Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

þriðjudagur, október 28, 2008

Lífið er hverfult. Einn daginn ertu í bestu vinnu í heimi og í saklausri sveiflu með einhverri svakalegri gellu, þann næsta ertu að verða atvinnulaus og færð sms þar sem stendur "ég er ófrísk." Þannig er alla vega lífið mitt.

Ég var sem sagt staddur hjá ömmu í kvöld þar sem fólk snæddi lambakjöt og hafði gaman. Svo fékk ég sms og bara "jæja, ætli strákarnir séu að bjóða manni í öl eða bíó eða eitthvað hressandi?" en neinei, þá var þetta frá númeri sem ég hafði aldrei séð áður og það eina sem stóð var "ég er ólétt." Ég verð að játa að mér finnst eitthvað spennandi við það að verða pabbi og svona en þetta er kannski ekki besti tíminn til þess, og jafnframt væri fínt að vera í sambandi við konuna.


Ég reyndi að hringja í númerið en það var eins og það væri slökkt á símanum. Ég vissi ekki alveg hvort mér ætti að finnast þetta fyndið, spennandi eða skelfilegt. Næstu klukkutímana var ég alla vega með pínu ónot í maganum. Maður hefur heyrt dæmi um svona nokkuð, að menn fái svona smá fréttir bara í sms-i. Svo fór ég nú að komast á þá skoðun að eitthvað mega-lélegt grín væri í gangi. Skildi samt ekki alveg út á hvað það átti að ganga.


Svo fór ég að velta fyrir mér hvort þetta væri bara frá einhverri vinkonu minni sem vildi láta alla sem hún þekkti vita að hún væri ólétt. Bara svona að segja frá sér. Fannst samt að það hefði þá líka mátt standa "hæ hæ og halló" eða eitthvað í skilaboðunum.


Það var svo ekki fyrr en seint um kvöldið að ég náði sambandi við númerið og kona svaraði. Hún átti hins vegar ekki símann heldur 12 ÁRA DÓTTIR HENNAR. Á þessum tímapunkti gerðist svolítið sem ekki gerist oft, en það var það að ég fór að taka málið alvarlega. Þar sem ég er fljótari að hugsa en allt liðið í CSI til samans var ég fljótur að átta mig á stöðunni, vona ég. Tólf ára stelpa hafði sent mér sms um að hún væri ólétt en ætlað að senda það í annað númer. Ég sá ekki annað í stöðunni en að segja mömmunni sólarsöguna og benda henni á að horfa á Juno. Ég vona innilega að ég hafi gert hið rétta í stöðunni og að litla stelpan fái stuðning eins og Juno en ekki skít og skammir.


Svona gerast nú ævintýrin á venjulegum mánudegi.

P.S. Yrði ég góður pabbi?

miðvikudagur, október 22, 2008

Kíkti við á handboltaæfingu hjá litlu systur eftir vinnu til að bjóða henni far heim. Kjaftaði hver tuska á þjálfaranum og gaman að kynnast því hvernig handboltaæfing gengur fyrir sig. Það var samt nánast ekkert tempó í gangi. Líklega ekki dæmigert fyrir íþróttina. Munurinn á þjálfara og wannabe einræðisherra felst í því að sá síðarnefndi notar dómaraflautu á æfingum. Þjálfari systu notar flautu. Ekki gott.


Ég er alveg húkt á þessum íslensku sunnudagskvöldum. Hef æði gaman af bæði (rím) dagvaktinni og svörtum englum. Dagvaktin er alveg ógeðslega fyndin og þeir sem eru að tala um að hún "fylgi ekki næturvaktinni eftir" og blablabla eru bara með kláða í píkunni og pirraðir eftir því. Síðasti þáttur var svo fyndinn að mér lá við þvagláti. Fyndnasta atriðið í þáttunum til þessa finnst mér samt vera þegar Ólafur Ragnar fékk að vita hvar hann gæti gert við bílinn sinn... "Víg-lundur? Á Saurum?" Örugglega ekki margir sammála mér en þannig er það nú bara.

Svartir englar eru svo líka góðir þó við séum ekkert að tala um einhverja snilld. Þar stendur aðalgellan alveg upp úr. Fíla hana mjög vel. Ungi gaurinn virkar þannig á mig að mig langar til að lemja sjónvarpsskjáinn en það þýðir kannski að hann sé að leika vel, ég veit það ekki. Siggi Skúla og Steinn Ármann eru líka flottir. Þeir sem ætla að halda því fram að þessir þættir séu slappir eru hommar.


