Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Ókei, ókei, ég viðurkenni það. Ég hef ekkert betra að gera en að skrifa smá á þetta blogg fyrir ykkur tussuhausana (nýtt orð sem ég lærði á Tene eftir að ég tók ekki Svenna með í Súpermarkaðinn... þú vilt ekki vera gaurinn sem gleymir að taka Svenna með sér í súpermarkaðinn).

Þessi ferð var merkileg fyrir margar sakir. 2 vikur af svita, ölvun, sól og sukki sem ég hef aldrei kynnst áður. Þ.e.a.s. hjá vinum mínum 7 sem ég kynnti hér á blogginu um daginn. Doktorinn telur það fyrir neðan sína virðingu að blanda geði við bakkus og var ég því allan tímann gjörsamlega edrú og ábyrgur. Eða nei.

Hugur minn er þjakaður. Ég hreinlega get ekki ákveðið hvernig í tyrkjadjöflanum (heeeeyyy) ég á að fara að því að koma því til skila hversu ótrúlega ljúf þessi ferð var. Ég kenni um þeirri litlu þjálfun sem maður fær í skapandi textaskrifum hjá Verkfræðideild HÍ. Eeeen, þið viljið nú samt örugglega lesa eitthvað turtildúfurnar mínar svo að ég ætla að skella inn, tja, nokkurn veginn svona örsögum úr ferðinni. Sem betur fer var ég svo edrú allan tímann að ég man allt fullkomlega og ef einhver ætlar að halda öðru fram þá hefur sá hinn sami örugglega verið peðölvaður. Megiru njóta... ljóta.


Drekk þig undir (flugvélarsætis)borðið.
Já, ferðin byrjaði með því að við helltum í okkur í limmósínu, og á flugvelli og svo loks í flugvélinni. Pabbi Magga Mourinho var svo heppinn að fá að sitja við hliðiná Helga og Magga Schmeichel alla leiðina. Eftir að menn höfðu dreypt á áfengi í svolítinn tíma var kominn mikill hiti í þá Jakob (pabba Magga) og Helga að fara í drykkjukeppni þegar við myndum lenda, þar sem að taparinn væri sá sem myndi deyja fyrst og myndi sá hinn sami uppskera negratippi í rass (þetta var hugmynd Jakobs). Ekkert varð þó úr keppninni en heyrst hefur að Jakob geti ekki beðið eftir að komast heim frá Tenerife til að klára dæmið. Helgi segist aldrei munu skorast undan.


Maggi og Ragnar skipta um ham.
Ég hafði aldrei séð fullari manneskju en hann Ragnar, fyrsta kvöldið okkar á Tene. Mér var hætt að lítast á blikuna þegar hann ráfaði til einhvers Breta og sagði við hann "God, I wanna stab some Spaniards". Sjaldan hef ég séð hræddari mann en þennan Breta, enda kannski eðlilegt því Ragnar var ekki árennilegur í þessu ástandi sínu. Hann var þó á einhvern óskiljanlegan hátt toppaður (botnaður?) í ölvun nokkrum dögum seinna þegar að Maggi tók sig til og drakk nógu mikið til að geta ekki borið fram nafnið sitt. Einhvern veginn tókst honum að komast niðrí bæ með okkur, en eins og sannir herramenn nennti enginn að taka ábyrgð á kvikindinu og því kom það í hlut hinnar brjóstgóðu Dagnýjar (ekki kærustunnar minnar, heldur stelpa sem var á hótelinu okkar) að fylgja honum upp á hótel mjög fljótlega eftir að við komum niðrí bæ. Skildist mér á henni að það hefði verið djöfullega leiðinlegt, með tilheyrandi dettum og djöfulgangi. Fyndið.


Síðasta djammið hans Sindra.
Síðasta djammið mitt ætlaði ég sko aldeilis að toppa Magga og drakk og drakk áður en ég fór á flakk. Það endaði með því að eftir fyrstu 2 redbúllana mína niðrí bæ var ég hlaupinn uppá hótel þar sem ég ældi eins og múkki svona 4 eða 5 sinnum. Það var ógeðslegt. Mér leið líka ömurlega þegar ég vaknaði. Það var líka ömurlegt að geta ekki kvatt fólkið sem maður var búinn að kynnast smá á djamminu, sérstaklega Denise, barstelpuna á aðalstaðnum okkar, en það er önnur saga.


