Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

föstudagur, september 26, 2008

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að konur séu ekki jafn fyndnar og við hinir brjóstalausu. Þess vegna grunar mig að ákveðið hafi verið að senda Tinu Fey af himnum ofan til að breyta þessari karlrembusvínslegu skoðun minni. Hún er nokkurn veginn alveg eins og draumaeiginkonan mín ætti að vera. Sæt, hress og alveg ótrúlega skemmtileg. Eða það er hún alla vega þegar hún er að leika aðahlutverkið í 30 rock. Ég geti ekki beðið eftir að þriðja serían detti inn af þessum eðalþáttum.


Að öðru. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þennan kompásþátt um daginn sem var búið að gera svo mikið úr. Ég var að vonast eftir einhverju saklausu fórnarlambi handrukkara sem myndi fá mig til að fella tár (skrifaði fyrst "fá mig til að væta kverkarnar" en svo mundi ég hvað það þýðir) en í staðinn var mér boðið upp á einhvern þann vafasamasta náunga sem ég hef á ævinni litið. Átti maður að vorkenna honum og hugsa um hvað allt væri komið í óefni á Íslandi? Ég alla vega fann ekki fyrir snefil af vorkunn.


Landsleikur við Frakka á morgun þar sem jafntefli dugar til að Ísland komist á EM. Hver hefði trúað því? Ég væri alveg óhemju mikið til í að vera í Frakklandi á leiknum en í staðinn sé ég fram á að horfa á leikinn í sjónvarpinu, þunnur. Ef einhver vill bjóða mér í vöfflur og meððí á meðan á leiknum stendur þá vinsamlegast skiljið eftir skilaboð í kommentum.

p.s. Ég er ennþá að bíða eftir réttum svörum við spurningunum tveimur frá því í þriðju síðustu færslu. Við réttu svari fæst bíódeit en ég skal viðurkenna að seinni spurningin er mjög erfið fyrir þá sem vita ekki nákvæmlega hvaða bíltegund ég ek.

mánudagur, september 22, 2008


Þessar teiknimyndastrípur sem hafa verið að detta inn á fjandinn.com/arthur síðustu misserin hafa oft fengið mig til að skella upp úr og þessi finnst mér ógeðslega fyndinn. Ég er fyrir þetta einfalda.

föstudagur, september 19, 2008

Eftirtalið er skrýtið:

1. Þegar fólk er með lélega sturtu heima hjá sér.
Mér finnst það alveg fáránlegt þegar maður fær að skjóta sér í sturtu einhvers staðar og heyrir "sturtan er samt frekar léleg, það er frekar lítill kraftur í henni." Hvernig í andskotanum er hægt að vera með þannig sturtu heima hjá sér og vera bara sáttur? Eitt það ljúfasta sem ég geri er að standa í sturtunni og finna heitt vatnið skella á bakinu mínu.


2. Að bíllinn minn hafi komist í gegnum skoðun.
Ég er bara ekki að komast yfir þetta. Útvarpið og rúðuþurrkurnar eru ekki einu sinni í lagi í þessum bíl.


3. Að eini maturinn sem fæst í lúgu sé sá sveittasti í bænum.
Einu lúgur bæjarins eru hjá McDonalds, KFC og AktuTaktu eða öðrum álíka hamborgarasjoppum. Af hverju er Krua Thai ekki með lúgu eða Serrano? Mixa þetta, ég er alltaf á þönum í vinnunni og hef ekki tíma til að vera að leggja og koma mér inn og út úr húsi eins og maður sem hefur allan tímann í heiminum.


4. Að Keflavík sé að verða Íslandsmeistari.
Ég hélt það tæki tíma að mixa nýtt lið eftir að Baldur Sigurðsson og Jónas Guðni Sævarsson fóru. Keflvíkingar náðu hins vegar bara í nokkra feita bita korteri fyrir mót og byrjuðu strax að vinna. Vel að því komnir ef þeir vinna enda verið góðir en ekki síst skemmtilegir, sem ég fíla.