Ég er byrjaður að plana áramótapartýið fyrir Ragnar. Hann ætlar að koma heim frá Asíu fyrir áramót með því skilyrði að áramótin verði þau geðveikustu í manna minnum. Ég er ekki kominn langt með planið en hér er það sem ég hef nóterað niður:
1) Kaupa partýhatta milli jóla og nýárs.

Fleiri hugmyndir eru vel þegnar í formi kommenta.

þriðjudagur, október 21, 2008

Verst að ég fékk mér ekki meiri lauk á burrito-inn áður en ég fór og tók viðtal í dag, þá hefði ég kannski getað drepið viðmælandann úr andfýlu.

Nú eruði kannski að hugsa "ha, blogg annan daginn í röð? Loksins hef ég verið bænheyrð. Hvað næst? Sindri býður mér á deit?" en þannig er nú mál með vexti að góðærinu er lokið. Á meðan góðæri ríkir þá missir maður sjónar á því sem máli skiptir, eins og dyggum lesendum og góðum færslum. Núna er komið að því að gera eitthvað í þessu.


Ég held að margt gott muni fylgja þessum tímum sem eru að koma í hönd á Íslandi. Til dæmis er Bubbi Morthens núna kominn með útvarpsþátt. Hann á tonn af aðdáendum en myndi hann vera með útvarpsþátt ef hann ætti skítnóg af peningum? Nei. Ég er ekki að segja að ég fíli Bubba en þetta er dæmi um eitthvað jákvætt sem fylgir kreppu. Annað dæmi er það að ég fór í bakaríið í dag og það var bullsjóðandi heit gella að vinna. Ég get reyndar ekki fullyrt að það sé beint samband á milli kreppunnar og þess hvað hún var með falleg brjóst og munnsvip, en mig grunar að svo sé. Þriðja dæmið er svo að Vörutorg hlýtur að fara á hausinn og þá getur Skjáreinn farið að endursýna Frasier í staðinn. Já, dæmin eru mýmörg og engin ástæða til að örvænta.


Ég sé ekki að ég kaupi playstation-tölvu í bráð. Forgangsatriði er alla vega að kaupa úlpu fyrst. Hann var ekkert venjulegur kuldinn úti í dag en ég held að ein þykk og góð frá 66°N gæti reddað málunum. Reyndar ætti ég bara að bjalla í Magga og fá hans lánaða. Ekki hefur hann tekið hana með til Kína.


Keli og Sindri voru hressir á lokahófi KSÍ. Staðfestar fregnir herma að ég hafi eytt 5.700 krónum í áfengi án þess að splæsa einum drykk. Kreppa hvað? Fékk svo frían drykk frá einhverjum kalli fyrir að segja að ég væri að austan.


Heimsóknir mínar á Serrano á Ártúnshöfða eru að verða jafn tíðar og heimsóknirnar á þann fornfræga stað Ak-Inn þegar ég var að vinna í Intersport. Mikill sjónarsviptir af þeim stað og sérstaklega stelpunni sem var að vinna þar og ég gat sagt við "sama og venjulega" og hún bara brosti og sagði "coming right up" eða eitthvað álíka viðeigandi. Þarna sat maður nánast daglega og gæddi sér á Sindri´s special, og fékk að glugga í Moggann. Þá býsnaðist maður yfir M-einkunnagjöfinni og hugsaði með sér "einn daginn, einn daginn mun ég sjá um að gefa M og þá verður það gert fullkomlega," og sú varð auðvitað raunin.


Það jaðrar við geðsýki hvað mig langar mikið í hamborgarhrygg. Það er of langt á milli jóla, ég er að segja það. Sem betur fer virðist vera að myndast stemning fyrir jólahlaðborði hjá mönnum þannig að maður fær að bragða á hrygg nokkrum dögum fyrr en venjulega. Svo tala ég nú ekki um tuborg-jólabjórinn. Ætla nú að njóta hans allan desember-mánuð öfugt við síðustu ár þegar maður hefur þurft að bíða fram yfir blessuð prófin.


Mig vantar nýja kvikmyndagellu til að vera ástfanginn af. Ég er kominn yfir Keiru Knightley. Allar hugmyndir eru velkomnar!

mánudagur, október 20, 2008

Ég ætti í rauninni ekki að vera að blogga þar sem ég hef ekkert að segja en alveg eins og Geir H. Haarde ætti að sleppa kokteilsósunni með börgernum þá breytir það voðalega litlu, ég geri það bara samt. Ég ætla samt ekki að koma með enn eina færsluna um hvað helgin var geðveik og hvað ég var ógeðslega fullur og flippaður á því. Ég man líka ekki betur en ég hafi ákveðið það þegar ég startaði þessu bloggi að þetta ætti ekki að vera nein vefdagbók, enda dagbækur bara fyrir homma. Blogg hins vegar er fyrir eitursvala einstaklinga á borð við undirritaðan.

