Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, maí 29, 2006

Nýir tímar

Já nei, ég ætla ekki að fara að tjá mig um borgarpólitíkina eða neitt þvíumlíkt, heldur nýja tíma í lífi mínu. En fyrst ég er byrjaður þá get ég svo sem alveg getið þess að mér lýst ekkert á þá félaga Villa og Björn Inga. Lýst alveg ágætlega á hitt fólkið í sjálfstæðisflokknum, svona þá sem ég hef séð (fyrir utan náttúrulega Guðlaug Þór, en hann var ekki á lista, var það?), en þessi Villi gaur er ekki að virka vel á mig. Frekar að hafa þarna bakvörðinn úr Fylki eða megabeibið úr vinstri-grænum. En svona gengur þetta.


Já, en eins og á ömurlegu stefnumóti þá skulum við núna bara tala um mig. Það eru nefnilega nýir tímar að ganga í garð.
1. Ég er byrjaður að vinna. Dullegur strákur.
2. Þjálfarinn minn hjá Létti var að hætta... slæmt mál.
3. Ég er farinn að geta labbað án þess að finna til.
4. Við Dagný erum hætt saman.

1. Já, ég er sem sagt byrjaður að vinna og ég veit þetta hljómar kjánalega en ég þurfti að skrifa undir þagnarskylduplagg, þannig að ég get nú ekki bloggað alltof mikið um þetta. En þetta er bara svona hópvinna með nokkrum háskólakrökkum sem við fyrstu kynni virkuðu mjög fín. Þetta verður klassi.

2. Jájá, kallinn (ég sem sagt) er náttúrulega búinn að vera meiddur og það er ekki að sökum að spyrja að það stendur ekki steinn yfir steini hjá liðinu á meðan. Endaði svo bara með því að þjálfarinn sagðist ekki geta náð meira útúr liðinu og hélt sína leið. Það er drullufúlt því nú þarf ég að sanna mig fyrir nýjum þjálfara og hver veit nema það verði einhver geðsjúklingur sem setji mig í vörnina eða á bekkinn eða eitthvað álíka rugl.

3. Á morgun fer ég til dönsku sjúkragellunnar aftur og fæ að vita hvernig statusinn á mér er. Er að vonast til að hún segi að allt sé frábært og að ég ætti endilega að spila í Carlsberg-deildinni annað kvöld. Get ekki sagt að ég sé bjartsýnn.

4. Já, þetta var nú reyndar bara djók til að fá ykkur til að lesa áfram. Það er allt í sóma í oklahóma og ég er ekkert á leiðinni að hætta að elska þessa stelpu. En um leið og hún dömpar mér þá læt ég ykkur vita stelpur.


Mig langar að enda þetta á brandara en ég er bara ekki alveg að muna eftir einum í augnablikinu. Uuuuu, maðurinn hennar móðir Teresu, var hann algjör motherfucker?
Neee, ég hlýt að geta mixað eitthvað betra. Uuuuu, neibb, það er greinilegt að eitt ár í verkfræði er nóg til að gersneyða mann öllum húmor.

Luma lesendur á einum góðum?

föstudagur, maí 26, 2006

Gott ef maður er ekki bara að verða pínu þunglyndur á að vera með einhver helvítis meiðsli! Sjúkraþjálfarinn kvað upp dóm um að lærið mitt þyrfti 2 vikur í viðbót til að ná að gróa almennilega. Talaði eitthvað um að þetta væri vegna þess að ég væri með svo stóra lærvöðva og svona. Jájá, svona er þetta. Fékk svo í dag nudd á lærið frá einhverri danskri sjúkragellu, og gladdist yfir því að hafa farið í almennilegar brækur en ekki útslitnu hagkaupsafabrækurnar. Mér fannst þetta svolítið skrítin stund en reyndi að hugsa ekki um hvernig þetta myndi enda ef lífið væri klámmynd. Neinei, ég segi svona.

En það þýðir nú lítið að væla yfir einhverju svona því það gera nú bara tssjeddlíngar. Frekar ber að bölva í hljóði, fá sér bjór og berja í borðið. Það hef ég því verið að gera en ég verð hreinlega að segja að þótt bjórþambið sá ágætt þá er fótboltinn svo miklu miklu skemmtilegri.


