Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Týpísk bloggtópik dagsins í dag:
Magni.
Supernova.
Kárahnjúkar.
KF Nörd.

Ég ætla hins vegar að hlífa viðkvæmum augum ykkar, kæru lesendur, við þessu því ef þið eruð eins og ég þá eruði komin með uppí kok af þessu dóti. Supernovaþættirnir eru fínir en það þarf ekki að fjalla svona ógeðslega mikið um þá. Kárahnjúkar eru fínir en það þarf ekki að fjalla svona ógeðslega mikið um þá. Og fyrsti þátturinn af KF Nörd verður sýndur í kvöld en ég er fyrirfram næstum því kominn með leið á þeim því þeir eru auglýstir svo viðbjóðslega mikið.

Djöfull er ég ömurlegur. Blogga um að ég ætli ekki að blogga um eitthvað og blogga svo um það. Svona er nú veröldin hverful.

Ég myndi vilja blogga meira en ég hef bara ekki tíma til þess. Þarf að útrétta aðeins og borða og svoleiðis. Það er reyndar ekki alveg satt. Ég hef alveg smá tíma til að blogga. En ég hef líka smá tíma til þess að prófa Tiger Woods-leikinn sem mamma og pabbi Dagnýjar voru að gefa mér í ammælisgjöf. En þið eruð alveg næst á forgangslistanum þannig að ekki örvænta, ég blogga betur bráðlega.

Skella bara fyrripart á þetta? Held nú það.

Magni er mikil ósköp í fréttum,
á manninn vill þjóðin augunum gjóa.Hafið það gott allar stundir.

sunnudagur, ágúst 27, 2006

Kæru vinir!

Sumrinu er að ljúka. Mér er skítsama þótt að hitamælirinn sýni ennþá tveggja stafa tölu, sumrinu lýkur í mínu hjarta með skólabyrjuninni. Skólinn hjá mér byrjar einmitt í fyrramálið með eldhressum stærðfræðigreiningarfyrirlestri. Maður bara iðar í skinninu að fara að glósa, eins og lífið liggi við, um tvinnfallagreiningu og fleira sjúkt spennandi dót. En er þá ekki tímabært að gera upp sumarið?

Sumarið 2006.

Ég var búinn að ákveða í vor að kalla þetta sumar FÓTBOLTASUMARIÐ MIKLA, en kaldhæðni örlaganna varð til þess að ég var meiddur allt sumarið og er þetta lengsti tími á ævinni sem ég hef eytt án þess að spila fótbolta.

Margur myndi halda að þetta hafi gefið mér gott tækifæri til að gera brjálað spennandi hluti og endurmeta líf mitt, móta glæsta framtíð doktorsins og leggja grunn að geggjuðu lífi. Í staðinn nálgast ég óðum það takmark mitt að klára EXTREME BLAST BILLIARD-leikinn, sem er lesendum að góðu kunnur. Metið mitt er 17. borð.
Einnig hef ég náð að spila mikið af Pro Evolution og tel mig orðinn fremstan landsmanna í þeim leik.

Ég hef náð að drekka ágætlega mikið og hjálpaði tveggja vikna menningarreisa til Tenerife mikið þar. Einnig tókst mér að lesa fyrir bráðskemmtilegt sumarpróf, sem ég á að vísu ennþá eftir að fá niðurstöðu úr, og fylgjast afar náið með heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Vinnan var að sjálfsögðu nokkuð fyrirferðarmikil eins og hjá öðru skólafólki og var ég bráðheppinn með vinnu og vinnufélaga. Algjör klassi.

Það sem ég sé hins vegar mest eftir varðandi sumarið er að hafa nákvæmlega ekkert farið út á land svo ég muni til, fyrir utan að hafa tvisvar væflast útí rokrassgatið sem Snæfellsnesið er. Ég sem hafði ætlað mér að heiðra Vestfirði með nærveru minni í fyrsta sinn, annað hvort með boltanum eða til að fara og spila mýrarbolta. Svo hefði maður viljað fara til Akureyris því þar er best að vera þegar sólin skín, og kíkja á æskuslóðirnar í Skógum og tékka stemmarann þar. En svona er þetta, margt fer á mis og svoleiðis (rím).
Einnig hefði ég viljað grilla meira og drekka meiri bjór en það ku nú ekki vera svo hollt svo það er kannski bara gott.


