Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

laugardagur, febrúar 25, 2006

Sagan af gleraugunum hans Magga

Einu sinni voru gleraugu sem hétu Gler. Gler voru með fagurgráum spöngum og umgjörð sem sást ekki, og voru úr hreinu títaníum. Mörg önnur gleraugu öfunduðu hreinlega Gler, því þau vissu að Gler voru mjög verðmæt gleraugu.

Einn dag, fyrir svona 3 til 4 vikum, voru Gler á ferð með eiganda sínum, honum Magga. Maggi hafði fengið far á fótboltaæfingu með Dr. Sindra, vini sínum. Af því að Maggi æfir ekki með Gler á nefinu þá ákvað hann að skilja þau eftir í bílnum. Gler höfðu samt engar áhyggjur, þau voru vön að bíða eftir Magga meðan hann sparkaði í bolta.

Þennan dag gerðist samt svolítið dularfullt. Þegar Maggi kom aftur í bílinn þá leit hann ekki við gleraugunum sínum. Hann bara hélt áfram að spjalla við þennan Sindra vin sinn og hundsaði Gler. Svo þegar Maggi fór útúr bílnum heima hjá sér, þá skildi hann Gler bara eftir í bílnum.

--Saga endar--

Þessi saga er byggð á sönnum atburðum. Fátt er vitað um afdrif gleraugnanna frá þessu augnabliki. Allir þeir sem ferðast hafa með Volvonum hans Sindra og telja sig vita eitthvað, bara eitthvað, um málið eru beðnir um að hafa samband við Sindra eða Magga eða bara kommenta á þessa færslu.

p.s. ef þið föttuðuð þetta ekki að þá gleymdi Maggi sem sagt gleraugunum sínum í bílnum mínum fyrir nokkrum vikum og ég hef ekki rassgats hugmynd um hvar þau eru. Eina sem mér dettur í hug er að einhver hafi óvart tekið þau útúr bílnum án þess að fatta það og muni svo ekki hvar hann fékk þessi gleraugu. Eða eitthvað. Mér finnst þetta allavega að hluta mér að kenna svo ég myndi meta það mikils ef einhver gæti hjálpað mér.

p.p.s. I, wanna rock and roll all night, and party every day!! En ég er að fara að keppa á morgun. Óskið mér góðs gengis.

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Djöfull sem ég hata að hafa rangt fyrir mér um hluti sem mér finnst að ég ætti að hafa vit á (gott dæmi er tippleikurinn í síðustu færslu). Ég verð alveg fjúkandi reiður í hausnum þegar ég er leiðréttur með suma hluti. Jafnvel þótt ég reyni mitt besta til að leyna því að þá held ég að fólk fatti það alveg (þótt það komi kannski ekki reykur útúr eyrunum á mér). Þess vegna finnst mér að fólk ætti að taka tillit til þess þegar ég hef rangt fyrir mér. Skiljiði? Fara varlega að mér og segja t.d. nærfærnislega "uuu, Sindri, ég held að það geti verið að það sé ufsilon í sögninni "að lýta" í þessu tilfelli" eða "neei, reyndar var það Hakkinen sem vann formúluna þetta árið... það stendur allavega á spjaldinu", í staðinn fyrir að hrækja þessum staðreyndum framan í mig með háðsglotti. Fattiði?


Jæja, ég hallast að því að það styttist í bílakaup hjá doktornum. Miðað við hvað ég horfi mikið í peningana (annað orðalag yfir að vera nískur) verður forvitnilegt að sjá hvernig það mun þróast.


Ég kveð að sinni Binni. Þarf bráðum að skutlast eftir blindfullum árshátíðardrottningum og koma þeim til síns heima. Djöfull var kærastan mín flott í kvöld. Þið hefðuð átt að sjá hana.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Jæja, meistaradeildin að byrja aftur í kvöld. Nokkuð ljóst að hún verður vart svipur hjá sjón nú þegar United er ekki með. Það má samt leika sér að því að spá í leikina og þess vegna ætla ég að vera með smá keppni. Ég segi ykkur hvernig ég held að leikirnir fari (1(heimasigur), x(jafntefli) eða 2(útisigur)) og gef mín rök fyrir því, en svo megið þið kommenta og segja hvernig þið haldið að leikirnir fari.
Sá sem verður með flesta leiki rétta af þessum 8 sem eru spilaðir í dag og á morgun fær drátt. Þið hafið mín orð fyrir því.

