Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

miðvikudagur, september 27, 2006

Ég vildi að ég hefði þennan x-factor sem ég hafði þegar ég var hvað heitastur í blogginu. Eins og eflaust fleiri gera, þá tékka ég stundum gamlar færslur og þær eru eitthvað svo fyndnar og ferskar. Svo er líka gaman að sjá hvað hið ólíklegasta fólk var duglegt að kommenta á síðuna og bæta einhverju skemmtilegu við það sem ég hafði að segja. Annað hvort er þetta fólk algjörlega hætt að lesa hérna, eða sér ekki neinn tilgang í því að bæta við færslurnar mínar.
Já, þetta er skrítið. Það er bara núna eins og ég sé bara búinn með brandarana og sé álíka ferskur og spaugstofan. Kannski ný síða sé málið, byrja frá grunni, droppa doktorstitlinum og koma með eitthvað ferskt.

Eða kannski er bara málið að hætta þessu kjeeeftæði.


En að öðru. Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig það sé að vera rithöfundur. Græðir maður eitthvað á því að gefa út bækur hér á Íslandi (athugið að ég hef ekki minnsta áhuga á að skrifa bækur af einskærri hugsjón... monní monní monní)? Á hvernig bíl keyrir Hallgrímur Helga? Er Arnaldur Indriða set for life eftir að hafa skrifað allar þessar metsölubækur? Getur einhver svarað mér?
Ef ég skrifa bók þá held ég að sé allavega málið að detta oná einhverja internasjónal hugmynd. Kannski sögu sem að gerist í flugvél. Flugvélar eru voðalega internasjónal. Annars reyndist nú Bjartur í Sumarhúsum vera voða internasjónal. Jæja, ég er sosum ekki að fara að gefa neitt út um jólin, velti þessu aðeins lengur fyrir mér og verð kominn með skruddu fyrir þau næstu.

laugardagur, september 23, 2006

Systir mín góð er í heimsreisu. Síðast fréttist af henni í Suður-Afríku og leið hennar liggur innan skamms til Indlands og þaðan til 14 annara landa, þar á meðal til Ástralíu (sem er einmitt land sem ég hef lofað mér að heimsækja áður en ég dey).

Hálfbróðir minn kær, Kristján Þór, er ásamt konu sinni og krökkum að gera sér dælt við píu þá sem kennd er við Eþíó. Þar vinna þau kristniboðastarf í sjálfboðavinnu á þessum framandi afrísku slóðum.

Sjálfur var ég að klára heimadæmin mín og spila Pro Evolution.


En úr því að systir mín er í heimsreisu þá vil ég endilega segja henni frá því, fari svo að hún hafi nokkurn tíma til að lesa bloggið mitt, að ég skellti mér á nýnemaball Röskvu um síðustu helgi. Þar tók ég þátt í ljótudansakeppni, sem mér skilst að Anna Pála sé mikill meistari í, og þótti standa mig með prýðum. Hins vegar hafði ég litla hugmynd um að þessi keppni væri í gangi, hvar ég reyndi að dilla mér í takt við músíkina, og þess vegna kannski ekki sniðugt að hreykja sér af því.

Við bróðir minn vil ég segja, fari svo að hann hafi nokkurn tíma til að lesa bloggið mitt, að ég vil óska þeim hjónum innilega til hamingju með nýja, og þ.a.l. fjórðu bumbuna á Helgu Vilborgu. Greinilegt að kallinn er ekkert að skjóta neinum púðurskotum!


En já, mér finnst endilega að ég þurfi að fara að gera eitthvað magnað eins og þau systkin mín. Kannski kemur að því.

Ég bið ykkur lesendur vel að lifa og enda þetta með stöku sem er þessari færslu lítt viðkomandi.


Gaman er á góðu djammi,
gleðin jafnan fylgir þér.
Naflakusk er ódýrt nammi,
nóttin ber margt í skauti sér.

þriðjudagur, september 19, 2006

Já, mikið helvíti. Verð nú að segja að volvoinn er að taka sig mikið betur út með svona fansí appelsínugulan límmiða á númeraplötunni, í staðinn fyrir þetta græna ógeð sem er búið að vera á honum síðustu 2 vikur. Það kostaði þó sitt og er ég farinn að hafa örlitlar áhyggjur af núverandi pyngjustöðu, enda eintóm útgjöld núna og engin innkoma. Það er víst ekki beint lúxuslíf að vera námsmaður eins og þið hafið örugglega fattað á þessum endalausu Glitnis-námsmannaauglýsingum. Ef í harðbakkann slær ætti maður samt að geta fengið eins og eina millu frá meistaranum til að rétta úr kútnum þangað til námslánin koma í hús (svo fremi að ég rústi prófunum).

