Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

mánudagur, febrúar 26, 2007

Já nei nú er maður greinilega kominn með bumbu. Kvöldmatur kvöldsins í kvöld í boði pabba og mömmu var einhver samsetningur af gulrótum, lauk og káli. Ekkert kjöt. Bara grænmeti steikt saman á pönnu og speltbrauð með. Boðið var upp á vatn að drekka. Skilaboðin eru skýr; "farðu að hamra ræktina almennilega eða þú verður látinn éta gufusoðið grænmeti alla daga feiti kall." Annars er ég alveg að reyna að taka á því í ræktinni og hef í huga þessi spakmæli; "það ná ekki allir sem eru í fáránlega góðu formi að skvetta í Höllu Vilhjálms, en allir sem ná að skvetta í Höllu Vilhjálms eru í fáránlega góðu formi".

Annars eru bara búin að vera læti í skólanum og kenni ég þeim alfarið um hvað þessi síða er illa uppfærð. Einnig hefur mikið af mínum tíma farið í að undirbúa gestafyrirlestur á klámráðstefnu sem fara átti fram hér á landi en fokking Bændahöllin ákvað að klámfólk væri bad sjitt þannig að ég fæ ekkert að tjá mig. Efni fyrirlestrarins hjá mér var "ATM-ógeðslegt eða sexí?" Já, það er einn stór powerpoint-fæll sem farinn er í ruslið útaf því að borgarstjórann grunaði að þessir webmasterar væru viðriðnir barnaklám.

Ég fór í afmæli til Magga Mourinho á laugardaginn þar sem hann og Birna konan hans djömmuðu í fyrsta skipti síðan þau eignuðust sitt fyrsta barn í haust. Sagan segir að Maggi hafi endað þetta djamm ælandi oní baðkari og Birna þrífandi slettur eftir hann á ólíklegustu stöðum íbúðarinnar. Ég hins vegar eyddi kvöldinu ekki alfarið í að þamba Stroh eins og sumir (þótt ég hafi reyndar dreypt á bollu og bjór) heldur var meira í því að senda frá mér kynferðislega strauma því húsið var fullt af einhleypum stelpum. Eitthvað gekk það nú illa enda reyndist aðaltakmark mitt að lokum eiga kærasta og vera komið 4 mánuði á leið. Má kannski reikna með að maður hafi verið aðeins kenndur ef maður tók ekki eftir því?

En jæja, runurit með stöðubreytingum verður nú ekki til af sjálfu sér. Best að fara að læra. Nei djók, OC er bara að byrja. Bið ykkur vel að lifa.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Þá er það komið í ljós að Íslendingar hafa valið Eirík Hauksson til að syngja fyrir okkar hönd í júróvisjón í maí. Veit ekki alveg með þetta. Ég heiti því allavega hér með að halda snarflippað júróvisjónpartí þar sem ég mun persónulega syngja lagið hans Eiríks í karókí nakinn ef að þetta lag kemst í úrslitakeppnina. Einnig mun ég kjósa sjálfstæðisflokkinn og lifa skírlífi næstu 10 árin. Mér sem sagt finnst frekar ólíklegt að kallinn sé að fara að skila okkur í úrslit, en hvað veit maður? Ég hélt að Silvía myndi sigra evrópu.

Þessi helgi var annars ekki nógu góð. Fyrir það fyrsta var ég búinn að ákveða að hætta að drekka áfengi þangað til næsta laugardag og stóð við það. Einnig brá ég út af vananum og fór ekki í leikhús þessa helgina en ég er búinn að skella mér 3 síðustu helgar, menningarvitinn sem ég er. Svo fór ég í fótbolta áðan og lærið þurfti eitthvað aðeins að stríða mér en sem betur fer var það bara pínu stríðni sem ég held að muni ekki vinda upp á sig.

Annars er ég ekkert voðalega hress með þessa viku sem er að byrja hvað varðar námið. Sýnist að þetta muni verða hreint helvíti og sé alveg fram á að vera með bullandi samviskubit á meðan maður speccar leikina í meistaradeildinni. En auðvitað reddast þetta einhvern veginn, það er ekki málið.

p.s. mig vantar vinnu í sumar þannig að ef þið vitið um einhverja vinnu fyrir mig sem krefst lítils vinnuframlags en gefur 300k í aðra hönd þá megiði kommenta. Later.

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Nú er ég orðinn fullra tuttuga vetra og þarf að fara að hugsa minn gang. Hvað er til dæmis málið með þetta blogg mitt? Ég er bara að blogga um jullur og eitthvað álíka lítilvægt á meðan að t.d. Kristján vinur minn bloggar um feminisma. Ég bý ennþá hjá mömmu og pabba. Ég eyddi 5 klukkutímum í að spila tölvuleik með Magga í dag. Ég drekk hverja helgi líkt og 17 vetra djammdrusla. Ég skrópa í skólanum og nenni ekki að læra heldur redda mér með heimadæmi á síðustu stundu viku eftir viku. Og ekki er ég að vinna með skólanum, sem gæti orsakað þreytu og tímaleysi.