Ég er í raun bara að drepa tímann aðeins á meðan dagvaktin rennur ljúflega inn á harða diskinn hérna megin. Fyrir utan enska boltann er þetta klárlega mitt uppáhalds sjónvarpsefni. Mammans Magga er að koma sterk inn hérna með "eigum við ekki að fá okkur smá gott í kroppinn"-línuna sem er að tröllríða öllu og öllum. Maður bregður sér varla í bæinn lengur án þess að einhver glötuð gella reyni þessa línu á mann.

Ég stend frammi fyrir mjög mikilvægri ákvörðun í lífinu. Árferðið þessa dagana gerir hana enn erfiðari en ella og svo er hægt að spyrja sig hvert almenningsálitið sé í þessu máli, þar sem ég er nú orðinn 22 ára gamall og svona. En ég er virkilega að spá í að kaupa mér playstation3-tölvu fyrst það er kominn nýr pro evolution. Ég sé mig alveg fyrir mér, liggjandi í atvinnuleysi og volæði, með góða músík í gangi og gott seiv í ensku deildinni. Borgar sig líka að leggja metnað í þetta svo maður sé í formi þegar næsta Íslandsmót er. Þeir sem myndu fyrirlíta þá ákvörðun mína að kaupa mér leikjatölvu fyrir tugi þúsunda og svo leik fyrir 10 þúsund, mega endilega kommenta og segja mér af hverju. Annars held ég að ég sé bara á leiðinni út í búð.


p.s. síðustu færslur hafa verið mjög slappar. Ég hef fundið ástæðuna. Það er svo helvíti mikill október í mér. Mér skilst að aldrei í mannkynssögunni hafi nokkur gert neitt snilldarlegt í október. Menn eru frekar að því í maí eða febrúar.

p.p.s. jæja, dagvaktin klár.

þriðjudagur, október 14, 2008

Jæja, tími til að væla aðeins. Einhver helvítis flensa að hellast yfir mig. Kenni Svenna um að hafa valdið þessu með því að skiptast á sopum um helgina. Skelltum okkur á októberfest sem stóð fyllilega undir væntingum. Sér í lagi var föstudagskvöldið ljúft og fær kóngurinn á barnum sérstakar þakkir fyrir það.

Jæja, tók ekki nema klukkutíma að skrifa þetta. Hausinn er í tómu tjóni. Skrifa hérna eftir flensu.

p.s. Did you hear about it?

p.p.s. Oh you haven't heard? See I thought everyone had heard that the bird is the word.
B-b-b-bird, bird, bird, b-bird's the word
A-well-a bird, bird, bird, the bird is the word
A-well-a bird, bird, bird, well the bird is the word
A-well-a bird, bird, bird, b-bird's the word
A-well-a bird, bird, bird, well the bird is the word
A-well-a bird, bird, b-bird's the word
A-well-a bird, bird, bird, b-bird's the word
A-well-a bird, bird, bird, well the bird is the word
A-well-a bird, bird, b-bird's the word
A-well-a don't you know about the bird?
Well, everybody knows that the bird is the word!
A-well-a bird, bird, b-bird's the word

miðvikudagur, október 08, 2008

Nú lifi ég og hrærist í heimi fyrirsagna og frétta þessa dagana og það er hið besta mál. Ótrúlega mikið af ómerkilegum fréttum lenda á fréttasíðum um allan heim og ég geri mér það að leik að velta fyrir mér hvað sumar fréttir væru miklu merkilegri ef þær væru andstaðan af sjálfri sér.

Þannig myndi fyrirsögnin "Agger staðráðinn í að nýta tækifærið" verða "Agger staðráðinn í að nýta ekki tækifærið". Þetta getur verið mjög hressandi. Tökum nokkur fleiri dæmi hérna af þeirri frábæru síðu fótbolti.net:

Capello: Mikilvægt að við byggjum ofan á góðu byrjunina.
Capello: Mikilvægt að við byggjum EKKI ofan á góðu byrjunina.

Crouch ætlar að endurgjalda Capello traustið.
Crouch ætlar EKKI að endurgjalda Capello traustið.

Sárt tap gegn Frökkum hjá U17 kvenna.
Glaðlegt tap gegn Frökkum hjá U17 kvenna.

Benítez segir Guðlaugi Victori að leggja hart að sér.
Benítez segir Guðlaugi Victori að slappa af og æfa minna.


Þegar maður er að vafra er alltaf hressandi að detta inná ekstrabladet.dk til að kanna sportið í Danmörku, því þá getur maður skoðað gellu vikunnar í leiðinni. Þetta er hin 25 ára Catharina. Þessi mynd lífgar líka upp á þessa færslu þó hún Catharina sé nú ekki beint sú sætasta sem ég hef á ævinni séð.

