Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, október 26, 2005

Jájá, það væri nú alveg frábært ef manni tækist að ná sér í veikindi svona rétt fyrir bústaðarferðina miklu. Ég er nefnilega kominn með eitthvað moskvumellukvef. Það skyldi svo sem engan undra því það er alveg frekar napurt veður í Reykjavíkinni þessa dagana.


Fólk er að tala um að það þurfi að koma í gang almennilegum almenningssamgöngum í borginni. Að fólk skilji bílinn oftar eftir heima og taki strætó, labbi eða hjóli eins og hægt er. Ég held bara að því miður sé allt of kalt á landinu til að þetta geti gengið fullkomlega upp. Og ég nenni ekkert að klæða mig í kuldagalla til að geta skroppið uppí skóla.


Ég sá forvitinlegan Kastljóss-þátt í gær. Forstjórar BYKO og Húsasmiðjunnar að deila um ástæður þess að fyrirtækin fóru af stað með "verðvernd" á nákvæmlega sama degi. Frekar hjákátlegt að sjá grey gaurinn hjá Húsasmiðjunni reyna að halda því fram að þetta gæti hreinlega verið tilviljun. Ég er allavega frekar á því að hann hafi ekki verið að segja alveg allt sem hann vissi. Smá sviti á efri vörinni segir meira en mörg orð. Ásdís Halla var hins vegar eins pottþétt og örugg og hægt er að vera. Helvíti nett gella þar á ferð verð ég að segja.

Annars er ég nefnilega búinn að vera að missa frekar mikið af fréttum síðustu daga. Íbúðin er ennþá í nokkuð lélegu ástandi en það er samt komin smá mynd á sjónvarpshornið. Svo er ég meira að lesa bækur en dagblöð þessa dagana.


Í stærðfræði í gær var ég að spá í hvort það sé tilviljun að orðin "fræðilegt" og "hræðilegt" ríma. Ég held ekki.


Jólin nálgast nú óðfluga og ég er farinn að hlakka til að sjá jólaljós lýsa mér leið á morgnana. Ég er ekki farinn að hlakka til að heyra alltaf sömu jólalögin*. Ég er farinn að hlakka til að borða matinn og opna pakkana (þó þeim sé farið að fækka). Ég er ekki farinn að hlakka til að finna gjöf handa fjölskyldumeðlimum. Ég er farinn að hlakka til að slappa af í nokkra daga. Ég er ekki farinn að hlakka til þess að þurfa að læra undir próf í öllum jólaundirbúningnum.


*Ég las í Fréttablaðinu í gær fyrirsögn um að Árni Magnússon (félagsmálaráðherra) ætlaði að "breyta lögunum fyrir jólin". Ég var svona líka hæstánægður með kappann, hélt að það ætti að fara að breyta jólalögunum og hafa gaman, enda er ég orðinn frekar þreyttur á þeim öllum eftir að hafa unnið í búð síðustu 3 jól. En neinei, þá var hann bara að tala um eitthvað skíta lagafrumvarp fyrir Alþingi.


p.s. Hlynur Hafliða vill skila kveðju til fólksins í netheimum. Hann er svona hress kallinn.

p.p.s. Hann býst við því að þið endurgjaldið kveðjuna.

mánudagur, október 24, 2005

Úr ýmsum áttum.

Já, (efalítið) langþráð færsla frá doktornum hefst hér með. Ég er að pæla í að fara í íþróttakennaraskólann.
Ha? Segja kannski sumir upphátt við sjálfa sig, átta sig svo á því að það er almennt litið hornauga að fólk tali við sjálft sig, og roðna niður í tær. En já, þetta er náttúrulega frekar mikið djók hvað það er fáránlega mikið að gera í skólanum. Ég bjóst alveg við bissí skedjúl en þetta er fullmikið af því góða.