Örugglega er ég að gleyma einhverju varðandi sumarið en það verður bara svo að vera og ekkert við því að gera (rím). Rímandi um það að þá var ég einmitt að velta því fyrir mér um daginn hvað það ætti örugglega vel við mína gömlu sál að kíkja á hagyrðingakvöld. Ég held það sé ekkert heitara eða feitara í henni veröld en að skella góðum fyrriparti fram og fá drepfyndinn seinnipart tilbaka á nótæm frá einhverjum af þessum meisturum eins og Bjarna frá Möðruvöllum og Ómari Ragnarssyni. Ég tékka þetta einhvern tímann.


Hendi á ykkur fyrripart en þið megið alveg kommenta þótt þið getið ekki botnað. Hafið það gott og haldið kúlinu.

Sumarfríi lýkur senn,
sólin bráðum kveður.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Jæja. Einmitt. Þá er maður bara í fríinu góða og ég verð að segja að ég hef voða lítið að gera. Var að horfa á fyrsta þáttinn af 2. seríu af Prison Break, og verð að segja að ég er farinn að sætta mig við að málin skyldu ekki útkljáð í einni seríu. Maður hreinlega dýrkar þessa þætti og man ég ekki í seinni tíð eftir þáttum sem ég hef hrifist jafn mikið af.

Á árum áður var ég samt sjúkur í hina ýmsustu sjónvarpsþætti. Þar ber vitaskuld helst að nefna Baywatch, sem ég glápti reglulega á á laugardagskvöldum. Ást mín á fallegu kvenfólki hefur væntanlega haft mest um það að segja því ekki man ég til þess að þættirnir hafi verið sérlega góðir.

Fleiri þáttaraðir datt maður inn í, svo sem eins og Fjör á fjölbraut (eða High School High, eða hvað sem hann hét uppá ensku) sem voru alveg helvíti magnaðir og urðu til þess að ég beit það í mig að vilja heimsækja Ástralíu helst allra landa í heiminum.


Jájá, sjónvarpið maður. Alltaf hefur þetta orð haldið sér, enda mjög gott orð. Held það komi aldrei til þess að Íslendingar muni segja "ahh, ætli maður kíki ekki aðeins á tívíið og sjái hvort það sé einhver spennandi þáttur í gangi".


Ákvað að setja inn tittur hérna svo ykkur færi nú ekki að leiðast.

Svo ég fari nú yfir í eitthvað allt annað þá langar mig að tala um hlaup. Ekki svona hlaup sem maður fær sér í blandípoka, heldur langhlaup. Það vita það nebbla ekki allir en ég var alltaf efnilegur langhlaupari með helvíti gott úthald og góða þrjósku. Ég rifja þetta upp í tilefni Reykjavíkurmaraþonsins sem Glitnir hefur auglýst af miklum móð, og var þreytt á Menningarnótt. Mig langaði mikið til að taka þátt í því og rifja upp gamla takta, en auðvitað er ég ennþá meiddur eins og einhver aumingi.

Hlaupaferillinn hætti nú samt eiginlega þegar ég flutti inn fyrir borgarmörkin. Fyrirmyndirnar í sjónvarpinu, Kenýamenn flassandi rifbeinunum, voru ekki nógu spennandi svo ég ákvað að eyða tímanum frekar í fótbolta eða tölvu. En hver veit nema maður taki fram hlaupaskóna einhvern tímann og komi sér í form fyrir maraþon. Það væri helvíti magnað að klára eitt svoleiðis áður en maður dettur niður dauður. Verst hvað ég hata að tapa. Það þarf nú samt ekki endilega að gerast, við erum náttúrulega að tala um fjórfaldan Landsbankahlaupsmeistara, takk fyrir og góðan daginn.


Þá er maður búinn að brainstorma í dag. Bið ykkur vel að lifa og munið að tannbursta ef þið viljið ekki verða ljót og með tannpínu. Bæ.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Jæja, hversu margar færslur ætli byrji ekki á einu góðu "jæja"? Maður spyr sig. Menningarnótt er að baki og höfðaði hún ámóta lítið til mín, menningarmógúlsins sem ég er, og vanalega. Ég sem sagt nýtti mér ekkert af þeim fjölmörgu viðburðum sem eru um allan bæ. Enda var fótboltaseasonið að byrja í Bretlandi og af einskærri skyldurækni varð ég nú aðeins að fylgjast með því.