En jæja, að öðru. Hafði alveg óhemju gaman af síðasta föstudagskvöldi sem byrjaði með góðu glensi hjá two guys and a girl. Þar var mættur náungi sem hafði tvívegis misst bílprófið sitt ævilangt. Man ekki hvernig það er hægt.

Svo var haldið sem leið lá á Nasa þar sem við tók ógissliga skemmtilegt djamm á einhverju 90´s balli. Hafði ekki hugmynd um að það væri í gangi þannig að það var óvænt ánægja þegar stungið var upp á að fara þangað. Las svo í mogganum í gær held ég að það hafi verið orðið uppselt klukkutíma áður en hleypt var inn. Ekki veit ég hvernig við komumst þá inn en það er ótrúlegt hvað maður afrekar þegar bjórinn er farinn að segja til sín. Ballið var svo hin mesta skemmtan sem ég hef reynt í langan tíma. Alveg til eftirbreytni að spila lög sem ég þekki á djamminu.


Skrýtið hvað maður er misjafn milli ára. Núna er ég farinn að hlakka til jólanna. Kannski af því þau voru mega góð síðast. Jæja, það styttist alla vega í þau.

p.s. Bíllinn minn virðist laga sig sjálfur. Mjög góður kostur. Ég bíð bara eftir að hann taki upp á því að verða sparneytnari.

p.p.s. Fyllti tankinn í gær fyrir 11.200 krónur. Vaknaði í morgun og fyrsta sem ég heyrði var Siggi stormur í hádegisveðurfréttunum að segja að bensínið væri orðið mun lægra (okay, vaknaði kannski ekki alveg í morgun). Frábært.

miðvikudagur, október 01, 2008

Tölvumálin eru búin að vera í algjöru fokki hjá mér síðustu daga sem ég tel mjög góða ástæðu fyrir því hvað lítið er að gerast á þessu bloggi hérna. Ég eyði reyndar svona sjö tímum á dag fyrir framan tölvu í vinnunni en maður getur náttúrulega ekkert verið að slappa af og blogga á vinnutíma...


Var að horfa á bank job, myndina sem fjallar um stærsta bankarán Bretlands. Fær mig til að hugsa enn og aftur um það hvað mig langar til að fremja bankarán. Öll þessi skipulagsvinna og spenna í kringum þetta er ekkert lítið heillandi. Plús að það virðist nær ómögulegt að ræna banka án þess að hafa rjúkandi heita gellu sér við hlið, sé tekið mið af bíómyndum.


Ég er ekki búinn að plana ránið í þaula en hér er svona nokkurn veginn uppskriftin að því: Ég mun að sjálfsögðu ekki ræna banka hér í Reykjavík vegna þess að hér er langstærsti hluti bestu lögreglumanna geymdur. Planið er að ræna ákveðinn banka á Akureyri. Til að afvegaleiða lögregluna mun ég sprengja upp hlöðu í Hörgárdalnum, það ætti að halda einhverjum þeirra uppteknum á meðan ég ræðst til atlögu.

Svo myndi ég rjúfa símalínu bankans og ráðast inn með offorsi ásamt krúinu mínu, fylla nokkrar íþróttatöskur af peningum (helst ekki krónum eða öðru verðlausu), og skunda í volvoinn. Bruna í átt til Húsavíkur og stoppa á afskekktum flugvelli í Aðaldal þar sem Hrói væri mættur á rellunni. Við myndum fljúga austur og henda töskunum út á ferð svo þær lendi í Papey. Fljúga svo suður í Skóga þar sem ég myndi fara úr og Hrói halda áfram til Rvk. Leyfa nokkrum misserum að líða án þess að nokkuð kæmist upp því þýfið myndi að sjálfsögðu ekki finnast. Svo myndi maður bara í góðum gír róa út í Papey einn góðan veðurdag og ná í seðlana.


Hugsanlegir gallar:
1) Peningarnir verða orðnir verðlausir þegar ég næ í þá.
2) Hrói er ekki geim.
3) Hrói segir Klöru sem á pottó eftir að kjafta.
4) Volvoinn gæti bilað á leiðinni á flugvöllinn.
5) Ég næ ekki að mixa nógu mikið offors í bankanum og allir halda að það sé öskudagur.
6) Við hendum peningunum í vitlausa eyju og einhverjir kónar finna þá þegar þeir fara að safna æðardún.
7) Gæjarnir í bankanum eru með gsm-síma.

Ef þið sjáið fleiri galla endilega hendið inn kommenti.