Nei, þetta er nú ekki alveg svona slæmt. En staðan er samt næstum því svona. Og hvað á þá að gera? Hvar hafa dagar lífs míns skipulögðum og skilvirkum verkum sínum glatað?
Ég ætla að fara út á land og hugsa þessi mál til hlítar. Hvar er ég? Hver er ég? Hvert stefni ég? Af hverju? Einnig hyggst ég komast til botns í pælingum á borð við "hvernig hófst heimurinn?" "hver er tilgangur lífsins?" og "ef maður mætti velja sér hversu margar stelpur maður væri með í rúminu hvað myndi maður þá vilja hafa margar?"

Ég stefni á að gera þetta 2. helgina í mars, í sumarbústað á Úlfljótsvatni. Je beibí.


p.s. ég samt get ekki hætt að velta þessu fyrir mér með stelpurnar í bólinu. Hvað myndi maður vilja margar? Er þetta bara eins og peningar? Ef maður mætti velja sér nákvæmlega hvað maður ætti mikinn pening þá er ekkert hægt að nefna einhverja ákveðna upphæð, þú vilt bara fá sem mestan pening. Ég meina, ég veit það ekki.

p.p.s. ekki halda að ég sé einhver fáránlega latur gaur eftir að þið lesið þessa færslu. Hún er frekar ýkt. En þessi dagur í dag er samt búinn að vera fáránlega mikið tjill. Doktorinn er nú búinn að vera dullegur í ræktinni t.d. og svo er maður alveg búinn að gera sitt í skólanum, örugglega meira heldur en margur annar. Hins vegar má fara að skoða þetta betur með að búa ennþá inná hótel mömmu. Svo er nú ekki slæmt að drekka eins og 17 vetra djammdrusla því þær torga nú ekki miklu. Og hver nennir að lesa færslur um feminisma þegar maður getur lesið um jullur?

p.p.p.s. í dag er Valentínusardagur en ég hef hvorki fengið leynileg né óleynileg ástarbréf. Ekki er þó öll nótt úti enn enda 4 og hálfur tími til stefnu. Gæti alveg verið að gellan í ræktinni (sem ég hef aldrei þorað að tala við) laumi einu ástarljóði í æfingatöskuna mína í kvöld, hver veit? Ef ekki þá ætla ég að ákveða að þessi Valentínusardagur er bara eitthvað fáránlegt concept frá Bandaríkjunum og til þess eins gerður að stórfyrirtæki geti grætt peninga af sauðsvörtum og fáfróðum almenningnum.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Ég er kominn með svona myspace-síðu. Hún er á slóðinni www.myspace.com/doktorsindri. Ég er reyndar ekki búinn að fullkomna hana með því að setja inn hinar ýmsustu og merkilegustu upplýsingar um sjálfan mig. Það skiptir heldur ekki máli því mér skilst að þetta myspace-dæmi snúist aðallega um það hver sé með flesta "myspace-vini".
Núna er ég kominn með 4 vinkonur en ekki einn vin, sem er frekar sorglegt. Mér til varnar þá hef ég nú ekkert verið voða duglegur að gá hverjir eru með myspace-síður. Ég nota frekar "látið fólkið koma til mín"-aðferðina, svona eins og ég geri þegar ég er að höstla á djamminu (afar árangursrík aðferð í gegnum árin).
Reyndar hafa nokkrar bandarískar kellingar sem ég þekki ekkert verið að hafa samband við mig í gegnum þetta myspace og viljað kynnast mér. Ástæðan gæti verið ein af þessum:
a) Þeim finnst ég svo ógó sætur á myndinni í prófælnum mínum.
b) Þær vilja kynnast manni sem er í ljónsmerkinu.
c) Þær eru nígerískir svikarar sem ætla sér að ná af mér öllum mínum peningum.
Ég samt cancelaði þeim útaf því þær voru feitar.


Annars hef ég lítið að segja. Ég er að reyna að hafa mig upp í að fara útí sjoppu og tippa á enska seðilinn. Það verður kaldur dagur í helvíti þegar ég fer og fæ mér kreditkort t en þá gæti ég einmitt tippað á netinu. Skil hins vegar ekki af hverju ég er ekki búinn að fá mér debetkort með svona kreditkortseiginleikum þannig að ég geti tippað á netinu. Það er kannski jafn gott fyrir fjárhag fátæks námsmanns að vera ekkert að því.

En ég á mjög erfitt með að hafa mig útí sjoppu því ég drakk svo mikinn bjór í gær. Skemmti mér afar vel í verkfræðipartíi sem og niðrí bæ en ég var alveg búinn á því og farinn heim um kl.3 eða 4 minnir mig. Ástæðan gæti verið lítill svefn nóttina áður því þá var ég að vaka eftir úrslitum stúdentakosninganna í ár. Þá sannaðist hið fornkveðna að þú vinnur stundum og tapar stundum, en þú vinnur samt oftar ef að doktorinn er með þér í liði. Röskva sem sagt náði hreinum meirihluta og ekki laust við að manni hafi fundist það þess virði að bera út kosningabæklinga um allt Hlíðahverfið, og þar á meðal til manna sem mér geðjast lítt á borð við Geir Sveinsson.