Svo here we go:

a) Real Madrid - Arsenal (1)
Pottþéttur 1. Arsenal hafa ekki verið að gera sig með öll sín meiðsli og Real verið að koma til í spænsku deildinni. Ekki það að allt getur gerst ef Henry tekur sig til.

b) Bayern Munich - Milan (x)
Verð að segja jafntefli á þetta. Erfitt að segja með Bayern en þýska seiglan á eftir að skila þeim a.m.k. jafntefli.

c) Benfica - Liverpool (x)
Býst svona fyrir fram við að þetta verði leiðinlegasti leikurinn. Ég hata Liverpool og get ekki með nokkru móti hugsað mér að setja 2 á þennan leik. Þess vegna segi ég jafntefli, örugglega 0-0.

d) PSV Eindhoven - Lyon (1)
Ahh, Hollendingar maður. Hata ekki að sjá þá spila sinn skemmtilega sóknarbolta. Tippa á að PSV taki þennan fyrri leik.

e) Chelsea - Barcelona (2)
Stærsti leikurinn og sá sem beðið er með mestri eftirvæntingu. Þetta Chelsea-ævintýri á þessu seasoni verður nú samt ekki magnaðra en það að ég held þeir tapi þessu einvígi. Barca vinnur þennan leik þótt leikið sé á Stamford Bridge.

f) W. Bremen - Juventus (2)
Bremen á ekkert erindi í þessa keppni. Burðarþol þýska stálsins er takmarkað og þeir láta undan þrýstingnum og, tjahh, tapa þessum leik. 2 á þetta kvikindi líka.

g) Glasgow Rangers - Villareal (x)
Forlan og félagar í Villareal eru ekki miklir vinir mínir. Set x á þetta því ég held að krafturinn í Rangers verði nægur annað kvöld.

h) Ajax - Inter (1)
Gríðarlega erfitt að spá fyrir um þennan leik, eins og reyndar alla leikina. Tippa á e.t.v. óvæntan heimasigur þar sem slen verður yfir leik Inter-manna sem vanmeta Hollendingana.


Jæja, hvað segiði svo sparkspekingarnir mínir?

p.s. Ég ætla líka að tippa á að svona u.þ.b. 95% lesenda minna hafi hætt að lesa um leið og ég sagði Meistaradeild.

p.p.s. Djöfull hata ég Liverpool-aðdáendur. Sáuði helvítis leikinn á laugardaginn? Never walk alone? Nei, ég vona ekki því þessir mongólítar þyrftu helst að hafa fólk í fullu starfi við að passa að þeir létu ekki eins og hálfvitar. Kastandi hamborgurum inná völlinn for crying out loud. Mér myndi ekki leiðast að sjá Benfica misþyrma þeim, en ég er ekki bjartsýnn.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Rúnk.

"Well I´ll be damned" var setning sem flaug um huga mér um daginn þegar Dagný og Edda Ósk sögðu mér frá dálitlu sem viðgekkst í Kópavoginum fyrir nokkrum árum. Jebbs. Málið er að fyrir nokkrum árum, ekki mörgum víst, heldur svona u.þ.b. 4-5 árum held ég, var þónokkuð um rúnkara hjá McDonalds-kirkjunni í Kópavoginum. Þ.e.a.s. það voru nokkrir (jebbs, ekki bara einn!) gaurar sem gerðu sér það til dundurs að mæta í skuggsælt holtið við kirkjuna og rúnka sér úti í náttúrunni á kvöldin fyrir augum allra sem leið áttu þarna um. Þeir voru samt ekki saman að rúnka sér, gerðu það í sitt hvoru lagi, en það voru víst fleiri en einn sem að sáust þarna. Að sögn stelpnanna voru þeir ekki neinum til ama að öðru leyti en þessu, þ.e. þeir gerðu ekki meira heldur en að vera þarna og rúnka sér og forðuðu sér víst ef fólk kom of nálægt.