Denise, barstelpan á aðalstaðnum okkar.
Jess, þessi stelpa græddi alveg fáránlega á mér. Hún labbaði um og seldi staup fyrir 3 evrur, og fyrsta kvöldið spjallaði ég aðeins við hana og fékk að vita að hún sjálf fengi aðeins eina evru fyrir hvert staup sem hún seldi og að það væru einu launin hennar. Þetta fannst mér hin mesta hneisa og borgaði því alltaf 5 evrur fyrir absinth-staupin mín. Dýrkaði líka hvað hún var alltaf að segja við alla að ég væri þessi kreisí Íslendingur, alltaf að drekka Absinth. Jeee, ég er fokking kreisí. Fór svo inná klósett og ældi... niiii. En já, næstsíðasta kvöldið var ég að spjalla við vinkonur hennar og þær sögðu að Denise vildi ríða mér. Ég var örugglega jafn hissa og þið eruð núna, en ákvað að fara með Krissa og spjalla við hana og spyrja hvort hún vildi í alvörunni ríða mér. Það var mjög hresst samtal:

S: Yes, so, uuu, you wanna shag?
D: What? Hahaha, ehhh, uuu, what?
S: You wanna shag?
D: Well... I´m working til 8 but maybe I can get off earlier tomorrow.
S: Yeaaah, 8 is too late... I have to get some sleep you know. See you tomorrow.
D: Ok, later you crazy thug.

En þetta var það síðasta sem ég heyrði af henni, því eins og þið munið fór ég heim og ældi eins og múkki kvöldið eftir. Ég reyndar man ekki hvað það síðasta sem hún sagði var en það gæti allt eins verið að hún hafi sagt "Ok, later you crazy thug" eins og hvað annað.

Svo að þið haldið ekki að ég sé algjör kúkur þá var þetta bara smá flipp, og Krissi getur kvittað undir það. Það er allt í góðu milli mín og Dagnýjar. Elska hana svaka klaka og veit ekki alveg hvernig ég á að höndla að núna sé hún bráðum að fara til Mallorca í 2 vikur.


Sindri Schumacher og skúbadæver.
Já, við gerðum nú margt til að skemmta okkur yfir daginn þessa daga. Fórum til að mynda í Go-Kart þar sem ég tók eftirtalda í nefið með vinstri; Hrói, Krissi, Ragnar Örn. Maggi rétt slapp. Menn geta skýlt sér á bakvið lélega bíla en ég minni á máltækið; Árinni kennir illur ræðari.
Við skelltum okkur líka í köfun í heilan dag. Það var alveg geðveikt og tvímælalaust eitthvað sem ég mæli með þótt það hafi kostað handlegg. Kannski var það svona geðveikt því ég var svo helvíti skeptískur í byrjun. Papparassarnir voru á eftir mér hvert fótmál þarna úti og með góðfúslegu leyfi tímaritsins Playgirl ætla ég að birta þessa mynd sem náðist af mér í kafi:


Sindri gefur fiskunum að borða. Það verður einhver að vera í því.

Sindri vinnur 17 þúsund.
Já, það var ekki liðinn sólarhringur frá því helvítis veseni að ég tapaði kortinu mínu, að mér tókst að vinna mér inn 17 þúsund kall í Casino til að minnka vesenið við það. Það var eiginlega mest Ragga T að þakka sem sýndi snilldartakta í að giska á hvort kúlan í rúllettunni myndi lenda á rauðum eða svörtum. Sjálfur tapaði hann öllum sínum peningum í 21 áður en hann kláraði fyrsta drykkinn sinn. Kvöldið eftir þetta mikla sigurkvöld fórum við aftur í Casino-ið og aftur gekk svona líka glimrandi vel með Ragga T mér við hönd, og var ég kominn með rúman 10 þúsund kall í hendurnar. Svo fór Raggi og með honum öll mín gæfa. Endaði á að tapa 2000 kalli og læra mína lexíu.


Miklu fleiri sögur detta mér í hug en ég er að hugsa um að geyma þær til betri tíma og skella mér í sturtu, setja á mig hið vel lyktandi hitakrem mitt (sem ég er orðinn háður), fá mér skyr (sem ég er óháður) og skella mér uppí ihihihihi Kópavoginn, eins og skáldið sagði.

Hafið það ljómandi og njótið þess að vera ekki bráðum að fara í sumarpróf því þið voruð svo slefandi heimsk að halda að þið mættuð taka með ykkur bókina í tölvuteikningarprófið en svo máttuð þið það ekki og skituð uppá bak.

Kyss kyss.

fimmtudagur, júlí 20, 2006

Jæja jæja. Kallinn er kominn heim og við tekur vinna og leiðindi... eða svo hefði maður haldið, en neioneionei!!! Frí eftir hádegi í dag og frí á morgun! Bara útaf því að það er svo "gott veður". Jájá beibís, prófið að fara til Tenerife og ég skal sýna ykkur gott veður. En maður kvartar ekki yfir fríinu skal ég segja ykkur sæta fólk.

Fullkláraði GENTS-færsluna hérna fyrir neðan núna rétt áðan. Loksins. Núna er bara að skella sér í Kringluna og ná sér í debetkortið sem týndist á Spáni, og versla í ísskápinn þar sem maður er nú einn heima. Skelli svo kannski inn færslu um fótinn á mér og hugsanlega um Tenerife-ferðina, ef vel liggur á mér.


Haldið ykkur hugsandi og ekki gleyma því að yfir ykkur flæðir áróður á hverju götuhorni og á hverri klukkustundu. Verið gagnrýnin, pælið í hlutunum og ekki vera eins og einhverjar vofur allt ykkar líf. Smá skilaboð frá doktornum.

Later skater!