Nú spyrjið þið ykkur eflaust; "hægan hægan, af hverju kemur hér færsla dag eftir dag?", en ég var nú bara að drepa tímann á meðan nýjasti þátturinn af prison break kom sér fyrir í tölvunni minni. Núna ætla ég að kíkja á það kvikindi og bið ykkur vel að lifa!

sunnudagur, september 17, 2006

Halló kall´og bimbó segi ég nú bara. Góðan og blessaðan, brjálæðislega stressaðan. Ég hef svo sem ekki mikinn tíma til að blogga núna þar sem ég hyggst leggja land undir fót og kíkja á hina kynngimögnuðu tímamótaræmu; Þetta er ekkert mál, sem eins og alþjóð veit fjallar um ævi Jóns Páls Sigmarssonar. Hlakka mikið til að kynnast þessari goðsögn betur því maður veit náttúrulega sáralítið um hann. Jújú, hann var sterkasti maður heims og hann dó mjög ungur, en hvernig dróst hann inní lyftingar og hvað olli þessari maníu í kallinum að leggja stund á lyftingar og vaxtarrækt til skiptis? Já, vonandi fær maður einhver svör í kvöld. Eitt er víst að þessa kvölds mun ég njóta því ég er ekki búinn að fá bíópopp í alveg heillangan tíma.


Annars er ég frekar sár og dapur eftir úrslit dagsins í enska. Nenni ekki að væla meira yfir því og ætla bara að drífa mig í bíó. Sjáumst.


p.s. eftir á að hyggja er þetta líklega með 5 lélegustu færslum sem ég hef skrifað frá því herrans ári 2002. Hún er samt bara ágæt miðað við síðustu færslu þannig að ég læt þetta vera, en ég þarf virkilega að fara að finna upp á einhverju sniðugu fyrir þessa síðu.

fimmtudagur, september 14, 2006

Jájájá. Þótt ýmislegt hafi gerst frá síðustu færslu þá hefur líf mitt þó ekki verið jafn viðburðaríkt og líf Björns Inga framsóknarborgarfulltrúa. Haldiði ekki bara að gölturinn sá sé búinn að fá sér kött úr kattholti? HA? Finnst ykkur þetta ekki merkilegt? Vonandi ekki, og þá eruð þið sammála mér, en ósammála einhverjum göltum á fréttablaðinu sem bjuggu til stórfrétt um þetta. Jájá, þetta var bara ein af aðalfréttunum í Fréttablaðinu í gær. Ég verð bara að segja eins og er að mér finnst þetta álíka fréttnæmt og hlutir á borð við "kona kaupir bíl", "maður situr fastur í umferð" og "unglingur pantar pítsu". En sitt sýnist hverjum.

Annars fór ég svona í framhaldi af þessum vangaveltum að velta vöngum yfir því hvernig svona frétt verður til. Hringir fréttamaður í Björn Inga og spyr "hvað segir kjellinn? Eitthvað að frétta?" Eða hringir Björn Ingi uppá Fréttablaðið og segir þeim þessi merku tíðindi, að hann hafi ættleitt kött?

Æjji, ég ætla ekki að kvelja ykkur lengur með einhverju sem þið hafið engan áhuga á.


Ég veit þið hafið miklu meiri áhuga á líkamlegu formi mínu. Það var svo kalt úti á mánudaginn að ég ákvað að taka prufutíma í ræktinni í staðinn fyrir að fara út að skokka. Það er að sjálfsögðu í frásögur færandi, og það sem meira er að þá ákvað ég að reyna svoldið á handleggina og kassann í leiðinni. Það hef ég ekki gert í svona 3 ár en engu að síður gekk það bærilega. En viti menn! Enn þann dag í dag er ég gjörsamlega að drepast úr strengjum eftir þetta session! Við erum að tala um að hversdagslegir hlutir eins og að reima skó, skeina kúk, skrifa glósur og fleira og fleira er bara orðið fokk erfitt og sársaukafullt. Frekar fyndið.


Annars byrjar helgin á morgun með öllum sínum kostum og göllum. Veit ekki alveg hverjir gallarnir eru, en tvímælalausir kostir eru t.d. leikirnir í enska á sunnudaginn og vísindaferð á morgun. En eitthvað hefur misfarist hjá almenningi þessa lands að bjóða mér í partí þessa helgi. Vænti ég þess að úr því verði bætt hið snarasta. Hafið það gott.

fimmtudagur, september 07, 2006

Helgin bráðum nálgast hér
hafa ber í huga
að djamma, djús´og skemmta sér
svo lengi sem menn duga.

Klassagott er kláravín
kolla af öli líka.
Massagóð er mærin mín
og mögnuð hennar... sjúddirarirei
mögnuð hennar vinaklíka.

Já, bakkus brátt í leik mun skerast
þó í bænum verði napurt.
Ef lítið er hjá mér að gerast
bloggið verður dapurt.


Finnum samt uppá einhverju fönní þegar fram líða stundir.