Fyrstu einkunnirnar voru að detta í hús. Tvö miðannarpróf að baki, annað í eðlisfræði og hitt í tölvunarfræði. Fékk 7,5 í eðlisfræðinni og var svona líka hoppandi glaður með það. Vissi að ég hefði jafnvel getað gert betur. Sagði við sjálfan mig "hahaha, ja hérna Sindri minn, það skyldi þó aldrei verða verkfræðingur úr þér".
En svo kom einkunnin mín úr tölvunarfræði líkt og ískalt, rennblautt handklæði framan í túlann á mér, 3 komma 6.

Ég sé lítið annað í stöðunni en að ná meðvitundarleysi sökum ölvunar í heitum potti vestur í Borgarfjarðarsveit um næstu helgi. Það ætti að fá mig til að gleyma þessu gríðarlega áfalli.


Pro Evolution Soccer 5 er kominn út. Við fyrstu kynni finnst mér hann síðri en PES4. Sjáum samt til.


Ég er núna officialt fluttur í Skaptahlíð (ásamt familíunni). Helvíti fínt. Því miður er samt allt í drasli núna, kassar og skápar og skúffur og allt muligt liggur um alla stofu. Mér tókst samt að búa til lítið sjónvarpshorn og tengjast breiðbandinu, þannig að ég er góður.


Annars var ég að pæla í því um daginn að nú er að renna upp mánuðurinn þegar ég fer alltaf í ræktina. Nóvember er sum sé eini mánuðurinn á árinu sem ég eyði að einhverju leiti í ræktinni. Og ég tek alveg vel á því í þennan mánuð. Svo vel að það má sjá árangur, en þá er eins og að ég hugsi "jæja, maður getur þetta greinilega ef maður reynir á sig. Ég massa mig þá bara upp almennilega einhvern tímann seinna". Og auðvitað geri ég það svo ekkert.
En ég hugsa að ég sleppi ræktinni þennan nóvemberinn. Bolti 2x í viku verður að duga í bili.


Að endingu vil ég benda ykkur á eitt besta djók sem ég hef séð í langan tíma. Náið ykkur í DV í dag og tékkið á baksíðunni. Þar er fyndnasta auglýsing sem ég hef lesið á árinu, nefnilega auglýsingin um jólaböllinn. Jájá, ekki eitt 'n' heldur tvö. Vel gert strákar.

miðvikudagur, október 19, 2005

Stóri flutningadagurinn...

... er á föstudaginn. Þá flyst ég búferlum úr Breiðholtinu í Hlíðarnar. Svo skemmtilega vill til að ég er í afar mikilvægu prófi á föstudaginn frá hálffimm til hálfsjö. Það er u.þ.b. akkúrat sá tími sem foreldrar mínir hafa ætlað til flutninganna. Ef einhver þorir að leggja fram hjálparhönd án þess að ég sé viðstaddur þá væri það samt vel séð.

Um daginn fór ég að sjá fína ræmu sem heitir The Descent (svo heppilega vill til að þetta er bloggfærsla þannig að ég þarf ekki að kunna að bera fram nafnið á myndinni, eins og ég hef lent í vandræðum með). Fyrir mann sem glímir við tvo veikleika, lofthræðslu og innilokunarkennd, að þá er þetta u.þ.b. sú allra ósniðugasta mynd sem hægt er að velja. Ég skemmti mér samt prýðilega og myndin var ekki eins fyrirsjáanleg og ég hafði óttast.
Ég var reyndar með hinu besta föruneyti (þó ekki hringsins) þannig að það gæti spilað inn í jákvæðni mína.

