Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, mars 27, 2006

Ég er farinn að hallast að því að maðurinn sem sagði að lífið væri skrítið hafi haft rétt fyrir sér. Allavega var þessi helgi frekar skrítin. Fyrir það fyrsta þá datt langbesti og langsætasti keppandinn útúr Idolinu á föstudaginn. Þvílíkur dómaraskandall af hæstu gráðu. Bara svo þú vitir það Ragnheiður Sara, ef þú ert að lesa þetta, að þá áttir þú það engan veginn skilið að detta út. Þvílíkt og annað eins lundarreykjadalskjaftæði eins og þessi úrslit voru, er vandfundið.

Laugardagurinn hjá mér fór í að teikna tæki til að tækla þessa þraut, sem er nákvæmlega jafn auðvelt og það hljómar, eða þannig. Um kvöldið var það svo ammæli hjá honum Bergi og þeim Sirí og Magneu. Sirí var mjög drukkinn, Bergur var helölvaður og Magnea endaði á spítala með áfengiseitrun um miðnætti. Þetta var mjög hresst. Ég held að ég hafi gefið bestu gjöfina en ég hef samt ekki fengið það staðfest ennþá.

Úr ammæli kíkti ég ásamt kærustunni minni (og Eddu Ósk) á Pravda til að tékka Hawaiian Tropic-gellurnar (því hvað er rómantískara?). Stuð og stemmó þar, enda stórt hlutfalla GENTS-meðlima mætt á staðinn, en við skötuhjúin fórum nú samt frekar snemma heim, í boði Krissa sem fær props fyrir það.

Tók þyrnirósarsvefninn á þetta til 4 á sunnudeginum, þannig að ég var ennþá með stírurnar í augunum á fótboltaæfingu. Það gæti hugsanlega útskýrt hvað ég var ógeðslega lélegur á báðum æfingunum sem ég fór á.


Ég hef tekið þá ákvörðun, reyndar bara núna í þessum skrifuðu orðum, að tækla skólann almennilega þangað til að hann klárast þann 15. maí eða svo. Góð byrjun væri t.d. að hætta að blogga í fyrirlestrum. Annað gott ráð væri að hætta að spila þennan leik, en ég virðist bara ekki geta hætt því. Segjum þetta gott í bili af þessu updeiti í milljón blaðsíðna ævisöguna mína sem kemur út á fimmtugsafmælinu mínu. Ég spái henni metsölu.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Hvernig tekst Felixi Bergssyni alltaf að vera svona hress og kátur? Ég veit að maður sér hann eiginlega bara í sjónvarpinu en mér finnst hann alltaf vera einhvern veginn svona náttúrulega hýr (hoho) á brá. Hefur það kannski eitthvað að gera með það að hann fer aldrei á túr, og að konan hans gerir það aldrei heldur?


Felix á góðri stund.

Ég veit ekki en ég fíla hann allavega fáránlega vel sem sjónvarpskall. Hann og Þorsteinn Joð eru líklega þessir bestu að mínu mati. Besta sjónvarpskellingin finnst mér hins vegar vera Svanhildur í Íslandi í dag. Annars er fátt um fína drætti hvað varðar kvenþjóðina í sjónvarpsþáttum landsins. Og með "fínum dráttum" á ég ekki við að þær séu ekki ríðilegar, mér finnst þær bara flestar velkjast um í flæðarmáli meðalmennskuhafsins (fer það mér að vera skáldlegur?).


Og tengt sjónvarpi þá vil ég líka taka fram að ég hef ákveðið að mér finnist Sigtið, nýir gamanþættir á Skjá einum, vera frekar skemmtilegir. Ég vil því hér með fara fram á að Skjár einn frumsýni þættina kl. 11 á fimmtudagskvöldum þar sem ég er á fótboltaæfingum frá 9 til hálfellefu.


Á morgun verður brúin mín (og Jónasar og Henna, en samt aðallega mín) prófuð. Þetta er sem sagt skólaverkefni sem ég impraði á hérna í síðustu eða þarsíðustu færslu. Hún á að þola um 20 kg. Ég er mjög forvitinn að sjá niðurstöðuna. Reyndar var ég svo að frétta það í dag að það væri pælingin að allir legðu bjór í púkk og þeir sem væru með bestu brúna myndu taka pottinn. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég nú kannski sett smá effort í þetta.


