Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

föstudagur, júní 26, 2009

Kosturinn við að eiga blogg er að maður getur tekið mjög langar pásur upp úr þurru án þess að það komi í bakið á manni. Þetta get ég t.d. ekki gert í vinnunni eða skólanum. Vissulega er líf íslenskumælandi fólks ögn minna skemmtilegt þegar þetta blogg er illa uppfært en gleðitíðindin dynja nú hreinlega á þjóðinni þessa dagana svo það kemur vart að sök.

Orðinn 22 og næstum 23 ára gamall hef ég tekið upp á því að muna draumana mína upp á síðkastið. Þannig hefur mig dreymt nokkrar minnisstæðar martraðir síðustu nætur. Nægir þar að nefna að ég var ofsóttur af hommanum sem var böstaður fyrir smygl í Brasilíu og hafði hann feita konu sér til fulltingis. Veit ekki alveg hvernig ég á að skilja þetta en ég slapp með því að hlaupa niður bratta grasbrekku. Annar draumur var á þá leið að munnurinn á mér rifnaði upp og ég varð ljótur (svo langt sem það nær þegar við erum að tala um mig).

Ég verð að segja að ég er mjög óánægður með fólk sem er að nota "maður skammast sín bara fyrir að vera Íslendingur"-frasann þessa dagana. Hvernig í ósköpunum er hægt að segja slíkt eftir allt sem þessi litla þjóð hefur afrekað? Á það virkilega að breyta öllu að nokkur skemmd epli hafi fokkað upp? Eigum við ekki ennþá Gunnar á Hlíðarenda, Halldór Laxness, Lindu Pé og Björgvin Pál Gústavsson?


Lífið snýst annars alveg helvíti mikið um íþróttir þessa dagana. Gef mér samt tíma til að sinna bakkusi þegar sá gállinn er á manni (þegar það er helgi). Þýðir lítið annað þegar maður hefur endurheimt snillinga á borð við Helga Hrafn úr helju (Ástralíu) í skamman tíma. Síðustu helgar hafa verið með þeim hætti að ég fer út að djamma, kem heim á ókristilegum tíma og er svo vakinn fyrir hádegi af fjórum frábærum krökkum sem öll eru undan Kristjáni bróður mínum kominn. Það er helvíti hressandi að detta út í smá fótbolta með þeim þegar maður er ennþá óökuhæfur. Svo tekur maður ljúfan blund eftir að þau eru farin og undirbýr sig fyrir næstu gleði.


Svo ég haldi lesendum sem ekki standa næst mér uppfræddum þá hefur Svíþjóðarför minni verið aflýst vegna fjölda áskorana. Ef ég hefði farið þá hefði það ekki verið alveg á réttum forsendum þar sem ég var ekki alveg að fíla fjármálaverkfræðina. Hún var svolítið eins og kærasta sem þú vilt helst bara ríða og ekki eiga önnur samskipti við en lyktar samt illa þannig að þú nærð ekki heldur að njóta þess til botns. Þið skiljið hvað ég á við. Dett í iðnaðarverkfræðimaster í haust.


Annars segi ég bara skál þar sem það er að koma helgi. Vænti þess að sjá einhver trýni í bænum og ef það er kominn mánudagur þegar þetta er lesið, eða jafnvel þriðjudagur, þá er það bara næsta helgi. Hafið það gott.