Sá jólaauglýsingu frá IKEA um daginn og vaknaði upp við góðan draum, jólin eru að koma! Leit svo á dagatalið og vaknaði upp við verri draum, nei það eru nú enn rúmir 2 mánuðir í þau. 2 mánuðir uppfullir af lærdómi og þrældómi. Svei IKEA fyrir að hafa ruglast í ríminu og sett jólaauglýsingar í blöðin mánuði of snemma.

mánudagur, október 17, 2005

Ég hata þegar maður tekur ölið á þetta um helgar, gerir lítið sem ekkert í bókunum, tekur mánudagssturtuna á þetta og hugsar með sér "ja, hvað með það þótt maður slaki aðeins eina helgi?", og mætir svo í skólann og þá fær maður bara BAMM BAMM BAMM.
Og þegar ég segi BAMM BAMM BAMM, þá á ég við að maður gerir uppgötvanir á borð við:
1. Ég átti að skila "starfsferilskrá" í dag, sem er annað tveggja aðalverkefna í einnar einingar áfanganum mínum. Þessi eining virðist því vera að fjarlægjast.
2. Ég á að gera heimadæmi í stærðfræðigreiningu (sem er eitthvað sem er bara beyond stærðfræði) fyrir morgundaginn.
3. Ég á að taka miðannarpróf í eðlisfræði og tölvunarfræði á fimmtudag og föstudag.
4. Ég á að gera arðsemismat fyrir ákveðið fyrirtæki hér í bæ ásamt hópnum mínum í rekstrarfræði.

Ekki mjög skemmtileg vika að fara í gang greinilega, og hún nær hámarki þegar ég þarf svo að gera djöfullega eðlisfræðitilraun á laugardaginn. Pælið í ruglinu. Ekki laust við að maður sé aðeins farinn að finna fyrir álaginu sem þeir nefndu við mann í upphafi annar.
Þetta geta samt vart talist óyfirstíganlegar hindranir, og vitandi það að þeir sem eru með manni í þessu helvíti eru að ganga í gegnum nákvæmlega það sama, að þá hefur maður litlar áhyggjur.

Einn af þeim sem er með mér í þessari verkfræði er Hlynur Hafliða og hann er nú algjör sprellikall. Alltaf með einhverja djóka í gangi. Ég fékk bílinn hans lánaðan hjá honum áðan til að skreppa að hitta alvöru doktor. Áður en ég kvaddi Hlyn spurði ég hann hvort það væri nokkuð eitthvað sem ég þyrfti að vita um bílinn áður en ég færi að keyra. Hlynur sprellikall sagði eitthvað á þá leið að "beltið væri bilað og svo væru bremsurnar mjög lélegar". Vitandi það að hann Hlynur er nú mikill sprellikall hló ég nú dátt að þessum brandara. Þess vegna fannst mér svolítið undarlegt að mér skyldi ekki takast að festa beltið áður en ég keyrði af stað. Fullviss um að það væri líklega einhver fötlun hjá mér keyrði ég bara af stað. Svo var ég að koma inná Miklatorg á svolítilli ferð, og ákvað að fara að hægja á mér. Neinei, þá var það nú bara hægara sagt en gert, bremsurnar gerðu álíka mikið gagn og Krissi gerir í vörn í fótbolta. Þannig að ég sigldi bara inn í beygjuna á feiknaspani og aðeins guðs mildi að þakka að enginn varð í vegi fyrir mér. En allt slapp þetta nú fyrir horn.

fimmtudagur, október 13, 2005


Look at the green green grass,
you can stick it up your ass,
look at the blue waterfall,
it isn´t cool at all.
This fucking nature can fuck itself,
for an hour and a half.


Já, þetta ljóð samdi ég í enskutíma í grunnskóla þar sem við áttum að semja ljóð um náttúruna. Ég minnist þess ekki að hafa verið sérstaklega bitur ungur maður í grunnskóla, en annað mætti kannski halda útfrá þessu ljóði. Foreldrar mínir predikuðu heldur ekkert fyrir mér ágæti virkjana á kostnað náttúrunnar eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta hefur örugglega bara verið eitthvað djók hjá mér. Virkaði kannski ekki þá en ég get hlegið að því núna.

Annars langaði mig einu sinni afskaplega mikið að verða góður rappari. Og ekki einhver hvítur, íslenskur lopapeysurappari, heldur harðkjarna niggari sem rappaði um bitches in thongs. Sá svo fyrir mér að efnistök kveðskaparins myndu flykkjast að mér því hver fellur ekki fyrir því þegar um hann er kveðið?
Þetta lífsskeið tók samt tiltölulega fljótt af og ég veit ekki til þess að innra með mér leynist ennþá draumur um að verða næsti 50cent.

