Jæja, ég get nú varla hreyft mig þannig að ég ætla að skella inn smá helgaruppgjöri fyrir áhugasama.
Föstudagskvöldið hófst á helvíti góðu pókersessioni hjá meistara Hrólfi. Svenni hirti pottinn eftir auðvelda lokabaráttu við undirritaðan. Ég ákvað að ná mér í smá uppreisn æru og rústa einhverja af vinum mínum í pro evolution. Tapaði líka þar. Ég var því kominn í helvíti gott stuð þegar leiðin lá að hitta Krissa í Vökupartíi á hringbrautinni. Það var frekar leiðinlegt enda gerði ég þau mistök að vera með Röskvumerki í jakkanum mínum sem fólk misskildi sem svo að ég vildi ræða stúdentapólitík á föstudagskvöldi.
Við eyddum því sem betur fer ekki löngum tíma þar heldur héldum í bæinn hvar margt var um mætan manninn. Hitti Dagnýju mína fyrrverandi og margar af vinkonum hennar og þær voru í helvíti góðu stuði. Einnig hitti ég Jónas Örn Meistara hvar hann dillaði sér við dansmúsík á sveittum hlýrabol á sveittu svitaballi Röskvu. Þar var gaman og mikil gleði.
Mér tókst líka næstum því að lenda í fyrstu slagsmálunum mínum. Ég er náttúrulega búinn að vera svo duglegur í ræktinni og ég býst við að þegar það eru farnir að sjást á manni svona massívir mösklar, að þá halda menn að maður sé að leita að slagsmálum. En ég er nú ekki frægur fyrir að vera mjög aggressívur þannig að það varð nú ekkert úr því að tennur þessa ágæta fífls sem að var að bögga mig fengju að fljúga.
Ímyndið ykkur nú hvað ég gerði á laugardagskvöldinu. Ímyndið ykkur vel og lengi en ég er viss um að þið komist ekki að þeirri niðurstöðu að ég hafi farið að sjá grískan harmleik. Sú er þó raunin. Meistari Maggi Schmeichel bauð mér með að sjá sýninguna Bakkynjur. Þar fékk maður meðal annars að sjá tittur þannig að maður kvartar ekki. Fín sýning samt í alvörunni.
Í gærkvöldi fór ég svo á fótboltaæfingu í fyrsta skipti síðan í maí. Ég var svo viðbjóðslega lélegur að menn reyndu að sleppa því að sóla mig af sömu ástæðu og menn gera ekki grín að fötluðum. En þá er allavega auðvelt að bæta sig. Ég ætla líka að gefa mér meiri tíma áður en ég reyni á mig almennilega.
En já, sem sagt, eins og ég gat til um í byrjun þessarar færslu þá vil ég helst halda kyrru fyrir þessa stundina. Ég er nebbla alveg helaumur í ökklanum eftir að hafa misstigið mig meistaralega á æfingunni. Við getum sagt að líkaminn hafi verið aaaðeins á eftir hugsuninni í því tilviki.
lappirnar á Sindra hressar á kantinum. Hægri ökklinn fullur af sulli.Gaman að þessu.
Vonandi áttuði þið svona fáránlega viðburðaríka helgi kæru lesendur.
Í vikunni hyggst ég svo blogga um eitthvað annað en mitt daglegt amstur. Topic sem eru að koma sterk inn eru:
a) hversu stór brjóst eru of stór brjóst?
b) hveru fljótur getur maður verið að segja setninguna í a) 20 sinnum?
c) hver er tilgangur lífsins?
d) ætti doktorinn að leggja land undir fót í sumar?