En, þúst, nóg um mig. Hvað segir þú?

mánudagur, mars 20, 2006

Þessi helgi var ein sú merkilegasta. Þessi færsla verður tileinkuð Helga tvíbba og þar af leiðandi helginni skipt upp í nokkra tiltölulega stutta atburði.


Á föstudagskvöldinu fór ég í púl og vann Krissa, sem var ekki mikið púl (ég er svo fyndinn). Eftir það, og já, reyndar líka eitthvað grillgrín með liðsfélögum úr boltanum, fór ég uppí Mosó til ástkonu minnar og hafði stuð. Einhverra hluta vegna vaknaði ég daginn eftir í mjóustu koju sem fundinn hefur verið upp með Barbie-ábreiðu ofan á mér, íklæddur nærbuxum sem ég veit ekki hvaðan eru ættaðar.


Á laugardaginn hafði ég hugsað mér að gera eðlisfræðiskýrslu. Þau plön gengu ekki eftir. Þess í stað glápti ég á fótbolta allan daginn og fór svo út að borða með Svenna og Ragga T. Með því hófst drykkja sem entist eitthvað fram yfir miðnætti. Fórum í "partý aldarinnar" hjá Gauja þar sem margt var um manninn og eitthvað um kvenmanninn. Gaman að hitta Halla aftur sem maður hefur ekki hitt lengi lengi. Sá piltur var nú einn sá skemmtilegasti sem ég þekkti á busaárinu í MH. Ég ákvað samt að vera skynsamur og fara snemma heim.


Á sunnudagsmorgninum, já morgninum NB, vaknaði ég klukkan 9! Svo skemmtilega vill til að þetta er í fyrsta skipti sem ég vakna fyrir hádegi á sunnudegi síðan ég hætti að vinna helgarvinnu í Intersport í sumar. Mér leið vægast sagt ömurlega. Alveg skringilega ömurlega. En hvað er nú betra að gera í sunnudagsþynnkunni en að fara og smíða brú með félögum sínum? "Uuu, alveg helvíti margt sko", hugsið þið kannski, og það er sko alveg rétta hjá ykkur. Hausinn á mér var ekki alveg að fíla að reyna að gera sér grein fyrir hvar mesta spennan væri í brúnni og þvíumlíkt lundarreykjadalskjaftæði. En á 5 klukkustundum tókst þetta nú samt og ekki seinna vænna, því ég þurfti að fara beint uppí bíl og þjóta uppí hafnarfjörð að spila fótboltaleik. Djöfull sem ég var búinn á því í leiknum en ég náði samt að skora gott skallamark. Gaman að því.


Nú er mánudagur og hann er búinn að fara allur í að gera eðlisfræðiskýrsluna sem ég átti að skila á föstudaginn. Dúndurstuð og stemmó sem sagt hérna á bænum. Ég held að ef helvítið hann maí eða í það minnsta páskahérinn fer ekki að láta sjá sig, þá beili maður á þessum skóla. Neinei, æjj, öhh, ég veit ekki. Later skater.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Gleðileg jól og góðan daginn. Haldiði ekki bara að kallinn hafi verið að halda upp á 1 árs sambandsafmæli með henni Dagnýju sinni á mánudaginn (ok, ég skal hætta að tala um mig í 3. persónu). 1 ÁR!! Heilt 1 andskotans ár (sem er búið að vera alveg yndislegt, án þess að ég vilji vera væminn)! Það er alveg hjúds að mínu mati. Svo er maður kominn með Volvo. Hvað næst? Börn og íbúð? Nahh, ég með mína spóaleggi held ég sé ekki alveg tilbúinn að standa á eigin fótum.

Kannski bráðum samt, hvað veit maður? En ég held að því miður geti það ekki orðið með Dagnýju. Ég var að ræða framtíðina við hana um daginn og þá kom í ljós að hún hefur engan áhuga á að sjá um alla eldamennsku, þrif og annað þvíumlíkt sem konur hafa séð um og eiga að sjá um. Þetta var svoldið slap in the face. Ég hélt nefnilega að þótt að konur væru komnar með svona atkvæðisrétt og svoleiðis og mættu vinna sumar vinnur sem karlmenn vinna, að þá ættu þær samt ennþá að sjá um þessi grunnatriði á heimilinu á meðan ég lep minn bjór og horfi á enska boltann (samt ekki ryksuga, það verður ekki ryksugað á mínu heimili á meðan fótbolti er í sjónvarpinu þeink jú verí næs). En neinei, svo virðist sem staða konunnar sé að færast frá því að vera við eldavélina og bara þangað sem að hverri og einni konu hentar. Pælið í brjálæðinu.

