Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

laugardagur, apríl 26, 2008

Jæja, blóðþrýstingurinn er smám saman að lækka (hann hækkar þegar það er mikið að gera ekki satt?) hérna hjá ykkar einlægum. Búið að vera gjörsamlega ógeðslega mikið að gera síðustu daga og vikur við að gera verkefni, vera sexý, skila verkefnum og flytja fyrirlestra. Og já, taka eins og eitt lokapróf. En það er nú bara gaman að þessu því allt reddast á endanum. Það er bara sama þó að buxurnar séu löngu komnar niður á hæla, alltaf tekst manni að hysja nægilega vel upp um sig í tæka tíð. Þetta reddast samt misvel og, án þess að ég nenni að segja alla sólarsöguna, þá virðast vissir kennarar því miður hafa verið misnotaðir af forritara í æsku, sem aftur bitnaði því miður á einu verkefni hjá mér. En núna fer maður bara í að hlakka til prófanna.


Ég tók sjónvarpssófann á þetta í kvöld og hvíldi lúin bein. Skemmti mér stórvel yfir besta sjónvarpsefni landsins í dag, Svalbarða, og horfði svo á Ungfrú Reykjavík. Ég verð að segja að ég SKIL BARA EKKERT Í ÞESSUM FEGURÐARSAMKEPPNUM. Af hverju í andskotanum koma gellurnar fram á sundfötum ÁÐUR en þær koma fram í kvöldkjólum? Það er eins og að opna jólapakkann og loka honum svo aftur. Þvílíkt rugl. Svo virðist það líka vera sem að allir cameru-gæjarnir á Skjá einum séu brjóstamenn. Hvers eiga rassamenn að gjalda? Aldrei zoomerað á rassa en nóg var af blessuðum brjóstunum, jájá, það vantaði ekki. Þetta mætti bæta.


Ég hef ákveðið að venja mig af flippi fyrir asíuferðina í næsta mánuði. Ég hef áreiðanlega heimildir fyrir því að þeir þarna fyrir austan taki misjafnlega í flipp. Að maður geti átt á hættu að lenda í fangelsi eða fá karate-spark í punginn. Jebbs, hef mjög áreiðanlegar heimildir fyrir þessu.

Annars er þessi ferð orðin svo dýr að ég sé ekki aðra leið en að vinna í Lottóinu á morgun til að hafa efni á einhverju að éta þarna úti. Ætla að tippa á tölurnar 5-13-17-25-29, ekki stela giskinu. Ég er nokkuð sigurviss þar sem höstlaðgerðir mínar síðustu vikur hafa gengið álíka vel og mótmælaaðgerðir vörubílstjóra (heppinn í spilum/óheppinn í ástum-pælingin). Kannski snýst þetta samt ekki um óheppni þegar maður notar pick-up línur á borð við "þú ert svo falleg að þú hlýtur að vera treggáfuð." Sú verður alla vega lögð á hilluna í bili.

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Það er tvennt sem mér liggur sérstaklega á hjarta í dag.

1) Ég sá ekki fyrsta þáttinn af Svalbarða en ég sá þáttinn síðasta föstudag og mikið djöfulli stendur Þorsteinn Guðmundsson alltaf fyrir sínu. Yndislegur þáttur. Allir sem segja að þessi þáttur sé leiðinlegur eru hommar.

2) Hver er Halli?

sunnudagur, apríl 13, 2008

Þegar kom að þeirri stóru ákvörðun að ákveða hvað ég myndi gera í sumar kom ýmislegt til greina. Þrír kostir heilluðu mig mest.

1) Stofna sveitaballahljómsveitina 400 hestöfl og rokka með henni hringinn í kringum landið. Hápunktur sumarsins yrði svo ferð á G!-tónlistarhátíðina í Færeyjum þar sem við myndum gera allt brjálað í Götu á Austurey. Ég er þegar kominn með hugmyndir að nokkrum slögurum á borð við "mamma hans Dóra er hóra", "tyggjó er fyrir homma" og "typpi ljúga ekki". Sjálfur ætla ég að vera á trommum og syngja djúprödduð viðlög en aðrar stöður í bandinu þyrfti ég að fylla.


2) Fljúga til Ástralíu og skrifa metsölubók og vinna fyrir mér með því að kenna gellum á brimbretti. Ég reyndar kann ekki á brimbretti, en hef einu sinni stigið á hjólabretti auk þess að hafa fylgst af miklum áhuga með Strandvörðum og sérstaklega Fjör á fjölbraut í gamla daga, svo ég tel mig vita um hvað brimbrettasörf snýst. Söguþráður metsölubókarinnar er ekki frágenginn enda ætlast ég til þess að innblásturinn komi í hlýjum andvaranum þarna niður frá. Það er reyndar bara tímaspursmál hvenær ég hrindi þessari hugmynd í framkvæmd.


3) Vinna aftur á Mogganum við að skrifa um helsta áhugamálið.


4) Vinna við eitthvað sem tengist verkfræðináminu meira.