Ég stefni á djöfullega mikla drykkju næsta laugardag þannig að það er best að fara að læra eitthvað núna. Heyrumst og sjáumst dúllur og delar.

miðvikudagur, október 12, 2005

Hafi maður einhvern tímann viljað vera með stór brjóst þá er það í vissum dæmatímum hérna í skólanum (sko minn! Bara að passa sig að vera ekki of nákvæmur...). Málið er að það er ekki séns að fá aðstoð nema að kennarinn sé alveg örugglega búinn að aðstoða allar stelpurnar í hópnum áður. Og því miður þá eru alveg nokkrar stelpur í hópnum og því nóg að gera í að bíða hjá mér. Mér finnst þetta frekar lítið sanngjarnt, en ég verð samt að viðurkenna að ef ég væri kennari og flott gella og sveittur tölvugaur væru að rétta upp hönd þá myndi ég alveg pottþétt aðstoða gelluna fyrst.

Ég fór í bíó í gær og það var einhver mesta tímasóun lífs míns. Fellur í sömu kategoríu og The Pacifier (m. Vin Diesel) og myndin með Kevin Costner um konu sem finnst gott að drekka og fellur fyrir Costner. Já, þetta hefur verið svolítið þyrnum stráð bíómyndaár hjá mér. Það er ekki það að ég sé eitthvað lélegur í að velja myndir, en ég er bara maður sem fer stundum í bíó upp á félagsskapinn.

p.s. Ég var svona að pæla í nýja laginu með Bloddhound Gang, Foxtrot Uniform Charlie Kilo, hvað þetta nafn þýddi eiginlega. Svo fattaði ég að ef maður tekur fyrsta stafinn úr hverju orði fær maður hið margumtalaða orð FUCK. Mér fannst svo gaman að fatta það því annars meikar þessi titill á laginu ekkert sens. Já, þannig var nú bara það.

p.p.s. Og já, myndin sem ég sá heitir Bewitched. Ekki sjá hana.

mánudagur, október 10, 2005

Hey hó.
Djöfull leið þessi helgi fljótt. Kom litlu sem engu í verk öðru en að gera þriggja tíma eðlisfræðitilraun á laugardeginum. Laugardagurinn endaði einhverra hluta vegna með drykkju, sem var gaman, en það sem var ekki gaman var að reyna að læra eitthvað á sunnudeginum því það var bara ekki hægt. Er að súpa seyðið af því núna, mættur uppá bókhlöðu klukkan 8 þegar ég á að mæta í fyrsta tíma klukkan 1. En reyndar er fundur í hádeginu útaf hópverkefni sem við erum að vinna fyrir ónefnt fyrirtæki hér í bæ. Man það núna að kennarinn horfði sérstaklega stíft á mig þegar hann sagði okkur að ekkert efni úr þessu hópverkefni mætti fara á netið.

Eða kannski fannst mér það bara, enda með ólíkindum hvað mér tekst alltaf að skrifa eitthvað á bloggið mitt sem á bara alls ekkert heima á vef sem er opinn öllum. Það er stundum eins og ég gleymi því alveg að þegar ég skrifa að Guðlaugur Þór sé hommi, að þá er bara mjög líklegt að hann lesi þetta ef hann t.d. gúgglar nafninu sínu eða eitthvað slíkt. Ég blogga svo oft með það í huga að þeir sem lesi þetta drasl séu bara þeir sem að kommenta á færslurnar. Svo er maður bara að frétta af reglulegum lesendum sem að aldrei hafa kommentað, og maður vildi kannski ekkert sérstaklega að væru að lesa sumar af þessum færslum.