Annars hef ég verið að velta fyrir mér hvernig megi græða pening og datt í hug að góð hugmynd að fyrirtæki væri kannski málið. Þá var vandamálið að koma með hugmynd að góðu fyrirtæki. Mér datt tvennt í hug. Annars vegar að hrinda "jump to conclusion"-mottu-hugmyndinni, sem einn gaurinn í kvikmyndinni Office Space er höfundur að, í framkvæmd. Hins vegar (og mér líkar þessi pæling betur) að nýta sér gróskuna í fasteignabransanum.

"Ha?" Spyrjið þið undrandi. "Áttu við að stofna enn eina fasteignasöluna? Gleymdessu kall, Remax er að rústa þetta". En svar mitt er nei. Ég er með annars konar hugmynd.

Fyrirtæki sem sérhæfir sig í nokkurs konar "andfasteignasölu". Leyfið mér að útskýra. Þegar fólk fer að kaupa sér íbúð skoðar það íbúðina með fasteignasala sem dásamar allt sem hægt er að dásama í sambandi við íbúðina, bendir bara á björtu hliðarnar og sveigir hjá svörtu blettunum. "Raunsæissalarnir" myndu hins vegar benda á svörtu hliðarnar við fasteignina, og þar með auðvelda kaupandanum að gera sér betri grein fyrir raunverulegu ástandi íbúðarinnar og hversu vel hún hentar kaupanda.

Tökum dæmi.
Fasteignasali: "Þessi íbúð er með afskaplega nútímalegum svölum og frábæru útsýni."
Kaupandi: "Já, frábært. Kannski maður kaupi bara þessa íbúð."
Raunsæisgaur: "Bíddu hægur. 3 börn hafa dáið við að detta fram af svona svölum og 5 hafa hlotið varanlegan skaða vegna þess."
Kaupandi: "Ja hérna, þetta hafði ég ekki hugmynd um. Þetta er þá kannski ekki sniðugt enda erum við hjónin nýbúin að eignast tvíbura. Eins gott að við töluðum við ykkur raunsæisgaurana."

Eins og þið sjáið er þetta alveg frábærlega sniðug hugmynd og það er bara spurning hvort maður lætur þetta ekki verða að veruleika ef niðurstaðan úr tölvuteikningarprófinu verður eitthvað slæm, þegar hún skilar sér. Þið sjáið kannski líka að ég á erfitt með að finna gott starfsheiti fyrir fólkið sem myndi vinna við fyrirtækið. Kannski fasteignaráðgjafar? Hey, bíddu, er það ekki til? Eru svona gaurar kannski til nú þegar? Uggh, ég veit ekki. Djöfull er maður kreisí.


En hafið það gott og gefið mér eitt komment þótt þið hafið ekki nennt að lesa allt þetta sjitt. Síja.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Sælar stelpur og halló rest. Doktorinn heilsar ykkur hér helköttaður, nei herköttaður, nei, allavega nýkominn úr klippingu og svona líka helvíti nettur á kantinum og hress eins og Hemmi á góðri stundu. Nú jæja, hvað er uppi? Hvað er ekki uppi, segi ég. Kallinn bara búinn með helvítis sumarprófið sitt og vel gæti verið að maður slefi í þetta skiptið. Núna tekur við ljúfur letitími til 28. ágúst, þegar skúlen byrjar aftur.

Ohh, msn alltaf að trufla. Ég missi alltaf þráðinn.

Eeeeuuuu, allavega, hvar var ég? Hér? Ok. Svo er maður bara orðinn 20 ára og ég fullyrði að það er alveg helvíti skrítin tilfinning. Auðvitað var ég svoldið að djóka hérna í síðustu færslu með það hvernig ég héldi að hlutirnir myndu breytast, en mér finnst ég samt aldrei hafa elst jafn mikið eins og þennan dag sem ég vaknaði 20 ára maður. Amma mín sagði mér líka að henni finndist þetta hafa verið stærsta aldursstökkið, eitthvað svo spes við þetta.

En ég vil þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt óskuðu mér til hamingju með afmælið. Frábært að fá allar þessar kveðjur. Ég hef hins vegar ákveðið að búa til svarta lista yfir helstu slúbberta sem töldu sig of mikil merkikerti til að muna eftir afmælinu mínu:


Svarti listinn.