Frá því ég flutti hingað í hlíðarnar hef ég tekið eftir því að gamall nágranni minn stendur oft hérna úti á stétt fyrir framan blokkina. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað fær manninn til að standa svona oft þarna úti, en í gær fattaði ég loksins um hvað málið snýst. Hann er nefnilega ekkert að standa, hann er að labba. Hann bara hreyfir sig svona fááááránlega hægt. Það er alveg drepfyndið að fylgjast með þessu. Varla þó efni í kvikmynd, en samt svoldið fyndið.


En já, ég ætla að fara út að hjóla á nýja fína hjólinu mínu eins og danska gellan sagði mér að gera. Heyrumst.


p.s. ég er náttúrulega eins og aumur pólitíkus að lofa ykkur bjartari bloggtíð en blogga svo aldrei neitt. Og sem aumur pólitíkus þá lofa ég bjartari tíð með blóm í haga strax eftir kosningarnar á morgun. Ætlar einhver að bjóða mér í kosningapartí, eða fylgist þið ekki með slíku?

sunnudagur, maí 21, 2006

Ok, kominn með Sýn þannig að það er allt reddí fyrir HM, sem hefst einmitt eftir 18 daga, 16 klukkustundir og 20 mínútur (þegar þetta er skrifað... reynir á reiknihausana ykkar að finna út hvað það er langur tími þegar þið lesið þetta). Nema hvað að á Sýn er sýnd íþrótt sem ég hef aldrei verið góður í og einhvern veginn aldrei áttað mig á hvernig fúnkerar. Nefnilega körfubolti.

Ok, í grunninn snýst þetta um að koma boltanum ofan í körfuna, og það skil ég vel, en þar sem ég ligg og horfi á NBA-boltann þá er alveg fullt af dóti sem ég skil ekki. T.d. þegar liðin eru að sækja, að þá fara 4 af 5 mönnum á einhverja ákveðna staði og standa bara þar og hreyfa sig voða lítið. En þessi eini gaur sem er eftir er sko aðalkallinn. Hann labbar bara rólega fram með boltann og með þannig svip á andlitinu að hann gæti alveg eins haldið á skilti sem segði "ég er Maðurinn, og ég er alveg fáránlega kúl". Og þessi gaur hann sér bara um allt (og hann er oftast með tyggjó, eins og silvía nótt). Ég skil ekki af hverju hinir gaurarnir hlaupa ekki bara útum allt þannig að varnarmennirnir ruglist bara í ríminu og hlaupi á hvorn annan og svona, og þá gætu þeir kannski fengið boltann og gert eitthvað sjálfir. Eða þá að skiptast allavega á að vera "aðalmaðurinn", svo allir fái nú aðeins að vera með.

Svo er annað með þessa íþrótt sem mér finnst alveg útriðið. Það er þetta mál með að mega ekki snerta andstæðinginn. Þegar ég var að leika mér í þessu í gamla daga var ég alltaf hataðasti maðurinn á vellinum því ég var alltaf að slá á hendurnar hjá andstæðingnum til að reyna að ná boltanum. Mér fannst náttúrulega óendanlega pirrandi að geta ekki skeitt skapi mínu með smá tuddaskap eins og maður getur gert í fótboltanum.

Og þegar maður horfir á NBA-boltann, að þá er erfitt að verða ekki brjálaður á þessum endalausu töfum og leikhléum og svoleiðis kjaftæði. Til þess að manni leiðist ekki á meðan að þá fær maður oft að sjá svona upplýsingar um hvað einhverjir gaurar eru búnir að skora mikið og hvað þeir eru stórir og þungir og svona. Alveg ótrúlega áhugavert, eða bara ekki.

Allavega, mér drulluleiðist að horfa á þessa íþrótt, sem er væntanlega ástæðan fyrir því að ég ákvað að skella inn þessari ömurlegu færslu.Annars er það bara að frétta af kjeeelllinum (mér) að ég meiddist í viku um daginn, fór á eina æfingu á fimmtudaginn og fór svo aftur á æfingu í dag, og viti menn! meiddist aftur... Jeeebbs, nú er maður bara tognaður framan á læri eins og einhver helvítis pussa. Óþolandi djöfull. Eins mikið og ég elska fótbolta þá hata ég meiðsli. Þannig er það nú bara.