Nú veit kannski enginn um hvað ég er að tala en það sem ég vildi sagt hafa er að sumt sem ég skrifa hérna er eintómt bull og argasta lygi, ýkjur og dylgjur og fólk verður bara að drullast til að fatta það í stað þess að gleypa við öllu sem kemur hérna fram.

Og nú vitið þið kannski enn síður um hvað ég er að tala, eða skrifa, en ég veit það bara ekki heldur, bið ykkur vel að lifa og lofa dúndurgóðri færslu þegar ég verð betur vaknaður (líklega ekki fyrr en um næstu helgi, en þið fáið vonandi nokkrar lélegar þangað til).

miðvikudagur, október 05, 2005

Ég sá myndina Crash í gær. Hún er hörkugóð. Finnst hafa farið frekar lítið fyrir henni samt. Veit einhver af hverju? Púra rasismi kannski?

Svo er ég að spá í að kíkja á kvikmyndahátíðina en ég veit ekki hvaða myndir ég ætti að velja. Þær tvær myndir sem hafa vakið áhuga minn (ég hef ekki skoðað málið vel) eru danska myndin sem var opnunarmynd sýningarinnar, en hún ku vera verk sama leikstjóra og gerði Blinkende Lygter, og það er ein af uppáhalds kvikmyndunum mínum, og svo einhver mexíkósk mynd sem fjallar um kall sem fokkar upp einhverju mannráni en fær huggun í formi kynlífs hjá einhverri gellu. Mjög spennandi.

En endilega, ef þið vitið um eitthvað spennandi sem þið getið mælt með að maður kíki á um helgina þá megiði kommenta.

þriðjudagur, október 04, 2005

Jæja, það er nú alveg gott að vera í háskólanum þannig séð. En eitt er það sem fer alveg óhemju mikið í taugarnar á mér og það er hvernig veitingamálin eru á þessu svæði. 10000 manna samfélag fátækra námsmanna og samt getur maður ekki keypt sér máltíð án þess að þurfa að borga handlegg fyrir. Þess vegna er maður aðallega að taka nestið á þetta núna en mér finnst þetta samt skítlélegt að þurfa að vera á bíl til að komast í heitan og góðan mat á viðráðanlegu verði.

Í gær gleymdi ég nesti og ákvað að fá mér að borða á einhverju kaffihúsi hérna. Réttur dagsins var pottréttur með kartöflum. Ég ákvað að skella mér á svoleiðis ásamt kóki og þetta kostaði 950 kall. Ok, ég fékk nett sjokk því það var ekki eins og það væri hrúgað á diskinn hjá manni. Ég bjóst þess vegna við að þetta væri einhver gourmet matur en viti menn, þetta var bara eitthvað seigt beljukjöt sem hundur hefði ekki látið bjóða sér.

Ekki veit ég hvernig aðrir stúdentar eru að tækla þetta vandamál, og kannski finnst bara engum þetta vera vandamál nema mér með minn svanga maga. Ég veit bara að ég þoli ekki þetta kjaftæði.


--AÐVÖRUN--
--ALVARLEGA MIKIÐ FÓTBOLTADÓT--
Djöfull sem ég hata einspilara í fótbolta. Í alvöru. Það ætti að vera til sér íþrótt fyrir þessa fávita sem þurfa að drepa niður hverja einustu sókn með einhverju helvítis prinsessudútli. Og ekki misskilja mig, einstaklingsframtak er gott og gilt og hratt sól er mikilvægt í fótbolta, en ég er að tala um gaura sem stoppa efnilegar sóknir til að dansa fram og tilbaka framhjá varnarmönnum í algjöru tilgangsleysi. Já, ég er bara helvíti pirraður á þessu því að fótbolti er liðsíþrótt og það er alltaf skemmtilegast þegar boltinn fær að fljóta.
--FÓTBOLTADÓTI LOKIÐ--

p.s. já, ég þurfti bara að koma þessu frá mér með fótboltann, ég var orðinn illa pirraður í gærkvöldi og þetta eru einhverjar leyfar af því.

