Þrautir Herkúlesar

Það sem þér dettur ekki í hug!

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Eftir Sindra Sverrisson
næstbestadansaralandsins@megaþreyttur.is

Þessi vika er búin að vera aðeins of rosaleg. Eiginlega byrjaði þetta allt með djammi síðastliðið föstudagskvöld. Um miðnætti þetta kvöld fékk ég símhringingu. Magnús Helgi var á línunni og bað mig um að mæta á fótboltamót á laugardagsmorgninum kl. 10. Leið svo og beið og ég kom heim um sexleytið, en keyrði svo (líklega fullur) upp í Mosfellsbæ og spilaði fótbolta eins og ég lofaði Magga. Nú, svo var ekkert sofið allan daginn en engu að síður djammað og djúsað um nóttina og svo bara mætt straight í vinnu á sunnudeginum og unnið fram yfir miðnætti.


Hefði átt að vera þreyttur þá en viti menn. Skólinn byrjaði á mánudaginn svo ég þurfti að rífa mig af stað í morgunsárið, lítið sofinn. Svo er vikan bara búinn að vera skóli á daginn og vinna á kvöldin, og þótt ég viti að þetta er náttúrulega djók við hliðina á kínverskum þrælabúðum, þá er ég alveg mega þreyttur núna. Enda tókst mér að gera endalaust af feilum í vinnunni í gær og á tíma leit út fyrir að morgunblaðið yrði ekki gefið út í dag.


Eeeen, þetta er nú bara smá væll svona.


Leiðinlegt að geta þess að ég tapaði í massívu dans-dúelli við Magga boxara á laugardagskvöldið. Maggi tók einhver rosaleg splitt og dansmúv, og maður beið bara eftir heljarstökkinu hjá honum. Þeir sem hafa séð mig dansa glotta kannski við tilhugsina um að ég hafi verið að keppa í því, og ekki að ástæðulausu. Djöfull var ég samt pirraður, enda verð ég alltaf pirraður þegar ég tapa, en ég varð ennþá pirraðri þegar einhver mongólíti sem minnti mig á Timmy úr South Park sagði eitthvað "kemur maður". Ég heyrði samt lítið fyrir slefhljóðunum úr honum. Ég er ekki bitur.Við Maggi ætlum að skora á þessar dömur í HRIKALEGUSTU DANSKEPPNI SÖGUNNAR - UPPGJÖR KYNJANNA. Stay tuned.

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Frekar vandræðalegt að enginn vilji koma með seinnipart í vísuna mína hér í síðustu færslu. O jæja.


Fór út að skokka áðan og alltaf lendir maður í einhverjum ævintýrum þegar maður heldur í Öskjuhlíðina og niður í Nauthólsvík. Kannski er hjólinu manns stolið (en þá þarf maður reyndar að vera að hjóla en ekki skokka), kannski hittir maður nýhandrukkaðan náunga, kannski sér maður fótboltaæfingu þar sem allt Valsliðið er hlaupandi um á júllunum, og kannski lendir maður í því að bjarga þýskri stelpu í neyð. Ég lenti einmitt í því síðastnefnda í kvöld.


Þannig var að ég var í mínum eigin hugarheimi eins og svo oft áður, hlustandi á bad ass motherfucking rap shit í mesta rigningarveðri sumarsins, þegar ég kom að undirgöngunum við Hlíðarenda og sá grátandi stelpu á aldur við mig. Mér finnst það líklega erfiðast í heimi að sjá annað fólk gráta, og ef að einhver kæmi grátandi til mín og bæði mig um að gera sér greiða myndi ég líklega alltaf segja já.


En þessi ágæta þýska dama, sem hafði burðast með bakpoka og tösku alla leið frá Ás-eitthvað (nálægt München) ein síns liðs, var orðin gjörsamlega villt (ekki samt svona villt eins og Lindsay Lohan eða eitthvað) og vissi ekkert hvað hún átti af sér að gera. Hún var því hin hæstánægðasta með að fá til sín riddarann á hvíta hestinum (mig) sem gat að sjálfsögðu vísað henni veginn. Bros hennar gegnum tárin mun lifa í minni mínu um aldir alda.


Hún sagðist vera á vegum WWC eða eitthvað svoleiðis, sem væru einhvers konar alþjóðleg vinasamtök. Verð að segja að mér finnst ekkert sérstaklega vinalegt að nenna ekki að ná í dömuna til Keflavíkur, eða þá að minnsta kosti niðrá BSÍ, í þessu ömurlega veðri. En þetta reddaðist, þökk sé hetjunni mér (sem þurfti reyndar svona kortér til að ná andanum nógu vel til að geta talað... gott form Sindri, gott form...).


Og þar sem allir eru hættir að lesa þetta blogg, eða a.m.k. allir hagyrðingarnir sem hingað kíktu á árum áður, ætla ég að skella í heila vísu núna.


Hvar eruð þér núna þýskættaða mær
sem að ég hitti í gær
klukkan var rétt rúmlega tíu
og þú varst að leita að Háuhlíð níu.

Tár þín runnu blönduð regni
uns bjargaði ég þér úr þessu rugli.
Ég leiðbeindi þér af fremsta megni,
ómþýð rödd þín líkt og úr enskum fugli.

En nú ertu farin, þú kvaddir í gær,
og úr mér er allur lífsins kraftur.
Hvar eruð þér núna þýskættaða mær?
Munu leiðir okkar liggja saman aftur?

mánudagur, ágúst 20, 2007

Nú ætti þetta blogg að ná einhverjum hæðum aftur því ég er kominn í fjögurra (ekki fjörugra... og reyndar eiginlega bara þriggja) daga frí úr vinnunni til þess að læra undir sumarpróf. Jess, ég veit hvað þið eruð að hugsa... he´s done it again. Annað sumarið í röð þarf maður að skella sér í eitt hresst sumarpróf og ég er álíka æstur í að takast á við lærdóminn og síðasta sumar.