5. Að Skaginn sé fallinn.
Vildi einhvern veginn ekki trúa þessu. Heví leiðinlegt að missa ÍA úr efstu deildinni en sem betur fer kemur annað landsbyggðarlið upp, vinir mínir í ÍBV.


6. Að það séu engin skilti lengur sem vara mann við vegaframkvæmdum.
Skaftahlíðin var lokuð í gær út af vegaframkvæmdum en þessu komst maður ekki að fyrr en maður ætlaði að beygja inn hana. Á árum áður fékk maður nú að sjá skilti sem varaði mann aðeins við áður en maður kæmi að lokaðri götu. Ég hringdi kolbrjálaður í Reykjavíkurborg til að kvarta yfir þessu en lenti á einhverri símamellu sem var greinilega nýbyrjuð í djobbinu. Hafði ekkert að segja.


7. Að það sé kominn föstudagur.
Tíminn flýgur alveg. Áður en ég veit af verð ég farinn að hengja upp jólaseríur og rölla pissfullur í kringum jólatré.


8. Að allir séu að tala um kreppu.
Ég hélt að ef það kæmi kreppa á Íslandi myndi ég þurfa að væflast um á götóttum buxum í rifnu vesti og stela mér eplum á útimarkaði til að seðja hungrið. Já, ég sá sem sagt fyrir mér að ég myndi þurfa að lifa eins og Aladdín í fyrstu myndinni. Ég held að þeir einu sem finna fyrir einhverri kreppu séu einhverjir hálfvitar sem hafa verið að óverdósa á lánum. En ég er ungur og vitlaus.


9. Að ég hafi ekki verið valinn í Reykjavíkurliðið fyrir Útsvar.
Eldfljótur á fyrstu metrunum og einnig bráðgáfaður? Er til betra combo? "Ja, væri náttúrulega gott ef þú værir góður í actionary líka." Uuuu, okay, ég er nefnilega bestur á landinu í actionary! Talandi um það þá væri nú gaman að fara að komast í actionary bráðum.


10. Að það skuli ekki vera til fljúgandi bílar ennþá.
Það er búið að vera að tala um þetta svo lengi. Man eftir að hafa séð Fifth Element og þá voru allir bara "jájá, þetta fer að detta í hús." Hvað eru þessir vísindamenn eiginlega að gera? Æjj já, þeir eru náttúrulega að leika sér með einhvern rafal í Sviss til að komast að því hvernig heimurinn var til. Eins og öllum væri ekki sama um það ef maður gæti flogið um loftin á nýja Volvonum sínum.


Sindri kveður með bros á vör.

þriðjudagur, september 16, 2008

Því ég á volvo, sem er kominn vel á aldur. En hann virkar, alveg sama hvert ég feeeeer.

Já, ég skellti mér með volvoinn góða í skoðun á dögunum í tilefni af 15 ára afmælinu hans. Bjóst þannig séð alveg við því að hann yrði úrskurðaður látinn á staðnum eða alla vega að mín biðu 100.000 króna viðgerðir. Til að gera leiðinlega sögu stutta þá flaug þessi elska náttúrulega í gegn um skoðun í fyrstu tilraun.

Kannski var það út af því að það var föstudagur og gæinn hefur ekki nennt að skoða hann, maður spyr sig. Þetta kom mér alla vega í opna skjöldu. Ég reyndi að blístra út í loftið og láta eins og þetta væri mjög eðlilegt en ég held ég hafi ekki getað leynt undrun minni. Málið er að hver einasti leikmaður sem hefur stigið fæti inn í bílinn minn síðasta mánuðinn hefur spurt mig hvað sé að honum, vegna þess að hann hristist allur og skelfur í akstri. Greinilegt að atvinnumennirnir sjá hins vegar ekkert athugavert við það.