Ég er samt alveg búinn að átta mig á hvernig ég get leyst þetta, ef að við Dagný förum að búa saman. Þolstuðull minn gagnvart óhreinum diskum, skítugu gólfi og almennu drasli um alla íbúð er nefnilega ansi hár. Sé hann hærri en hjá Dagnýju hlýtur að enda með því að hún taki sig til og taki til (skemmtileg setning).

Þess vegna er kannski engu að kvíða og þessi pistill gjörsamlega gagnslaus og óskiljanlegur.


p.s. ég heyrði á FM áðan (engar áhyggjur, öngvi er ég FM-hnakki þó) að leikurinn "Hlustaðu á hljóðið" er kominn í gang. Potturinn var 370þúsund kjell og ég vissi nákvæmlega hvað rétta svarið var. Hringdi eins og moðerfokker en því miður án árangurs, því það kom svo í ljós að ég hafði haft rétt fyrir mér. Því miður fyrir fjárhag minn var það einhver göndulgleypir úr Grindavík sem hirti pottinn. Djöfull.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Pæling

Ég er búinn að kaupa mér bíl. Nánar tiltekið þá keypti ég bílinn af gamla settinu fyrir kúk og kanil og get þar af leiðandi núna ferðast frjáls um heim allan. Mig hefur lengi langað að eiga bíl og alltaf fundist það mögnuð tilhugsun að vita til þess að ef maður ætti bíl þá gæti maður kannski verið að keyra heim úr skólanum og allt í einu sagt við sjálfan sig "hey, mig langar í Brynjuís. Pæling að keyra bara til Akureyrar núna..." En núna veit ég betur. Það er nefnilega ekkert djók að eiga og reka bíl. Bensínið sem svona kvikindi eru að eyða er slíkt og þvíumlíkt, og svo segja mér mætir menn að alls konar viðhaldskostnaður bíði þess að hirða af mér allan peninginn.

Annar galli á þeirri gjöf Njarðar að ég skuli eiga bíl núna, er að ég fer örugglega seint aftur í strætó. Í strætó er nefnilega hægt að lenda í ýmislegu, og ef maður lendir ekki í neinu að þá er allavega hægt að nota tímann í að leitast við að svara lífsins spurningum, eða pæla eitthvað annað. Ég held samt að það að þurfa aldrei aftur að húka útí strætóskýli í þessum kúkakulda sem einkennir þetta land (9 gráður er kalt skiluru) bæti vel upp fyrir það.


En já, ágætlega bissí vikur í skólanum fram að prófum þannig að það er best að taka aðeins á því. Ég stefni samt á mikla drykkju næsta föstudags- og laugardagskvöld með tilheyrandi fylleríslátum og ölæði sem jafnan vill loða við mig.
Vonandi hafið þið það sem allra best dúllusnúllur. Kossar og knús.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Dísa úr Dalakofanum, vinkona mín úr sveitinni, ákvað að spreyta sig í söngvakeppni MH um daginn. Gáfuð stelpa eins og hún er ákvað hún að leitast eftir því að ég semdi fyrir hana íslenskan texta við gamalt, erlent lag sem hún hafði valið sér. Eftir rólegt bjór/pro-session fyrir nokkru lagðist ég uppí rúm með lappann og skellti í texta. Ég held því fram að þessi texti hefði skilað hvaða keppanda sem er vinningssæti. Því miður ákvað Dísa að þessi texti væri, einhverra hluta vegna, ekki við hæfi. En þið kæru lesendur fáið samt að njóta þess að lesa hann, þótt það sé kannski svolítið skrítið að lesa hann án þess að vita hvernig lagið er (þetta er eitthvað svona gamalt sveiflulag eða eitthvað). Gjössovel.


Sindri sæti
eftir Dr. Sindra.

Elsku Sindri þú ert eðalgaur
Ég vildi að þú værir einhleypur
Ég er svo ástfangin upp fyrir haus
Gerðu það hringdu þegar þú verður laus
Hey hey, Sindri minn
Ég gæfi allt fyrir einn koss á kinn.

Þegar ég sé hann dett ég alveg út
Segi ekki neitt en set á varirnar stút
Ég fæ samt ekkert kossaflens
heldur staðfest að ég á ekki séns
Hey hey, Sindri minn
Ég gæfi allt fyrir einn koss á kinn.