Þetta finnst mér alveg fáránlega fyndið og eiginlega algjörlega ótrúlegt, en ég kalla stelpurnar góðar ef þær voru að ljúga þessu öllu. Best finnst mér samt að þegar hringt var á lögregluna til að koma þessum mönnum í burtu þá nennti hún aldrei að mæta strax (enda kannski ekki skemmtilegasta sem maður gerir að skipa fullorðnum manni að hætta að strokka sig og hysja upp um sig buxurnar).

Ég veit ekki hvernig þetta mál endaði en mér finnst að DV ætti að taka sig til og gera úr þessu forsíðufrétt; "Kópavogsrúnkararnir - hvar eru þeir núna?"
Vonandi væri þá hægt að taka viðtal við þessa gaura og komast að því hvað í andskotanum þeir voru að pæla að gera þetta. Coming to think of it þá hef ég reyndar aldrei rúnkað mér úti í náttúrunni, kannski er það alveg magnað. Rúnk er samt eitthvað sem ég vil bara hafa fyrir sjálfan mig en ekki fyrir framan kirkjugesti eða annað fólk.

p.s. djöfull væri það fokkt ef þær voru að ljúga þessu. Samt mjög skrítið að ég kannist ekkert við þetta. Ojæja.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Þið eruð kannski að velta fyrir ykkur hvað sé að verða um þetta blessaða blogg. Bloggleysið stafar af tímaleysi sem stafar af óheyrilega miklum fjölda verkefna sem fylgja skólanum. En svona er þetta nú bara.

Meistarinn er spurningaþáttur sem er sýndur á Stöð2. Stóra systir keppti í honum seinasta fimmtudag og tapaði. Henni hefur nú verið útskúfað úr fjölskyldunni.
Fyrir þá sem sáu ekki keppnina þá var hún að vinna 17-4 og tapaði svo 9-8. "HA?" segir kannski einhver, en málið er að það er hægt að taka svona áhættuspurningu í lokin og þá missir maður stig. Það gerði systir mín og staðan var 8-4 fyrir síðustu spurninguna hjá gaurnum sem hún keppti á móti. Í þessari síðustu spurningu má maður leggja undir stigin sín, annað hvort 1, 3 eða 5. Gaurinn lagði undir 5 stig til að geta náð systu. Er ekki eitthvað bogið við það að maður með 4 stig geti lagt undir 5 stig? Maður spyr sig.
En já, þetta þýðir að hálfa milljónin mín er farin út um gluggann. Ég bind þó enn vonir við að Jónas, sem keppir á fimmtudaginn, vinni því þá fæ ég 250k.

Allt er svo skipulagt hérna í verkfræðinni. Árshátíðin er 3.mars og það eru bara komnar upp auglýsingar um allt fyrirkomulag. Ég veit meiraðsegja hvað er í eftirrétt. Svolítið annað en í emmhá. Vona að þetta verði almennilegur djammer.


Að lokum, þá var ég að uppfæra linkalistann. Skellti inn link á boobies-vinkonur mínar og eyddi linkum hjá fólki sem er úti að slefa.


Hérna erum við Helga boobie, blindedrú á kantinum.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Tvennt sem mig langar að impra á.

1. Er virkilega í lagi að segja "til Silvíu Náttar" í staðinn fyrir "til Silvíu Nætur"? Sá þetta t.d. framan á DV um daginn og fór að pæla í þessu. Endilega uppfræðið mig.

2. Ég held það þurfi nú engan kjarneðlisfræðing til að sjá að tvö fyrirtæki sem selja sömu vörur geta ekki bæði boðið uppá 100% verðvernd. Það er eitthvað djúbíus við það. Ekki nema þá að þau selji allar vörurnar alltaf á sama verði. Og þá væri þetta nú farið að minna á bensínstöðvarnar.