Ásdís Björg Gestsdóttir, a.k.a. Dísa.
uuu, já, svarta listanum er lokið. Öðrum sem ekki óskuðu mér til hamingju er fyrirgefið á þeirri forsendu að ég hefi ekki þekkt þá nógu lengi eða að ég hef ekki haft samband við þau í lengri tíma. Sjáum til með Dísu.


Annars vona ég að þessi færsla hafi ekki verið jafn leiðinleg og landsleikurinn áðan. Það er þó líklega fræðilega ómögulegt. Bið ykkur vel að lifa og að vera dugleg að skrifa (rím) komment.

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Kæru nærsveitungar!
Það er komið að því. Ótrúlegt stökk fyrir ungan mann eins og mig, en í dag, sunnudaginn 13. ágúst 2006, er ég orðinn fullra 20 ára! Jeremías og félagar, það er jafnvel skrítið að skrifa þetta. 20 ára ha? Á maður ekki bara að fara að kaupa sér íbúð og þvottavél og eignast 3 börn? Djöfull er maður orðinn gamall.

20 árin hljóta samt í alvöru að vera tímamót. Tímamót að öðru leiti (fleiri leitum?) en því að ég geti keypt áfengi í ríkinu löglega. Mér finnst eins og lífið eigi að taka nýja stefnu núna. Ég eigi að fara að taka námið alvarlega, klæða mig fullorðinslega, segja dót eins og "jæja, hann ætlar að blása að vestan út vikuna segja þeir" og "það þykir mér nú svartur blettur á þeim ágæta bæ Akureyri, þessi unglingadrykkja sem alltaf er þar um verslunarmannahelgina", og vera duglegur að fara á listasýningar, í leikhús og á aðra menningarviðburði. Einnig finnst mér að orð eins og "geðveikt" og "kúl" ættu ekki að vera algeng í mínu tali. Svo finnst mér að ég ætti að hætta að vera með frelsi á símanum mínum, eins og fermingarkrakki, og fara að vera með reikning.

Já, spennandi ár er að ganga í garð hjá doktornum. 21. aldursárið og greinilega nóg að gera í að læra að vera svona gamall. Gaman að þessu.


Ef þið eruð alveg svaka fúl að ég skildi ekki bjóða ykkur í afmælispartí þá get ég sagt ykkur að ég er ekki búinn að halda svoleiðis, og mun ekki einu sinni fara að spá í það, fyrr en að þetta h*******, andskotans, djöfulsins sumarpróf er búið núna á þriðjudaginn.

Allar gjafir eru afþakkaðar að svo stöddu, enda vænti ég þess að þið hafið margt og mikilvægt annað við peningana að gera. Afmæliskveðjur og árnaðaróskir ylja mér hins vegar um hjartarætur og eru vel þegnar (konungs? ha? neeeei...).


Verið hress og kát!

mánudagur, ágúst 07, 2006

ég meina, er verkfræði málið? Svona þegar maður fer virkilega að spá í það, er hún þá málið? Ég treysti mér ekki til að svara þessu en um leið og ég kemst að niðurstöðu, og ef hún er jákvæð, að þá fer ég að læra fyrir þetta próf. Jess, hljómar vel. Later.

sunnudagur, ágúst 06, 2006

Þar sem ég hef litla nennu til að skella mér í prófalærdóm þessa stundina, eins og svo marga aðra stundina, hef ég eytt deginum í bíó og sjónvarpsáhorf. Gaman að segja frá því að ég keypti Boondock Saints á DVD á markaðnum í Perlunni fyrir nokkrum mánuðum, og myndin bara stoppar þegar það eru 10 mínútur eftir. Alveg frábært. Í geðveiki minni býð ég spenntur eftir að þessi markaður opni aftur svo ég geti farið og afhausað þessa hálfvita sem selja manni gallaða diska (þessi mynd hefur kannski ekki haft mjög góð áhrif á mig).