Lenti heldur betur í grimmu ævintýri áðan. Tók nefnilega spólu (dvd reyndar) í þúsundasta skiptið í þessum mánuði en ekki vildi betur til en svo að þegar heim var komið kom í ljós að í stað þess að Vantage Point væri í hulstrinu, var mynd sem heitir Meet the Spartans. Nú veit ég ekki hvort einhver hefur séð þessa Spartans-mynd en maður sem vonaðist eftir spennumynd með Forest Whitaker varð alla vega fyrir vonbrigðum. Þetta er án nokkurs vafa lélegasta mynd sem gerð hefur verið. Reyndar gaf ég henni ekki 100% fókus og kannski er þetta ein af þeim myndum sem krefjast þess.

Ég ætla að lýsa einu atriði í þessari grínmynd: Spartverjar og hinir gæjarnir voru að fara að mætast í stríði, en viti menn, þeir fóru í dansbattl í staðinn. Þetta atriðið var í svona hálftíma. Svo kom Paris Hilton en viti menn, hún var feit.

Æjji, ég get ekki sagt neitt til að lýsa því hvað þetta var léleg mynd. Ég ætti að kæra bónusvídjó fyrir að hafa ekki bara látið mig fá vitlausa mynd, heldur mynd sem minnkaði löngun mína til að halda áfram að lifa.

John Cusack og Jack Black gerðu sitt besta til að hressa mig við í High Fidelity. Horfði á hana í svona fimmta skipti og hef alltaf jafn gaman að henni. Ég næ að tengja mjög vel við aðalgaurinn í myndinni að öðru leyti en því að ég keypti síðast plötuna XXX Rottweiler en hann veit hvaða hljómsveit Belle og Sebastian er.


Smá getraun í lokin. Tvær spurningar og sá sem getur svarað þeim rétt fyrstur fær frímiða í bíó.

1. Úr hvaða lagi og með hvaða hljómsveit er laglínan sem ég byrjaði þessa færslu á?

2. Í hvaða landi er bíllinn minn framleiddur?

fimmtudagur, september 11, 2008

Þá er komið að því að taka upp léttara hjal. Ég kíkti til Magga og Birnu um daginn sem eru orðin tveggja barna foreldrar eftir að Tristan Ingi kom í heiminn. Get ekki neitað því að það eru talsverð vonbrigði að Sindra-nafnið hafi ekki verið notað þarna. Þau reyndu að bæta fyrir þetta með marengsköku og fleiru. Það tókst. Ást mín á marengskökum er nánast pervertísk.


Fór á busaball háskólanna um daginn. Svolítið skrýtin tilfinning að mæta þarna þar sem ég er náttúrulega útskrifaður. Leið svolítið eins og að ég væri einhver afi þarna. Kunni alla vega ekki við að vera að reyna við stelpurnar þarna eins og einhvern barnaperri.


Ég hef ákveðið að leggja gosið á hilluna. Verandi orðinn 22 ára gamall þýðir ekkert að þamba ropvatn eins og einhver kjáni. Ef að mér sækir þorsti þessa dagana gríp ég til vatnsins eða bjórsins. Bindindið hefur staðið yfir frá því á sunnudagskvöld og ég stefni á að endast til jóla. Takist það án þess að ég drepi einhvern í stundarbrjálæði í millitíðinni mun ég fagna gríðarlega enda hef ég drukkið kók nánast daglega síðustu misseri held ég.


Það er að mínu mati ekki hægt að segja að þættirnir Ríkið séu skelfilegir. Svona þættir eru jafnan miðaðir við tímalausu snilldina Fóstbræður en þeir þættir verða einfaldlega ekki toppaðir (eða jafnaðir). Ég hef alla vega hlegið nokkuð af þeim, sérstaklega sketsum með Auðunni Blöndal. Þá fagna ég nýjum seríum af Californication og Prison Break (þar er ég þó líklega einn á báti) og get ekki beðið eftir að Dagvaktin byrji. "Drekka menn kaffi í Brasilíu? Já, við erum með froðudiskó."

föstudagur, september 05, 2008

24stundir eru orðnar mjög gott blað, sérstaklega eftir að þar tóku að birtast greinar eftir mig annað slagið. Las einmitt á baksíðu þess um daginn hugleiðingu eftir Ágúst Bogason minnir mig, sem reyndi að endurskrifa ræðu Geirs Haarde á mannamáli. Ég væri mjög mikið til í að þetta yrði gert oftar. Ég held til dæmis að það væri athyglisvert að reyna að segja það sem Geir sagði í Kastljósinu í gær, um Breiðavíkurmiskabótamálið, á mannamáli.