Svo hélt ég júróvisjónpartí í gær og ef þér var ekki boðið þá er það væntanlega einhver misskilningur og biðst ég afsökunar á því. Skemmti mér hreint ágætlega og vona að sem flestir hafi gert það. Ánægður með að sjá Litháen fara svona langt í keppninni og að Íslendingar gáfu þeim 10 stig. We are the winners, of Eurovision!!

Þegar ég svo vaknaði í morgun tók við leiðindatiltekt og svoleiðis kjaftæði. Tína bjórdósir og svoleiðis skemmtilegheit í þynnkunni. Fann lyktina af hakkísakk-boltanum mínum langar leiðir, og rifjaði upp að á einhvern furðulegan hátt lenti hann ofan í glasi af ginogtónik. Sá svo poka fullan af dósum sem lak úr og var ofan á eldhúsbekknum. Rifjaði upp að mín heittelskaða ákvað þegar hún var orðin vel hívuð að vera fyrirmyndartengdadóttirin og fara að taka til. Það hafði sem sagt ekki gengið betur en svo að pokinn lá á hliðinni, ofan á eldhúsbekknum og slatti af bjórslefi hafði lekið á bekkinn. Gaman að því. Svo sá ég að snakkpokarnir mínir voru allir orðnir tómir þannig að ég var bara "ohh, djöfullinn, ekkert þynnkusnakk", en svo sá ég að það var ekkert búið að éta það heldur var búið að dreifa því útum allt gólf, þannig að það var alveg nóg til.


Nú jæja, Detroit virðist ætla að hafa þetta þannig að ég ætla bara að fara að slökkva á sjónvarpinu og koma mér þangað sem er gott að búa. Hafið þið það gott og endilega kommentið og segið mér hvað þið lásuð mikið.

p.s. ég held ég kjósi Samfylkinguna á laugardaginn. Væri samt alveg til í að hafa þetta þannig að það væru 2 atkvæði á mann, og maður gæti alveg ráðið hvernig maður ráðstafaði þeim.

miðvikudagur, maí 17, 2006

Gvöð minn góður hvað það er gott að vera búinn í prófum. Notalegasta tilfinning í heimi að þurfa ekki að lesa aftur í námsbók fyrr en í ágúst. Reyndar þarf ég að byrja aðeins fyrr að lesa núna í ágúst heldur en venjulega, því ég féll víst í að minnsta kosti einu fagi. Jebbs, 3 af 5 einkunnum eru komnar í hús:

Tölvuteikning: 3,5
Stærðfræðigreining IIB: 5
Eðlisfræði 2: 5

Aha, þetta er mellari uppá 4,5 sem er nú ansi hreint slæmt, en bara jafnvel gott miðað við það að ég lærði sáralítið heima á þessari önn. Fyrir jól var ég á bókhlöðunni nánast uppá hvern dag, en í vor fór ég tvisvar þangað. Segir sig sjálft að svona gengur ekki í verkfræðinni.

Ég er viss um að öllum líður betur að vita að ég get fengið svona einkunnir. Doktorinn bara mannlegur eftir allt saman. Þetta er náttúrulega ekki nógu gott en maður tekur bara á því næst. Eða einhvern tímann seinna. Eða bara ekki...


En lífið er sem sagt dans á rósum núna eftir að prófunum lauk. Smá vinna hér og þar við háleynilegt verkefni á vegum ríkisins en svo byrja ég að alvöru að vinna um mánaðamótin. Styttist í fyrsta leik í Íslandsmótinu sem verður næsta þriðjudag. Klappstýrur sem sagt vinsamlegast beðnar um að taka þann dag frá. Fyrsti leikurinn hjá Vinningsliðinu í Carlsberg-deildinni var hins vegar í gær og stóðu menn ekki undir nafni heldur gerðu 1-1 jafntefli. Þar er tvímælalaust um að kenna takmarkaðri þátttöku minni.Svo er það bara moðerfokking JÚRÓVISJÓN BEIBÍ á morgun. Reyndar líka æfing þannig að maður missir kannski af einhverjum hluta af þessu. En það verður engin æfing á laugardaginn heldur verður massívt júróvisjónpartei!! Spurningin er bara hvar, lesandi góður?

sunnudagur, maí 14, 2006

Prófin klárast á morgun og þá verður sko bloggað sem enginn verði morgundagurinn (eða sem sagt "ekki á morgun heldur hinn"-dagurinn, ef þið skiljið). En þangað til mun ég grúska í burðarþolsfræði en ekki blogga.