Þú ert það heitasta, í heiminum í dag
Og þvííí samdi ég, um þig þetta laAaag.

Ef ég fæ þig mun ég gefa þér
Allt það fegursta í heimi hér
Þú munt aldrei þurfa að biðja´ um neitt
Því ég mun elska þig svo ofurheitt
Hey hey, Sindri minn
Ég gæfi allt fyrir einn koss á kinn.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Meistaradeildin í kvöld og á morgun. Spennandi að sjá hvernig þetta klárast. Ég var nú svo slæmur í tippinu fyrir 2 vikum (hohoho) en ég ætla að reyna aftur og gá hvort ég reynist getspakari. Ykkur er velkomið að koma með ykkar gisk.

Barcelona vs. Chelsea (2)
Ég veit ekki af hverju, en ég hef það á tilfinningunni að þessi leikur fari í framlengingu. Hlakka til að specca þennan í kvöld.

Juventus vs. Werder Bremen (1)
Ítalarnir verða að vinna þannig að þeir gera það bara.

Villareal vs. Glasgow Rangers (1)
En guð hvað ég myndi vilja sjá Rangers taka þetta (og já, ég mun ekki segja "guð" aftur á þennan hátt, það hljómar frekar hommalega).

Inter vs. Ajax (1)
Þessi leikur er reyndar leikinn næsta þriðjudag en ég held maður bóki ás á þetta. Samt aldrei að vita.

Miðvikudagurinn:

Lyon vs. PSV (x)
Jájá, ok, ég skal viðurkenna það, ég hef ekki séð þessi lið spila einn leik á tímabilinu. Þótt Lyon eigi að heita sterkari að þá vita þeir náttúrulega að þeim dugar jafntefli.

Arsenal vs. Real Madrid (2)
Og Real kemst áfram. Niggah plís.

Liverpool vs. Benfica (x)
Hehe, neinei, þessi spá einkennist ekkert af óskhyggju frekar en raunsæi. Látið ekki svona. Liverpool þarf að skora sjáiði til. Það hefur nú ekki reynst þeim auðvelt að skora 1 mark í leik, hvað þá 2?

AC Milan vs. Bayern Münich (x)
Þetta er mjög forvitnilegur leikur. Ég myndi aldrei leggja pening undir á hann.


Jess, gúddíbæ þá.

p.s. Ég saug böll í burðarþolsfræðinni. Gaman að því.

sunnudagur, mars 05, 2006

Hlutir sem ég er að hata í augnablikinu.

1. Burðarþolsfræðipróf á þriðjudaginn.
Ég er alveg kominn með slatta mikinn skólaleiða og er engan veginn að nenna að læra fyrir þetta próf. Treysti bara á að löngunin til að læra fyrir það hellist yfir mig á morgun. Helvítis bull.

2. Að vinna aldrei æfingaleiki.
Þið vitið hvað ég hata að tapa, og jafntefli eru ekkert mikið skárri. Ég vona innilega að sigur verði staðreynd í leiknum dag. Annars gæti ég þurft að fá útrás með nokkrum góðum skriðtæklingum í Risanum í kvöld.

3. Fólk sem ryksugar þegar ég er að horfa á enska boltann.
Hvað er málið með svoleiðis lið? Er ekki hægt að drullukuntast til að gera þetta á einhverjum betri tíma? Sambýlingar mínir í framtíðinni verða bara að sætta sig við það að það er ekki ryksugað á laugardögum eða sunnudögum nema þegar Liverpool er að spila.

4. Þöggs sem vilja læti.
Fór t.d. á árshátíðina á föstudaginn og horfði upp á einhvern hálfvita og Grím espa hvorn annan upp. Það var reyndar kómískt, en líka leiðinlegt því ég vil ekkert hafa læti í kringum mig þegar ég sýp mitt öl. Þetta endaði reyndar ekki í slagsmálum en ég er alveg viss um að það var ekki vegna þess að Grímur hafi talið sig vanta mannskap, með mann eins og mig við hlið sér.

5. Hægðir.
Þegar ég var lítill fannst mér alveg heví næs að skíta. Það er alveg frægt kvót í fjölskyldunni þegar ég sat einhverju sinni á klósettinu við þessa iðju, og andvarpaði; "það er svo gott að kúka". En núna finnst mér þetta bara farið að vera leiðinda vesen. Kannski er það tímastressið sem fylgir nútímaþjóðfélagi sem að plagar mig, en mér finnst þetta skrítið. Kannski er toilettið hérna í skaptahlíðinni bara svona slappt. Verð að athuga þetta betur.