Þið eruð eflaust hissa á að ég skuli geta skrifað þessi orð í stað þess að gráta í koddann þessa dagana, eftir hræðilega byrjun United á tímabilinu, en maður verður bara að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði (eða berja í borð og bölva upphátt, eins og hrottinn sem ég er).


Fór í staffapartí um helgina í tilefni þess að sumarið er að klárast. Þá áttaði ég mig á því að sumarið er að klárast. Það er náttúrulega alveg hræðilegt. Sumarið mætti vera svona um það bil þangað til jólin koma. Ég er engan veginn undir það búinn að þurfa að vakna á köldum morgnum og setjast upp í kaldan Volvo. Kannski maður taki strætó? Kemur í ljós.


Jæja, það er víst komið að því að bæta upp fyrir gamlar syndir. Ég myndi vilja geta bætt upp fyrir fleiri syndir en þá synd að hafa fallið á aulaprófi get ég allavega reynt að bæta upp fyrir á næstu þremur dögum.


Fyrripartur dagsins:
Sólríkt sumar var fljótt að líða,
senn taka námsbækur við.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Núna má ég drekka í Bandaríkjunum

Það er hálfkjánalegt að ætla að reyna að fara að (ég ætla að reyna að koma sem flestum öðum í þessa setningu) lýsa fyrstu þjóðhátíðinni með lyklaborðið eitt að(!!) vopni. Hún var bara ólýsanleg og kemst nálægt því að vera besta djamm sem maður hefur farið á. Sumir býsnast kannski yfir því að maður hafi ekki farið fyrr á þjóðhátíð, orðinn þetta gamall, en einhvern veginn hefur það alltaf æxlast þannig að maður fer frekar til Akureyrar eða kúldrast í bænum. Svo er maður búinn að vera veikur í viku eftir þetta en samt að reyna að vinna, til að bæta upp fyrir að hafa tekið frí þessa helgi, og það hefur tekið alveg helvíti mikið á.


Eitt spaugilegt atriði sem þarft er að nefna frá þjóðhátíð (fyrir utan þegar ég var að horfa á gaur pissa á sig, það var spaugilegt) er að Maggi Schmeichel hringdi í tuttugu stelpunúmer úr símanum mínum á laugardags eða sunnudagsmorgninum, eftir gott djamm, spjallaði um nærbuxnaval og reyndi við þær í mínu nafni . Ég hefði reyndar getað stöðvað hann en mér fannst þetta bara mjög spaugilegt. Hann segir líka að u.þ.b. allar stelpurnar hafi fattað að þetta væri djók en að Ásbjörg vinkona Klöru gæti haldið að ég sé fáviti. Gaman að þessu. Ekki svo að skilja að þetta hafi verið einn af hápunktum ferðarinnar, langt því frá, en þar sem að símtölin fóru fram á ókristilegum tíma vildi ég bara biðjast afsökunar á þessu framferði.


Í dag á ég afmæli og allir í gents hafa sent mér afmæliskveðju, sumir hafa meira að segja gengið svo langt að hringja, fyrir utan Hrólf og Ragga Þór. Klukkan er reyndar bara rétt að verða hálfþrjú svo ég gef þeim að þeir hafi bara viljað leyfa mér að sofa út. Ég stakk upp á því að frétt um afmælið mitt yrði sett í blaðið í dag. Það var ekki samþykkt. En ég er búinn að fá einn pakka. Systur mínar kærar gáfu mér helvíti sneddí bol og brók og heimsbókmenntina "Herra æðislegur". Ánægður með þetta.


Uppgötvun helgarinnar er að íslenskar frjálsíþróttakonur eru upp til hópa mikil beib. Þær eru ekki eins og þessar útlensku sem eru með svo vöðvamikil læri að mann langar bara til að starta grillinu og skella í kartöflugratín. Reyndar er þetta eitthvað mismunandi eftir keppnisgreinum því ég man þegar ég sá Stacey Dragila stökkva stangarstökk, svo ekki sé talað um áströlsku píuna sem mig minnir að hafi fengið silfrið þegar Vala Flosa náði bronsi í Sidney. Þær voru svakalegar.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Þetta tjaldstæði er fyrir gamalt fólk litli minn

Ég held ég hafi aldrei hlakkað jafn mikið til verslunarferðar eins og í dag, þegar ég fór að kaupa túttur í hagkaupum. Bara það að fá tækifæri til að segja við einhverja saklausa afgreiðslustelpu "hey, ertu með túttur?" varð þess valdandi að sólheimaglottið fór ekki af mér allan daginn.

Þegar á hólminn var komið nýtti ég einhverra hluta vegna tækifærið ekki alveg nógu vel.

Sindri: "hæ, ert þú að vinna hérna?"
stelpa: "já."
Sindri: "Ertu með túttur?"
þögn.
stelpa: "uuu, meinaru svona skó eða svoleiðis?"

ég veit hvað þið eruð að hugsa kæru lesendur. Þarna var kjörið tækifæri til að sprella. Eftir tvö ár í verkfræði er maður greinilega orðinn alvarlegri persónuleiki en áður, því ég sagði bara já.

En núna er ég farinn til eyja. Hafið það gott, ekki nauðga, og ef þið ætlið til Akureyrar, ekki vera tvítug.