Annars var ég búinn að lofa að gera grein fyrir því hversu stór of stór brjóst væru.

Tvöfaldið þessi og þá erum við nokkuð nálægt því.

Góðar stundir.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Jæja, ég get nú varla hreyft mig þannig að ég ætla að skella inn smá helgaruppgjöri fyrir áhugasama.

Föstudagskvöldið hófst á helvíti góðu pókersessioni hjá meistara Hrólfi. Svenni hirti pottinn eftir auðvelda lokabaráttu við undirritaðan. Ég ákvað að ná mér í smá uppreisn æru og rústa einhverja af vinum mínum í pro evolution. Tapaði líka þar. Ég var því kominn í helvíti gott stuð þegar leiðin lá að hitta Krissa í Vökupartíi á hringbrautinni. Það var frekar leiðinlegt enda gerði ég þau mistök að vera með Röskvumerki í jakkanum mínum sem fólk misskildi sem svo að ég vildi ræða stúdentapólitík á föstudagskvöldi.

Við eyddum því sem betur fer ekki löngum tíma þar heldur héldum í bæinn hvar margt var um mætan manninn. Hitti Dagnýju mína fyrrverandi og margar af vinkonum hennar og þær voru í helvíti góðu stuði. Einnig hitti ég Jónas Örn Meistara hvar hann dillaði sér við dansmúsík á sveittum hlýrabol á sveittu svitaballi Röskvu. Þar var gaman og mikil gleði.

Mér tókst líka næstum því að lenda í fyrstu slagsmálunum mínum. Ég er náttúrulega búinn að vera svo duglegur í ræktinni og ég býst við að þegar það eru farnir að sjást á manni svona massívir mösklar, að þá halda menn að maður sé að leita að slagsmálum. En ég er nú ekki frægur fyrir að vera mjög aggressívur þannig að það varð nú ekkert úr því að tennur þessa ágæta fífls sem að var að bögga mig fengju að fljúga.


Ímyndið ykkur nú hvað ég gerði á laugardagskvöldinu. Ímyndið ykkur vel og lengi en ég er viss um að þið komist ekki að þeirri niðurstöðu að ég hafi farið að sjá grískan harmleik. Sú er þó raunin. Meistari Maggi Schmeichel bauð mér með að sjá sýninguna Bakkynjur. Þar fékk maður meðal annars að sjá tittur þannig að maður kvartar ekki. Fín sýning samt í alvörunni.


Í gærkvöldi fór ég svo á fótboltaæfingu í fyrsta skipti síðan í maí. Ég var svo viðbjóðslega lélegur að menn reyndu að sleppa því að sóla mig af sömu ástæðu og menn gera ekki grín að fötluðum. En þá er allavega auðvelt að bæta sig. Ég ætla líka að gefa mér meiri tíma áður en ég reyni á mig almennilega.
En já, sem sagt, eins og ég gat til um í byrjun þessarar færslu þá vil ég helst halda kyrru fyrir þessa stundina. Ég er nebbla alveg helaumur í ökklanum eftir að hafa misstigið mig meistaralega á æfingunni. Við getum sagt að líkaminn hafi verið aaaðeins á eftir hugsuninni í því tilviki.


lappirnar á Sindra hressar á kantinum. Hægri ökklinn fullur af sulli.

Gaman að þessu.
Vonandi áttuði þið svona fáránlega viðburðaríka helgi kæru lesendur.
Í vikunni hyggst ég svo blogga um eitthvað annað en mitt daglegt amstur. Topic sem eru að koma sterk inn eru:
a) hversu stór brjóst eru of stór brjóst?
b) hveru fljótur getur maður verið að segja setninguna í a) 20 sinnum?
c) hver er tilgangur lífsins?
d) ætti doktorinn að leggja land undir fót í sumar?

föstudagur, febrúar 02, 2007

Kæru lesendur.

Ég bið ykkur nú ekki oft um að gera mér greiða en ég væri til í einn núna. Í formi kynlífs. Nei djók. En ég væri til í að fá lag sem vekur upp einhverja fáránlega góða tilfinningu og ljúfar minningar hjá mér. Þetta lag heitir Bartender og er með hljómsveit sem heitir eitthvað á borð við Hed Pe. Ég veit að þetta hljómar örugglega alveg rosalega furðulega, en bara ef svo ólíklega vill til að einhver á þetta lag á tölvunni sinni og getur látið mig fá það (sem sagt lagið, ég er alveg góður) þá myndi sá hinn sami eiga feitan inni hjá mér. Takk fyrir.


Annars lýst mér ógeðslega vel á þessa helgi sem er að detta inn.