"Uuu, okay, við þurftum nú ekki einu sinni að borga þeim neitt! Við erum í raun að gefa þeim pening án þess að þurfa þess. Það er nú freeeekar næs myndi ég segja. Svo eru þeir bara eitthvað að kjafta þessu í fjölmiðla. Við vorum alveg heví mikið að spá í að gefa hærri bætur en fyrst þeir voru að kjafta þessu þá erum við hættir við. Það er þeim að kenna sem sagt."


Svona cockslap in the face er náttúrulega ekki mesta áfall sem Breiðavíkurgæjarnir hafa lent í hafandi verið nauðgað í rassgatið sem börn. Ég veit ekki alveg hvað menn eru að spá sem setja saman frumvarp og ákveða að splæsa 400.000 kalli á mann. Hvað eru menn að reykja? Svo segir Geir að þetta sé gert til að sýna að okkur sé ekki sama. Ef þér væri ekki svona ógeðslega mikið drullusama þá hefðiru kannski viljað borga meira en ein skitin mánaðarlaun.


Þessir menn voru teknir af lífi af íslenska ríkinu og fá bætur upp á 400.000 kall. Ég endurtek að ég mun aldrei geta skilið hvernig nokkrum manni datt í hug að það væri sanngjarnt. Og ég veit alveg að einhverjir gætu hugsanlega fengið 2 milljónir en það er samt bara skítlegt. Ég skammast mín fyrir að hafa kosið þessa ríkisstjórn yfir mig.

mánudagur, september 01, 2008

Ég er búinn að vera að nýta fríáskriftina á bónusvideo helvíti vel síðustu daga. Búinn að sjá mikið af góðum myndum en skemmtilegast fannst mér að sjá Knocked Up. Vissi það bara um leið og ég heyrði upphafslagið, Shimmy Shimmy Ya, að ég myndi fíla þessa mynd í botn, sem varð raunin. Ég vil ekki segja of mikið fyrir þá sem hafa ekki enn séð hana en þarna er kannski komin leið fyrir mig til að ná í ofurmódel. Ég er alla vega farinn að æfa "kasta teningum"-dansinn.


Nú eru þrír af mínum bestu vinum haldnir í víking. Helgi farinn til Ástralíu fyrir nokkrum vikum og í dag fljúga Maggi og Ragnar til Sjanghæ, Kína. Þetta eru nú ekki staðir sem auðvelt er að skreppa á í helgarferð. Það verður ekki auðvelt að lifa af án þeirra en vissulega felast í þessu tækifæri. Það er t.d. mjög erfitt að höstla niðri í bæ þegar maður er með tvö vöðvabúnt sem kynþokkinn lekur af á sitt hvorum kantinum. Á móti kemur að Maggi er líka farinn en hann hefur alltaf reynst afar traustur í að leggja upp fyrir mig. Stundum líður mér eins og að ég sé Karl Malone og hann sé John Stockton.


En lífið heldur áfram. Þeir snúa aftur um áramótin og ef ég þekki haustið rétt þá verður það enga stund að líða. Talandi um það þá er blessað sumarið bara að klárast. Ég hefði alveg verið til í sirka helmingi lengra sumar. Ég er búinn að sjá fullt af fótbolta en ég myndi vilja sjá meira. Ég myndi vilja fara oftar út á land, oftar í strandblak, oftar út án þess að þurfa jakka, grilla oftar, og margt fleira. En svona er þetta, enski boltinn er þó alla vega byrjaður.


Kveðja Sindri, sem vonar að ODB sé einhvers staðar á himnum, iðinn við rímnakveðskap.