p.p.s. Haha, ég var að lesa auglýsingu þar sem stóð "Októberfest í stærsta tjaldi landsins fyrir utan aðalbyggingu Háskólans". Ekki vissi ég að aðalbygging Háskólans væri tjald. Já, svona er nú íslenskan magnað tungumál.

sunnudagur, október 02, 2005

Þegar ég er í þannig ástandi á ég það til að eyða heilu kvöldunum í að rúnta með Dagnýju og vinkonur hennar um borg og bí svo þær geti skemmt sér í partíum og drukkið án þess að hafa áhyggjur af bílfari eða leigubílakostnaði. Ég er einfaldlega svo góður gaur. Gærnóttin fór í þetta og meðal annars kíkti ég í, jahh, athyglisvert homma/útlendinga-partí sem var ekki alveg að gera sig fyrir mig. Ég hélt ég væri gjörsamlega laus við alla hommafóbíu*, fordómalaus með öllu í garð þeirra sem hneigjast að eigin kyni. Og ég tel mér trú um að ég sé það. En einhverra hluta vegna fannst mér það ein óhugnalegasta sjón sem ég hef séð þegar ég sá tvo homma (og ég er ekkert að tala um einhverja melló-homma, þessir voru sko flaming) kelast og slummast í þessu partíi. Og þetta kemur frá manni sem hefur... já...

Allavega, gærnóttin var ekki jafn skemmtileg fyrir mig og aðrar bílferðir með þessum stelpum hafa verið. Eitt skiptið vorum við að keyra Lækjargötuna þegar ég sé kunnuglegan gaur á hægri kantinum. Ég man að ég hugsaði með mér "hey, er þetta ekki Tryggvi Guðmunds? Nei, hann er náttúrulega á vinstri kantinum... Nei bíddu jú, þetta er Tryggvi Guðmunds!"
Þetta var kvöldið eftir landsleikinn á móti Króatíu, og kallinn hafði greinilega ákveðið að lyfta sér aðeins upp eftir tapið. Nema hvað að hann veifaði eitthvað til mín og að sjálfsögðu stoppaði ég fyrir honum og hleypti honum inn.
"Heyrðu, ég þarf að komast sem fyrst upp á Hótel Loftleiðir. Geturu nokkuð reddað mér?" Sagði maðurinn, og þar sem að við erum að tala um eitt af átrúnaðargoðum mínum þegar ég var yngri að þá var þetta ekki nokkur spurning.

Hann sagði mér svo á leiðinni frá því að allir landsliðsmennirnir hefðu átt að vera komnir upp á hótel fyrir klukkutíma, þannig að ég pumpaði gasið aldeilis á leiðinni. Ég vona samt að Logi landsliðsþjálfari hafi tekið í hann uppá hóteli því svona agaleysi gengur náttúrulega ekki. Svo var kvikindið með eitthvað helvítis skro uppí sér, það var þá fyrirmynd.
Annars fékk ég lítið að spjalla við hann á leiðinni þar sem að stelpurnar (fullar eins og þær voru) þurftu að tala svaka mikið við hann. Það var samt alveg skemmtilegt:
Stelpurnar: Ert þú svona fótboltakall?
Tryggvi: Já, ég spila fótbolta.
Stelpurnar: Ertu að spila með einhverju liði eða svoleiðis?
Tryggvi: Já, ég spila með landsliðinu og svo spila ég með FH.
Stelpurnar: Jaaaá, okkur finnst þú sko geðveikt góður. Þú ert alveg rosalega góður.
Tryggvi: En þið horfið ekkert á fótbolta. Þið eigið ekkert að vera að segja að ég sé góður ef þið vitið ekkert um það. Þá getiði alveg eins sleppt þessu og haldið bara kjafti.
Stelpurnar: Öhh, ok, þá ertu bara lélegur.


Ég var að pæla í að skúbba þessu í DV daginn eftir enda hrikalegt fréttaefni hér á ferð. Ákvað samt að sleppa því því ég fílaði gaurinn. En ég get svo sem bloggað um þetta núna því hann er alvarlega í ónáðinni hjá mér eftir að hafa skotið Fram niður um deild.