6. Kók.
Kóka kóla er gjörsamlega búið að ná tökum á mér. Ég get varla ímyndað mér heilan sólarhring án þess að fá minn skammt. Mín skilaboð til þeirra sem ekki eru þegar lentir í klóm þessarar táknmyndar kapítalismans: "Reynið að hætta smám saman að drekka kókið, því annars eigið þið á hættu að verða algjörir fíklar á svo stuttum tíma að þið takið varla eftir því".

7. Fartölvan mín.
Hún tekur allt of langan tíma af mér.

8. Gents-fundir.
Eða öllu heldur skortur á þeim. Hvað er að gerast? Ég vil fara að rífa í mig eina góða steik með góðu víni og geðveiku kompaníi (rím! nei, ok, næstum því). Koma svo!Ég er greinilega í svona hörkugóðu skapi að mér tekst ekki að fylla topp 10 lista yfir hluti sem ég er að hata í augnablikinu. Vonandi líður ykkur líka svona vel kæru lesendur.

föstudagur, mars 03, 2006
Alltaf gaman í háskólanum.
Sjáumst.

p.s. hvað er metið ykkar?

miðvikudagur, mars 01, 2006

Það var nú heldur betur kominn tími á klippingu hjá mér þegar ég fór á þar til gerða stofu í dag. Kollurinn er öllu álitlegri núna þótt ég hafi haldið smá lubba. Mér finnst eiginlega óskiljanlegt að fólk skuli ekki hafa verið búið að margsegja mér að drullukuntast í klippingu, með þennan hárflóka sem ég var með. Er ykkur alveg sama hvernig ég lýt út?

Núhh, það er alltaf ákveðin lífsreynsla að fara í klippingu. Þetta skipti var með þeim skemmtilegri. Ekki nóg með að klippikonan og hinn gaurinn sem hún var að klippa (hann var í einhverri strípumeðferð á meðan hún klippti mig) hafi verið með svaka skemmtilegt spjall í gangi heldur fékk ég að njóta undurljúfra tóna einhverrar lítillar stelpu sem söng "Til hamingju Ísland" a la Silvía Nótt, á meðan ég lét klippa mig.
En já, eitt og annað var nú spjallað þarna eins og gerist á klippistofum og barst umræðan einhverra hluta vegna að öskudagsbúningum. Við getum sagt að það kom mér lítið á óvart að heyra gaurinn við hliðiná mér, sem er öryggisvörður, tala um hvað hann hefði drepið fyrir að fá að vera í "Spiderman-búning með svona tilbúnum vöðvum" eins og sumir strákarnir núna. Þetta ýtti alveg duglega undir þá steríóímynd sem ég hef haft af öryggisvörðum.


Í gær og fyrradag fór ég ásamt minni heittelskuðu Dagnýju að leita að jakkafötum fyrir mig. Ég held það sé óhætt að segja að eitt það allra allra leiðinlegasta sem ég geri er að versla. Mér finnst alltaf svo heitt inní búðum og fólkið sem er að afgreiða vera svo ákaft í að selja manni, yfirleitt er leiðinleg tónlist og já, við getum bara sagt að ég hefði líklega ekki eytt meira en hálftíma í þessa leit mína ef ekki hefði verið fyrir Dagnýju. Málið er að ef maður er með einhverjum þá er maður "stikk", þ.e.a.s. afgreiðslufólkið er ekki að bögga mann nærri eins mikið. Svo er Dagný líka svo skemmtileg.

Það tókst að finna jakkaföt en verr gekk að finna nógu góða skyrtu. Djöfull sem ég varð pirraður á þessari endalausu leit. Undir lokin var ég kominn á fremsta hlunn með að rífa mig úr enn einni misheppnaðri skyrtunni þannig að allir hnapparnir færu af. Svo áttaði ég mig á því að núverandi mösklaástand gerir það ekki alveg kleift þannig að ég sleppti því.


Nú eruð þið kannski að pæla; "ha? klipping og jack suit? hvað er í gangi?" Við því segi ég; "jú, sjáið til, árshátíð hjá verkfræðinni á föstudaginn. Reikna með góðri gleði þar."

Sjáumst.