Í sannleika sagt snerist baráttan fljótlega upp í einvígi milli valkosta 3 og 4. Ég velti þessu lengi fyrir mér en ákvað að ég gæti ekki sleppt þessari yndislegu vinnu sem ég var í síðasta sumar, svo ég vel kost 3 og kostur 4 verður bara að bíða til veturs og kannski gott betur. En ef einhver góður söngvari er heitur fyrir sveitaballahugmyndinni þá er ég alveg til í skoða það.

mánudagur, apríl 07, 2008

Jæja, nú gengur þetta ekki lengur. Kynþokkafulli pítsasendillinn hefur ákveðið að henda inn einni færslu. Gaman að segja frá því að ég hef komist að því að ekki nóg með að ég sé sexý heldur les meira af sexý fólki bloggið mitt heldur en áður var talið. Afar gaman að því. Gaman líka að segja frá því að nú verða kunngjörð úrslitin úr spurningakeppninni góðu.


Sigurvegarinn, með 10 af 10 rétt, svaraði spurningunum samdægurs með miklum bravör. Það er engin önnur en Ásdís Björg Gestsdóttir. Hér koma svörin hennar;

1) Feðgar lenda í árekstri og pabbinn deyr. Sonurinn er sendur með hraði upp á spítala í aðgerð en læknirinn segist ekki geta framkvæmt aðgerðina, þetta sé sonur hans. Hvernig má það vera?
Hún er mamma hans...

2) Ef ég færi frá Reykjavík á norðurpólinn, og þaðan til Moskvu, í hvaða átt færi ég frá norðurpólnum til Moskvu?
Suður

3) Hverjar eru líkurnar á því að fá tvo ása á hendi í Texas Hold´em póker?
einn á móti tvöhundruðtuttuguogeinum (1/221)

4) Frá hvaða landi kemur konan sem setti tvö heimsmet í sundi á dögunum. Metin setti hún bæði í sömu "tegund" af sundi en annað var 200 metra og hitt 400 metra.
Stephanie Rice frá ástralíu, í fjórsundi

5) Hvenær útskrifast ég með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði?
Vorið 2008

6) Hver er núverandi formaður ungra jafnaðarmanna?
Anna Pála Sverrisdóttir;)

7) Úr hvaða lagi er þetta textabrot og hvaða snillingur samdi textann?
"Tinni er hetja, vinur í raun,
sumir vilja meina að hann drekki á laun"
Talandi dæmi eftir Kristján Kristjánsson (KK)

8) Hver drap Gísla Súrsson?
Börkur hinn digri og Eyjólfur grái


9) Hvað kostar að taka þátt í lukkuhjólinu á English Pub og hvaða tveir vinningar eru bestir?
Kostar 1500 og 8 bjórar og meter af bjór

10) Hvað er móðir mín með margar tær?
10


Ég klikkaði reyndar í áttundu spurningu því það átti að vera trick question. Hélt einhvern veginn að hann hefði sjálfur drepið sig, en mér skilst að svar Dísu sé eiginlega réttara. Einnig er það mikil bjartsýni að ætla að ég útskrifist í vor en ég lét alla keppendur njóta vafans.
Dísa er því á leiðinni í leikhús með mér á Engispretturnar og er að sögn að farast úr spenningi.

Keppni meðal gents-manna var afar hörð. Hún fór rólega af stað þar sem minni spámenn reyndu sig með misjöfnum árangri, en í lokin komu þeir Raggi Þór og Maggi Shcmeichel fílsterkir inn. Maggi svaraði níu spurningum hárrétt en vantaði örlítið upp á eina. Raggi Þór hins vegar kom sá og sigraði með fullt hús stiga og hlýtur þar með titilinn "gáfaðasti gents-gaurinn fyrir utan Sindra".

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Ég hef oft heyrt kvartað yfir því að sexý fólk njóti forréttinda í samfélagi manna. Að sexý fólk sé líklegra til að fá vinnu, fái oftar aðstoð í verslun, komist fram fyrir í röð, sleppi við hraðasektir og fleira og fleira. Þetta finnst mér hins vegar alls ekki óeðlilegt. Að mínu mati ætti það einmitt að teljast fólki til tekna að vera sexý.

Það kostar nefnilega puð og aftur puð að vera sexý. Latt og leiðinlegt fólk verður aldrei sexý. Við fæðumst heldur ekki sexý (nema hugsanlega í augum einhverra vitfirrtra barnaperra), það þarf að vinna sig upp í það.

Persónulega var ég í miklum vafa á mínum yngri árum um hvort ég vildi feta þann veg að verða sexý, eða hvort ég vildi frekar bara slaka á, gá hvað væri í sjónvarpinu og hella í mig kóki og snakki. En ég ákvað að verða frekar sexý og ég sé ekki eftir því í dag. En það má lítið út af bregða til að fólk hætti að vera sexý, þetta er eins og áður segir mikið púl og hugsanlega mun ég einn daginn hætta að vera sexý og það verður þá bara að hafa það.

Ég vona að þessi færsla fái lata og leiðinlega fólkið til að hætta að kvarta yfir því sem sexý fólkið græðir á að vera sexý. Þetta er bara val (nema fyrir konuna í Frakklandi sem fékk æxli framan á andlitið).


Þessi færsla er tileinkuð ömmu Kaju, sem valdi sér líka að vera sexý, en hún er áttræð í dag. Þið haldið kannski að það þýði að hún sé gömul og kölkuð, en þið vitið ekki að fyrir viku síðan bað hún mig um að kenna sér Texas Hold´em póker og það gekk bara vel. Og hún hefði allt eins getað sent mér e-mail til að biðja mig um það, eða sent sms, því amma er líka kúl.