Jæja, ég hef svo sem ekki meira að segja. Best að fara að átta sig á aðferðum tæknilegrar teiknunar og hætta þessu kjaftæði. Ég ætla samt fyrst að fara út að hjóla og í sturtu, fá mér að borða og tékka svo prison break-þættina sem ég er að downloada. En þá tek ég líka á því í lestrinum Koma svo!

laugardagur, ágúst 05, 2006

Lífið er yndislegt sagði skáldið og það er eflaust rétt. Mér líður allavega ágætlega hér uppí rúminu mínu góða eftir ágætlega heppnað föstudagskvöld í borg óttans. Fór í vinnupartí sem heppnaðist mjög vel og var ég útbelgdur og sællegur þegar ég mætti svo á djammið í kvöld og hitti þrælheita faxa á kantinum. Bærinn var samt alveg frekar dauður á því en samt skemmtilegur (en jafnvel Ómar Ragnarsson er skemmtilegur ef maður drekkur nógu mikið).

En já, þið voruð nú kannski ekki að biðja um ævisögu mína þegar þið römbuðuð inn á þessa síðu í volæði ykkar og eymd. Ég skal segja ykkur good shit gossip!!! Nei annars, ég ætla að fara að sofa... bið ykkur vel að lifa og óska ykkur velfarnaðar um þessa helgi verslunarmanna (sem þurfa náttúrulega allir að vera að vinna svo verslanirnar græði á þessari helgi).

Kærustunni minni sendi ég þúsund kossa yfir atlantshafið. Ykkur hinum gef ég fæv. Stei sexí.

föstudagur, ágúst 04, 2006

Rækallans óheppnin eltir mig á röndum þessa dagana. Vantar bara að blogger neiti að publisha þessa færslu þegar ég verð búinn að skrifa hana.
(Nei mikið andskoti var þetta enskuslett og ömurlegt. Reynum aftur.)
Rækallans óheppnin eltir mig á röndum þessa dagana. Vantar bara að blogger neiti að birta þessa færslu þegar ég verð búinn að skrifa hana. Það verður þó bara að koma í ljós.

Óheppnisatriðin miklu.

1. Ég er ennþá meiddur á læri, en þess má til gamans geta að tognun á læri tekur yfirleitt um 3 vikur að lagast. Ég virðist hins vegar stefna á 3 mánuði í staðinn og spila engan fótbolta í sumar. Mig langar til að skjóta mig en hugga mig við það að það kemur sumar eftir þetta sumar... Ég er samt mjög pirraður yfir þessari meiðslaóheppni.

2. Það að geta ekki spilað fótbolta þýðir að ég hef meiri tíma til að gera ýmislegt, eins og til dæmis að hitta mína heittelskuðu kærustu. Hún hefur þó því miður tekið þá fáránlegu ákvörðun að vera farin til Mallorca með vinkonum sínum að djamma frá sér allt vit. Á meðan get ég bara knúsað koddann minn og velt mér upp úr því hvað ég er ógeðslega óheppinn.

3. Ég er búinn að vera með einhvern aumingjahósta í viku og er ekkert að losna við hann. Hlýtur að flokkast sem óheppni því það er ekki eins og ég hafi beðið um þetta.

4. Ég fékk frí í vinnunni í dag (ekki beint óheppni kannski) en fattaði rétt áður en ég sofnaði í gær (klukkan ca. 3) að ég átti pantaðan tíma hjá sjúkraþjálfara kl. 8:30. Það var ömurlegt að þurfa að vakna svona snemma á frídegi. Þegar ég kom heim ákvað ég að lúlla aðeins meira, en sökum þess hvað ég er svakalega óheppinn entist sá lúr til 16:00, sem þýðir að ég mun örugglega ekki geta sofnað fyrr en seint og um síðir.Já, eins og þið sjáið er lífið ekki beint dans á rósum hjá mér og mun ég taka við hughreystingargjöfum allan daginn á morgun því það er víst líka frí í vinnunni þá.
Hey, sem minnir mig á það, ég á afmæli eftir einhverja 10 daga (13. ágúst krakkar!). Djöfull er það gaman. Hugurinn skiptir öllu máli og verður hvert eitt afmælis-sms, komment eða hvaðeina metið jafn mikils og einhverjir pakkar.
Eins óheppinn og ég er get ég náttúrulega ekki haldið upp á afmælið mitt strax, því ég er að fara í ógeðslegt sumarpróf 15. ágúst og var ég einmitt að frétta að í verkfræðinni færðu bara 1 séns ef þú fellur í einhverju fagi. Gaman að því.