Vil samt koma því á framfæri að ég fór í ammæli til Krissu á föstudaginn og hitti slatta af fólki sem ég hef ekki hitt mjög lengi. Það var virkilega skemmtilegt. Svo varð mér litið niður og sá að ég var í hvítum íþróttasokkum af pabba mínum. Hvítir íþróttasokkar eru líklega það ljótasta í heimi og er ansi löng saga á bakvið það af hverju í andskotanum ég var í slíkum þetta kvöld. Virkilega óskemmtileg lífsreynsla sem ég mun reyna að gleyma.

Einni vil ég reyna að gleyma bikarleiknum á föstudaginn sem ég endaði á að geta ekki spilað vegna meiðsla (góð saga sem ég hendi inn seinna). Vinir mínir kærir í liðinu töpuðu nefnilega naumlega, sem þýðir að draumar mínir um að spila á ilmandi, nýslegnu Njarðvíkurgrasinu eru úr sögunni. En það þýðir reyndar líka að ég mun geta horft á Júróvisjón á fimmtudaginn, sem er gott.

Heyrumst á morgun, ótæpilega ölvuð.

mánudagur, maí 01, 2006

Ég fíla OC. Það er einn af föstum punktum tilveru minnar að stilla á Skjá einn á mánudögum kl. 8. Alltaf. Og ég fíla ekki að ná í þetta á netinu og horfa á allt í einu, það er fínt að láta viku líða á milli og melta allt dramað sem tekst að troða inní klukkutíma þátt. Það sem ég ímynda mér að geri gæfumuninn fyrir OC gagnvart öðrum unglingaþáttum er að það er eins og það sé einhver gaur, sem mér dettur í hug að sé rauðhærður, sem sér um að lesa yfir handritið og láta vita ef þetta er farið að verða of mikið rugl.

Svoleiðis gaur vantar t.d. fyrir One Tree Hill, sem er þáttur í gjörsamlega engum kontakt við hinn raunverulega heim. T.d. er þessi gaur Dan "the man" Scott, pabbi strákana, sem virðist bara vera pjúra vondur gaur með ekkert takmark annað en að vera vondur. Gengur engan veginn upp. Svo er það þessi Lucas gaur, sem virðist ekki vera með tippi. Mesta gellan í þættinum berháttar sig fyrir framan hann (sem ég leyfi mér að túlka sem svo að hún vilji eitthvað annað og meira en vera bara vinur hans) en neinei, hann segist ekki hafa áhuga af því að hann þurfi að vera skotinn í gellu sem vill ekki einu sinni vera með honum. Maður kemst ekki hjá því að hugsa "gaur plís, settu eistun í samband".


Ég nenni voða lítið að taka restina af prófunum en það verður víst að gera þetta. Ég er öllu spenntari fyrir 12. maí því þá er fyrsti opinberi leikurinn hjá Létti. Bikarleikur í 1. umferð VISA-bikarsins. Ég vænti þess að meirihluti lesenda mæti og styðji við bakið á mér og liðsfélögunum með söngvum og skiltum. Ég hef látið mér detta í hug nokkra söngva.

Sindri, Sindri, Sindri, Sindri
Sindri... Sindri...
Sindri, Sindri, Sindri, Sindri
Sindri... Sindri...
(lag: Ole, ole, ole...)

Hann er doktor, hann heitir Sindri
hann er sá besti
í heimi hér
hann skorar mörkin
og vinnur leikinn
já hann er bestur í heimi hér.
(lag: you are my sunshine)


Svo má náttúrulega taka klassíska íslenska kórinn á þetta og kyrja "áfram Sindri!" eða "áfram Léttir!" Treysti ykkur líka alveg til að finna upp á einhverju sniðugu. Sjáumst í Safamýrinni!

p.s. ef ég verð ekki í byrjunarliðinu þá er bara enn meiri ástæða til að syngja og setja þannig pressu á þjálfarann að ég fái að fara inná.