvað lag með Simon og Garfunkel, en því miður fengu þær engin verðlaun (sem segir mér að þær hafi kannski ekkert verið það góðar heldur hafi stelpan í miðjunni verið rosa sæt, en ég veit það ekki). Engu að síður var ég mjög ánægður með sigurlag kvöldsins og hlakka til að sjá strákana rústa stóru keppninni.

Eftir söngvakeppnina tók við klukkutíma bjórkvöld (af því að keppnin var svo lengi) þannig að maður getur tæplega kallað þetta upphitun fyrir helgina. Hins vegar hitti ég þrjá pilta frá Skógum sem ég hef ekki séð mikið (þó misjafnlega mikið) og það var mjög skemmtilegt. Ég fékk svo far heim með einhverjum Atla og ég fann svona þegar við vorum að leggja af stað frá Gauknum að ég þyrfti helst að míga. Fyrir kurteisissakir hélt ég bara kjafti en það var áður en ég vissi að við þyrftum að skutla 2 öðrum áður en ég kæmist heim í breiðholtið. En þar sem ég er nú drengur góður, vænn og kurteis, þá vildi ég ekkert vera að biðja gaurinn um að stoppa bara til að ég gæti skvett vatni (öfugt við Arthúr sem getur ekki haldið í sér í 2 mínútur). Svo þegar ég komst loksins á ógeðslega klóstið í sameigninni heima þá fann ég eina mestu sælutilfinningu sem ég hef fundið þegar ég loksins gat fengið mér að míga. Ykkur kunna að virðast þessar upplýsingar óþarfar en ég vildi nú samt deila þessu með ykkur.

Að lokum vil ég hvetja fólk til að mæta niðrí Borgarleikhús á laugardaginn og láta mig vita hvenær það er að fara svo ég geti fengið far. Bæ.

miðvikudagur, mars 02, 2005

Ég fór í Háskóla Íslands um daginn til að hjálpa mér að ákveða hvaða háskólanám ég ætla að leggja stund á í framtíðinni (í haust). Til að gera langa sögu stutta þá hjálpaði þessi heimsókn ekki neitt því það er fullt af hlutum sem ég er núna að spá í. Þið ágætu lesendur lumið kannski á góðri hugdettu fyrir mig? Möguleikarnir sem ég sé í stöðunni núna eru þessir:

1. Verkfræðinám (þá annað hvort iðnverkfræði eða umhverfist og bygginga).
Kostir: Góðar tekjur ef mér tekst að klára námið og miklir atvinnumöguleikar. Mjög gott félagslíf, sem þýðir að þótt ég læri ekkert þá get ég allavega haft gaman.
Gallar: Þetta er moðerfokking erfitt nám og maður á víst að þurfa að vera annað hvort í Háskólanum eða í Þjóðarbókhlöðunni allan daginn að læra... like, no way josé! Eiginlega búinn að fá nóg af þessari súperstærðfræði eins og stærðfræðigreiningu.

2. Fjölmiðla og ferðamálafræði
Til útskýringar: ferðamálafræði er 60 eininga nám og fjölmiðlafræði 30 ein. Þess vegna gæti verið sniðugt að mixa þessu saman þó að við fyrstu sýn kunni þetta að virðast ómixanlegar greinar.
Kostir: Þetta hljómar eins og mjög skemmtilegt nám og bæði fræðin eru eitthvað sem ég gæti hugsað mér að vinna mikið við.
Gallar: Að hafa tekið 27 einingar af stærðfræði í MH hér um bil til einskis. Mjög sjeikí hvað varðar tekjumöguleika. Veit ekki hversu auðvelt það yrði að fá vinnu hérna í bænum.

3. Íslenskunám og Íþróttakennaraskólinn
Til útskýringar: ok, sum ykkar eru kannski að hlæja ykkur máttlaus en þetta er eitthvað sem ég hugsaði mikið um þegar ég var að klára grunnskólann. Þetta gæti verið mjög góður grunnur fyrir íþróttafréttamennsku sem er eitthvað sem ég hef lengi viljað fást við (þá helst hjá blöðum eða netmiðlum frekar en sjónvarpi).
Kostir: Ég gæti fengið vinnu við eitthvað sem ég hef gríðarlegan áhuga á því bæði íþróttir og íslenskan eru mér mikið hugleikin. Tekjurnar gætu orðið ansi góðar ef ég fer í sjónvarpið og ef ég fæ hvergi vinnu get ég verið viss um að fá vinnu sem íþróttakennari. Stærðfræðinámið og íslenskunámið gæti ég líka nýtt til að kenna börnum fleira en íþróttir.
Gallar: Ef ég fæ hvergi vinnu og gerist íþróttakennari þarf ég að ná mér í ríka kellingu til að hafa efni á að borða.

4. Klámkóngur í Bandaríkjunum
Til útskýringar: Það að vera klámkóngur þýðir að maður er með ítök víða í klámgeiranum. Þá erum við að tala um kvikmyndir, blöð, strippstaði og þvíumlíkt.
Kostir: Ég væri að vinna við eitthvað sem ég hef töluverðan áhuga á og þekki aðeins til. Með mikilli vinnu gætu tekjurnar orðið góðar og ég fengi að umgangast fallegt kvenfólk í miklu magni.
Gallar: Svona þegar ég fer að hugsa um þetta þá held ég að þetta sé full subbulegur geiri. Það er örugglega mjög erfitt að koma frá hinu kalda Íslandi og ryðjast inná markað Hefners og félaga. Það þarf mikið hugrekki og áræðni, slatta af pening og aðeins betri hugmynd um það um hvað þetta snýst allt saman. Svo yrði ég örugglega litinn hornauga af þessum þröngsýnu eyjaskeggjum sem eiga að kallast landar mínir. Mamma yrði ekki hrifinn.

5. Atvinnumaður í fótbolta
Til útskýringar: Ég tel mig eiga ágætis möguleika á að ná þessu markmiði þar sem ég er byrjaður að mæta einu sinni í viku á æfingar með ÍR. Svo er ég líka í boltanum með félögunum á mánudögum.
Kostir: Atvinnumenn í fótbolta fá sjúkt mikinn pening og allar heitustu gellurnar.
Gallar: Ég myndi actually þurfa að mæta á fleiri æfingar en eina í viku og svo þyrfti ég að fara að lyfta (og það er akkúrat EKKERT gaman við það að lyfta lóðum).


Vonandi getið þið, lesendur góðir, veitt mér smá leiðbeiningar um hvert skuli halda á þessum krossgötum í lífi mínu.
Virðingarfyllst, "kannski aldrei Dr." Sindri.

þriðjudagur, mars 01, 2005

Ég hef ákveðið að blogga ekkert í dag.
Í staðinn vil ég benda fólki á síðuna hans Ragga tvíbura. Hún er svo geðveik að gellur blotna. Sjáumst.