*Þetta er reyndar ekki alveg rétt. Ég hef stundum fengið það á tilfinninguna að ég sé með einhverja helvítis hommafóbíu. Eins og t.d. þegar ég var á háskólakynningu uppí HÍ og það var eitthvað borð þarna þar sem stóðu tveir gaurar og horfðu einhvern veginn glottandi á mig eins og þeir vildu að ég kæmi til þeirra. Staðráðinn í að kynna mér sem mest um háskólann gekk ég til þeirra og ætlaði að taka við bækling úr höndum annars gaursins. Skyndilega rann svo upp fyrir mér að þetta voru gaurar frá FSS (félagi samkynhneigðra stúdenta) og þá, án djóks, kippti ég hendinni til baka. Svona eins og að ef ég tæki við bæklingnum yrði ég samstundis samkynhneigður. Þetta var mjög vandræðalegt og asnalegt.

laugardagur, október 01, 2005

Mér finnst margir vera að skrifa svo ansi góðar færslur þessa dagana. Ferskleikinn sem var í bloggheimum þegar ég byrjaði á þessum fjanda virðist sannarlega vera ennþá til staðar og ótrúlegasta fólk stofnar nú bloggsíðu til að fylgja flæðinu. Þessu til sönnunar ætla ég ekki að nefna nein dæmi því ég er ekki að skrifa einhverja andskotans heimildaritgerð heldur bara nákvæmlega það sem mér finnst (eða réttara sagt það sem mig langar til, því ég skrifa ekkert alltaf það sem mér finnst, ef þið skiljið hvað ég á við (líklega ekki)).


Ég hef aldrei verið þessi týpa sem hugsar "hmm, í hvaða fötum ætti ég að fara út í kvöld?" og pæli í því eitthvað svakalega lengi. Hins vegar er eitt sem ég spái alltaf svolítið í þegar ég opna fataskápinn og það er það hvernig sokkum ég eigi að klæðast. Ég klæðist alltaf svörtum sokkum. Eða nei, reyndar klæddist ég einu sinni röndóttum og litaglöðum sokkum en ég fíla bara ekki að fá athygli í partíum fyrir það hvernig sokkum ég er í. Þess vegna er ég já alltaf í svörtum sokkum, svo það er ekki vandamálið. Hins vegar þarf ég alltaf að velja milli þess hvort ég vil fara í intersport-sokka eða svona þunna sparisokka. Þá þarf maður að taka tillit til ýmissa þátta því það er vissulega hlýrra að vera í intersport-sokkunum en á móti kemur að það er þægilegra að vera í þunnum sokkum þegar þannig ber undir að maður er ekki að drepast úr kulda. Svo er náttúrulega stórt intersport-merki á intersport-sokkunum sem er ekki mjög svalt. Venjulega verða því hinir þunnu fyrir valinu. Sé samt til í þessum kulda í kvöld.

Er ég einn um að spá virkilega eitthvað í það hvernig sokkum ég klæðist á djamminu? Mér finnst þetta nefnilega svo sjálfsagt umhugsunarefni...


Kvót dagsins er í boði Sigurrósar:


p.s. í Armeníu labbar maður bara upp að tjeddlingum og spyr þær hvort þær vilji koma að ríða ef manni finnst þær heitar. Þarft ekkert að vera fullur, gætir þess vegna bara verið að bíða eftir sexunni með þessari manneskju eða að hún er að afgreiða þig á vídjóleigunni. Þessi fróðleiksmoli var í boði pabba (kominn á fjórða bjór).

p.p.p.s. munið að dæma ekki fólk eftir bloggum þeirra. Menn eru ekkert endilega pervisnir þótt þeir skrifi um brjóst og brunddollur endrum og sinnum.

p.p.p.p.s. ef einhver finnur p.p.s.-ið þá er ég að leita að því.