En gaurinn sem svaf algjörlega óvart til 1 í dag þarf að fara að læra læra læra. Hafið það notalegt.

p.s. ég hata þegar Hemmi feiti á X-inu segir "þangað til næst, hafið það skítt!" Ég meina, hver ert þú að segja mér að hafa það skítt? Eins og það sé það sem ég þarfnast eftir tapleik í fótbolta eða tapleik í Pro eða, já, eða eitthvað enn leiðinlegra. Þess vegna bið ég ykkur lesendur að hafa það notalegt.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Sælar. Doktorinn heilsar ykkur hérna með fat lip og brjálaða strengi frá tám að pungi. Mér finnst eins og þetta blogg sé orðið eitthvað eintómt væl og vesen, en samt hefur heimsóknum fjölgað síðustu vikur. Ég set að sjálfsögðu beint samband þarna á milli og held áfram að væla eins og ég get.

Misserinn skellti sem sagt olnboganum framan í mig á æfingu í gær sem orsakaði feita vör. Ég var alveg frekar þreyttur á þessari æfingu eftir að hafa lokið við að spila í 90 mínútur 2 tímum áður. Sá leikur gekk alveg ágætlega, náðum allavega jafntefli. Djöfull var ég samt þreyttur í lokin, klárlega ekki orðinn 90 mínútna maður ennþá, en þetta hlýtur að koma.


Jájá. Hvað er fleira uppi? Ég er nú bara að reyna að teygja lopann þangað til Jónas nennir að skutla mér heim. En ég get sagt ykkur að ég fékk 5/30 fyrir teikniverkefni sem ég var að gera. Jebbs, allt er að fara í rugl hér í háskólanum. Skil vart boffs í neinu nema þá helst stærðfræðigreiningu. Vonandi er veikindum síðustu viku bara um að kenna.

Eitt að lokum: Er einhver sem les bloggið mitt ekki að fara að kjósa Silvíu Nótt áfram til Grikklands? Ég nefnilega fíla ekki svoleiðis fólk.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Lúgugellan 2006.

Ég held það sé kominn tími fyrir þessa keppni. Tíðarandinn gefur mér þennan fíling að fólk sé að kalla eftir þessari keppni. Keppni um það hvaða gella sé mesta lúgugellan. En hvað er keppni án tilnefninga? Ekkert, mikið rétt. Þess vegna ætla ég að hafa augun opin (í vísindalegu skyni sem sagt) næstu vikur þegar ég kem við í bílalúgum og reyna að finna gellur sem verðskulda viðurkenningu.

Og nú hugsa kannski einhverjir "hvaða hvaða? Á nú að fara að starta enn einni subbulegri fegurðarsamkeppninni?" Neionei, inn í þessa keppni spilar nú fleira heldur en pjúra fegurð. Nei djók. Samt ekki. Til að vera góð lúgugella þarf auk fegurðar að hafa til að bera lipurð í samskiptum og gott smæl, auk annarra þátta sem ég á erfitt með að koma fyrir mig hverjir eru. En þið skiljið hvað ég á við.

Svo mun ég útbúa viðurkenningarskjöl fyrir viðkomandi sjoppur með skilaboðum í þá átt að þar vinni stelpa sem sé tilnefnd til Lúgugellunnar 2006. Sigurvegarinn fær svo hamborgaralaga bikar. Nei djók, ég veit ekki með það, fer eftir því hvort ég fæ styrktaraðila.

En ég vil nota tækifærið og biðja lesendur að koma með tilnefningar til þessara merkilegu verðlauna ef þeir telja sig vita um góða lúgugellu. Þá verðið þið helst að segja mér hvar viðkomandi er að vinna og á hvaða tíma, svo ég geti kynnt mér málið.
Eina krafan sem viðkomandi gella þarf að uppfylla er að hún vinni í sjoppu með bílalúgu. Lyfjapróf verða ekki gerð á keppendum.

OK?


p.s. Að gefnu tilefni vil ég koma því á framfæri að þessi færsla er ekki skrifuð undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna.